Faxi

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Faxi - 01.12.2019, Qupperneq 40

Faxi - 01.12.2019, Qupperneq 40
40 FAXI Þeir eru þó nokkrir Suðurnesja-mennirnir sem hafa dýft penna í blek fyrir þessi jólin líkt og undanfarin ár og gaman að sjá gróandann í skáld- skapnum suður með sjó. Umfjöllunarefnið er fjölbreytt og má þar nefna prestinn í Keflavíkurkirkju Fritz Jörgensen sem skrifar glæpasögu um líkið í kirkjugarðinum og safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar er á sömu slóðum en hann hlaut glæpasagna- verðlaunin Svartfuglinn fyrir sögu sína Hefnarenglar. Sigga Dögg kynfræðing- ur gefur nú út bókina um Daða sem er sjálfstætt framhald KynVeru sem kom út á síðasta ári og þá má nefna bækur eftir Árelíu Eydísi og frumraun Skúla Thoroddsen sem hverfist um atburð sem gerist á hálendi Íslands. Út koma nokkrar barnabækur og þá má nefna ljóðabók og smásagnasafn um dýr. Hildur Harðardóttir gefur út þriðju bókina um Suðurnesin og þar má finna sagnir úr Vogum og Grinda- vík. Það er því af nógu að taka og við hvetjum Suðurnesjamenn til þess að „versla heima.” Skúli Thoroddsen Ína Ína er marglaga saga þar sem teflt er saman hræringum í evrópskum lista- og fræðaheimi, um- brotum í mikilfenglegri náttúru á hálendi Íslands og heitum tilfinningum. Bókin er hans fyrsta skáldsaga. Árelía Eydís Sara Grípandi, einlæg og spennandi saga um konu á krossgötum sem tekst að sigra sjálfa sig. Sara er önnur skáldaga Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur. FritzMár Jörgensson Líkið í kirkjugarðinum Mögnuð spennusaga um eltihrelli, morð, fórn- barlömb aðstæðna og grimman veruleika. Séra Fritz Már Jörgens- son starfar sem prestur hjá Þjóðkirkjunni. Hann hefur áður skrifað fjórar glæpasögur sem allar hafa fengið góðar viðtökur: 3 daga í október, Grunnar grafir, Kalt vor og Síberíu. Sú síðastnefnda var þýdd og gefin út í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Eiríkur Páll Jörundsson Hefndarenglar Eiríkur P. Jörundsson hlaut glæpasagnaverð- launin Svartfuglinn fyrir sögu sína Hefndarenglar en hún er fyrsta skáld- saga hans. Eiríkur er sagnfræðingur og starfar sem safnstjóri Byggða- safns Suðurnesja. Sigga Dögg Daði Sagan um Daða fjallar um ungan gaur sem glímir við ástina, ástarsorg, sjálfsmyndina og gredd- una. Bókin byggir á algengum spurningum og umræðum drengja úr kynfræðslu Siggu Daggar kynfræðings um land allt undanfarin tíu ár. Daði er sjálfstætt framhald bókarinnar kynVeru, sem kom út árið 2018. Pennar af Suðurnesjum

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.