Heimsmynd - 01.09.1986, Blaðsíða 20

Heimsmynd - 01.09.1986, Blaðsíða 20
gang, geti íslendingar svarað fyrir sig á margvíslegan hátt. Áhrifamesta dagblað landsins kallar síðan á þjóðareiningu er það vill ýta innanlandságreiningi um hvalveiðarnar til hliðar. „Um það er óþarfi að deila nú þegar snúa þarf einu andliti í vestur.“ Eins og kunnugt er tóku íslensk stjórnvöld þann kostinn að láta ekki reyna á hótanir Bandaríkjamanna um hugsanlegar viðskiptaþvinganir, heldur ákváðu að sætta sig við túlkun banda- ríska viðskiptaráðuneytisins á hvað skuli kallast ætilegar hvalaafurðir og sam- þykkja að íslendingar neyttu sjálfir meirirhluta afurðanna í stað þess að selja þær til útlanda. Leiðarahöfundur Dagblaðsins Vísis kallar utanför Halldórs Ásgrímssonar „niðurlægingu“ í leiðara blaðsins þann 8. ágúst síðastliðinn. Tónn blaðsins í garð Bandaríkjamanna er samhljóða Morgun- blaðinu, er DV ásakar Bandaríkin um yfirgang og drottnunargirni gagnvart ís- lendingum og hvetur til að samskipti ís- lands við Bandaríkin verði endurskoðuð. „Tími er kominn til að breyta ýmsum forréttindum sem við höfum veitt Banda- ríkjamönnum eða látið í té mótmæla- lítið,“ segir leiðari DV. Engum blöðum er um það að fletta að þessi harkalegu viðbrögð áhrifamestu blaðanna á fslandi komast til skila til bandarískra stjómvalda í gegnum sendi- ráð Bandaríkjanna í Reykjavík. Skoðan- ir þessarra blaða eiga vafalítið miklu fylgi að fagna meðal þjóðarinnar og er þá aukaatriði hvort skoðanir lesenda mynd- uðust fyrir eða eftir lestur leiðara- greinanna. En munu Bandaríkjamenn lesa þessi skilaboð rétt eða munu þeir aðeins álíta þessi viðbrögð óþarfa tauga- veiklun smáþjóðar sem þeir hingað til hafa getað reitt sig á í nær öllum til- vikum? Afskipti Bandaríkjamanna af hval- veiðimálum íslendinga hafa ekki aðeins vakið tortryggni margra íslendinga í garð stórveldisins í vestri, heldur virðast marg- ar bandamannaþjóðir beggja ríkjanna óttast að Reaganstjórninni takist að skapa svo and-amerískt andrúmsloft á fslandi vegna mála sem eru tiltölulega ómerkileg í augum flestra, að íslendingar verði hinir erfiðustu viðureignar í hinum mikilvægari málum - varnarmálum. Danska blaðið Politiken, sem má stað- setja á miðju hinna pólitísku vogarskála, fjallaði um málið í leiðara í byrjun ágúst þar sem blaðið varar Bandaríkjamenn við að reyna um of á þolrifin í íslending- um og bendir á hernaðaralega lykilstöðu íslands. Politiken segist meðal annars neita að trúa að Bandaríkin muni ætla að beita íslendinga viðskiptaþvingunum og kennir Baldridge viðskiptaráðherra um hina herskáu afstöðu. Politiken spyr hvar Baldridge hafi haldið sig þegar Reagan forseti lýsti yfir í ræðu nýverið að allar umræður um við- skiptaþvinganir gagnvart Suður-Afríku væru blandaðar of mikilli tilfinningasemi og þyrfti fremur að láta skynsemina ráða í þeim efnum. Politiken finnst með ólíkindum að Bandaríkjamenn séu tilbúnir að hóta ís- landi efnahagsþvingunum, lítilli banda- mannaþjóð, vegna 120 hvala, þegar Bandaríkin láti viðgangast mannréttindabrot á 20 milljónum blökkumanna í Suður-Afríku. Afstaða stórblaðsins Politiken er augljóslega sam- hljóða skoðunum fjölmargra stjórnmála- manna og skoðanamyndandi afla á hin- um Norðurlöndunum, eins og sjá má meðal annars af yfirlýsingu frá forsætis- Pentagon, bandaríska varnarmálaráðuneytið. I Pentagon leggja menn afar mikla áherslu á að samskiptin við (slendinga gangi snurðulaust fyrir sig. Á íslandi er það meðal annars upplýsinga- deild bandaríska sjóhersins, Navy Intelligence, sem greinir varnarmálaráðuneytinu frá gangi mála. Navy Intelligence hefur aðsetur á Keflavík- urflugvelli. ráðherrafundi Norðurlandanna þann 11. ágúst síðastliðinn. Forsætisráðherrarnir fordæmdu af- skipti Bandaríkjanna af hvalveiðum fs- lendinga í vísindaskyni. Yfirlýsingin ber ljósan vott um afstöðu ríkisstjórna hinna Norðurlandanna til framkomu Banda- ríkjamanna, þannig að ljóst er að íslend- ingar standa ekki einir til ef áframhald- andi misklíðar kemur í þessu máli. Hvort sem rekja má atvikaröð sam- skiptaörðugleika íslands og Bandaríkj- anna undanfarin misseri að einhverju leyti til einhverrar sérstakrar ofríkis- stefnu Reaganstjórnarinnar gagnvart bandamönnum sínum, eins og margir hafa haldið fram, eða þekkingarskorts á íslenskum málefnum eða jafnvel mis- skilnings, þá eru margir á þeirri skoðun að Bandaríkjamenn hafa sýnt íslending- um hinn versta dónaskap og ofríki, sem ekki samræmist almennt hegðun þess sem óskar eftir að tryggja hagsmuni sína með vinskap og kurteisi. Spyrja má hvort Bandaríkjamenn séu tortryggnir í garð íslenskra ráðamanna sem þeir haldi að hafi einhverja annar- lega hagsmuni að leiðarljósi í sam- skiptum við stóra bróður í vestri, eða líta Bandaríkjamenn á ísland sem einhvers konar bananalýðveldi, sem þeir geti sagt fyrir verkum í hvívetna? Hver er skýringin á háttalagi Banda- ríkjamanna? Er hennar að leita í hinu flókna stjórnkerfi í Bandaríkjunum, sem margir líkja við ógnarstóran kolkrabba þar sem hver armur um sig hlykkjast oft upp á eigin spýtur án nokkurs samráðs við hina armana sjö? Viðskiptaráðuneyti Baldridge er þá hugsanlega einn sá arm- ur sem fálmar stjórnlaust út í loftið, án samhæfingar við hina armana. Bandarískur emæbættismaður sem ekki vill láta nafns síns getið, lét að því liggja í samtali við HEIMSMYND að ef til vill mætti rekja vissa hegðun Banda- ríkjamanna gagnvart fslendingum til ólíkra sjónarmiða í löndunum á því sem oft hefur verið kallað stjórnferðilegt sið- ferði. „Það er dálítið erfitt fyrir okkur að taka það alvarlega þegar einn fyrrum utanríkisráðherra íslands mótmælir einkaleyfi Rainbow Navigation á flutn- ingum fyrir ameríska herliðið á íslandi, þegar við vitum að fjölskylda ráðherrans á stórra hagsmuna að gæta ( gegnum stærsta skipafélag íslands, Eimskip hf.“ „Annar íslenskur ráðherra hefur kjöt- innflutningsstríð gegn ameríska herliðinu og við vitum líka að hann átti hagsmuna að gæta hjá hinu skipafélaginu, Hafskip. Þess vegna er ekkert undarlegt að Shultz utanríkisráðherra hafi einfaldlega boðið íslendingum að greiða þeim í reiðufé þá peninga sem þessi skipafélög tapa á flutn- ingsmissinum en samkvæmt amerískum hugsunarhætti er það eðlilegasta lausnin á þessu Rainbow-máli,“ sagði bandaríski embættismaðurinn. Hann bætti við: „Það sem virðist al- gengt og jafnvel löglegt á íslandi, að stjórnmála- og embættismenn eigi beinna eiginhagsmuna að gæta í þeim málum sem þeir þurfa að meðhöndla, er strang- lega bannað með lögum í Bandaríkjun- um, þar sem það flokkast undir beina hagsmunaárekstra. Þið verðið einfald- lega að gera ykkur grein fyrir þessum staðreyndum, ef það á að vera hægt að taka ykkur alvarlega. Ég veit að banda- ríska sendiráðið í Reykjavík áleit ís- lenska utanríkisráðherrann heiðarlegan mann sem ekki hugsaði um eigin hagsmuni í Rainbow-málinu en umrædd tengsl gerðu stöðu hans samt veikari. Ég hef líka heyrt að margir íslendingar virð- ast hafa áhyggjur af þessum algengu hagsmunaárekstrum í landinu og gagnrýna þessar furðulegu aðstæður," sagði bandaríski embættismaðurinn. Er þetta ef til vill kjarni málsins? Eru Bandaríkjamenn tortryggnir í garð ís- lendinga vegna þeirra aðstæðna sem hér ríkja í stjórnsýslunni? Bera þeir ef til vill takmarkaða virðingu fyrir íslenskum valdhöfum þar sem þeir álíta sjálfkrafa 20 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.