Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2019, Síða 44

Faxi - 01.12.2019, Síða 44
44 FAXI Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða. Sími 420 2500 www.skolamatur.is D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Við óskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. SAMBAND SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM þetta vor í lífi mínu var viðburðarríka en flest önnur tímabil. Þegar það lá fyrir að af sameiningunni yrði var mesta fjörið í tengslum við nafnið. Fyrst var boðið uppá fimm nöfn í kosningu - flestir skrifuðu nafn sem ekki var á listan- um, en flest atkvæði af þeim sem voru í boði fékk nafnið Suðurnesjabær. Í kjölfarið var það notað sem nafn á nýja sveitafélagið. Þá kom kæra frá tveimur Keflvíkingum þar sem þeir kærðu framkvæmd kosninganna og síðar felldi Félagsmálaráðuneytið þær úr gildi. Andmæli komu líka frá nágranna- sveitafélögum. Aftur var kosið og þá um tvö nöfn Suðurnesbær og Reykjanesbær. Enn völdu langflestir nafn sem ekki var á listan- um og voru þeir seðlar því ógildir. Reykja- nesbær fékk meira fylgi en Suðurnesbær og niðurstaðan varð því að lokum að bærinn heitir Reykjanesbær. Það má því segja að á þessum tíma buðum við okkur fram til bæjarstjórnar í Suðurnesjabæ. Við fengum kjörbréf sem bæjarfulltrúar í „sameinuðu sveitafélagi Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna“ en störf- uðum síðan sem bæjarstjórn Reykjanes- bæjar – þetta verður varla betra. Eitt enn vil ég nefna sem kemur alltaf upp í hugann þegar ég hugsa til þess tíma þegar Reykjanesbær varð til. Fimmtudag- kvöldið 9. júní, tveimur dögum áður, var þing Alþýðuflokksins sett í Íþróttahúsinu í Keflavík. Þá átti m.a. að tilkynna úrslit í formannskjöri en kosið var milli Jóns Baldvins og Jóhönnu Sigurðardóttur. Bæjarmálahópur Alþýðubandalagsins fundaði um kvöldið og þegar ég kom heim um hálf ellefu leitið ákvað ég að bíða eftir 11 fréttunum til að heyra úrslitin. Já, þá voru kvöldfréttirnar kl. 11. Þegar klukkan var að verða 11 hafði kötturinn skriðið undir sófann og ég teygði mig eftir honum en þegar ég leit upp og sá sjónvarpsskjáinn, blasti Jóhanna Sigurðardóttir við mér í ræðustól - illileg á svip veifandi krepptum hnefa og sagði „minn tími mun koma“, eins og frægt varð. Það var eins og við manninn mælt, það slökknaði á sjónvarpinu, rafmagnið fór af blokkinni og það kviknaði í henni. Bruninn í Stóru blokkinni var hafinn og er hann enn í dag stærsti bruni í íbúðarhúsi á Íslandi. Svo máttug voru þau orð. Sem betur fer urðu engin slys á fólki. Já það var margt í gangi á þessum tíma. Jónína Sanders: Margar skemmtilegar sögur eru til um hvað myndi gerast við sam- eininguna, t.d. hvort fólk mætti áfram kalla sig Keflvíking eða Njarð- víking, hvort einstök Kvenfélög yrðu lögð niður eða jafnvel sameinuð. Heitar umræður urðu um það hvernig þetta yrði með íþrótta- félögin, og maður lifandi ef þau þyrftu mögulega að sameinast, því það hlyti að verða það hræðilegasta af öllu. Síðan er það sagan um það hvort áfram yrði tendruð jólatré í hverju sveitarfélagi fyrir sig og fræg er setningin „nú kveikjum við á síðasta jóla- trénu í Njarðvík.“ Rifist var um, hvort væri hjáleigan Keflavík eða Njarðvík og var farið langt aftur í gamlar bækur til að sýna fram á að Njarðvíkurbændur áttu allt land að Apo- teki Keflavíkur. Eitt af því sem vert er að nefna er að þegar almenningssamgöngum var komið á byggðu þær á grunni skólaaksturs sem Steindór heitinn Sigurðsson fv. bæjarfulltrúi hafði séð um til margra ára af miklum metnaði. Gaman er líka að segja frá í því samhengi, að þegar við settum konu inn sem formann verkefnahóps um almenn- ingssamgöngurnar, Þórunni Benedikts- dóttur, þá var hún einnig kjörin formaður stjórnar SBK. Þarna höfðu góðir karlar ráðið ríkjum öll árin og spurt var „getur stelpan eitthvað gert þetta?“ En skemmst er frá því að segja að „stelpunni“ fórst verk- efnið vel úr hendi ásamt góðu starfsfólki SBK og samnefndarmönnum. Annað sem segja má að við séum stolt af, er að árið 1996 samþykkti bæjarstjórn Reykjanesbæjar einróma, að veita körlum í þjónustu bæjarins rétt til tveggja vikna launaðs feðraorlofs við fæðingu barns. Frá hátíðarfundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 11. júní 2019 þar sem haldið var upp á 25 ára afmælið. Guðný Birna Guðmundsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar í pontu. Ljósm. Reykjanesbær

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.