Heimsmynd - 01.09.1986, Side 14

Heimsmynd - 01.09.1986, Side 14
merísk pólitík á ekki aö hafa áhrif á afkomu smá- þjóöar sem byggir afkomu sína á fiskveiöum. Bandaríkja- mönnum veitist margt of auövelt í samskiptum viö okkur, til dœmis mannvirkjagerö í Helguvík og ratsjárstöövar. Pessi Reaganstjórn veröur aö skilja þaö. .. eða í eftirlitshlutverki. Mér er það til dæmis minnisstætt að bandaríski sendi- herrann, sem var á undan þeim sem nú er, reyndi mikið að blanda sér inn í mál hér meðan deilur stóðu um það hvort framfylgja ætti banni Alþjóðahvalveiði- ráðsins. Hann hafði samband við marga ráðamenn, hvatti þá til að samþykkja bannið og lofaði að íslendingar fengju fyrir vikið að veiða í bandarískri fisk- veiðilögsögu." Hann segist óviss um hvort sambúð íslands og Bandaríkjanna fari kólnandi. Það fari eftir framvindu mála á næstunni. „Það er ljóst að margumtalaðar hugs- anlegar efnahagsþvinganir í okkar garð voru tilorðnar fyrir lobbyisma í banda- rískum stjórnmálum. Þingmenn voru undir þrýstingi frá umbjóðendum sínum og síðan var viðskiptaráðherra beittur þessum sama þrýstingi. Þetta er amerísk pólitík sem á ekki að hafa áhrif á afkomu smáþjóðar sem byggir afkomu sína á fisk- veiðum. Mér finnst að Bandaríkja- mönnum veitist margt of auðvelt í sam- skiptum við okkar. Vil ég til dæmis nefna mannvirkjagerð í Helguvík og ratsjár- stöðvar. Bandarísk stjórnvöld verða að skilja það að varnarhagsmunir þeirra verða ekki tryggðir hér nema hagsmunir íslensku þjóðarinnar séu tryggðir. Og þessi Reaganstjórn verður að skilja það að hún getur ekki vaðið yfir hagsmuni annarra þjóða. Mér finnst hún hafa sýnt ósveigjanleika í mörgum málum og að hún sé ekki tilbúin að taka tillit til marg- víslegra evrópskra sjónarmiða. Ekki höf- um við í hótunum við bandarísk stjórnvöld þótt þau styðji einræðisstjórn- ir eða beiti dauðarefsingu.“ Hann segir varðandi síðustu viðræður við bandarísk stjórnvöld að hann hafi komið heim á undan áætlun til að „missa ekki málin úr höndum okkar. Við kom- umst að ákveðinni málamiðlun og ég ákvað að ljúka viðræðunum á þeim punkti. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki nægilegan skilning á okkar stöðu né vandamálum.“ -Hvað hefði gerst hefði hótunum um efnahagsþvinganir verið framfylgt? „Pólitískt samband ríkjanna hefði ver- ið rofið. íslendingar verða ekki þvingað- ir. Ég minni á hvernig við brugðumst við þegar Bretar settu á okkur innflutn- ingsbann í þorskastríðinu. Við leituðum nýrra markaða. En hvað sem gerist mun- um við halda áfram þessum veiðum. Hins vegar verðum við að breyta nýtingu afurðanna. Við viljum ekki vera ásakaðir um að fara ekki eftir ákvæðum Alþjóða- hvalveiðiráðsins. “ -Þú neitar þá öllum ásökunum um við- skiptahagsmuni varðandi veiðar í vís- indaskyni? „Já, ég hef afar góða samvisku. Ég væri ekki að þvælast í þessu máli, hefði ég ekki góða samvisku.“ Fyrir utan hina góðu samvisku lýsir hann sér sem raunsæispóltíkus. Alveg eins og hann lýsir flokknum sínum eða helstu vandamálum Framsóknar nú. „Ef til vill höfum við rekið of mikla raunsæis- pólitík. Þótt mín skoðun sé sú að við munum koma þokkalega út úr næstu kosningum er ljóst að við höfum til dæm- is ekki náð nógu mikið til yngri kynslóð- arinnar. Við höfum veikt málgagn og ekki tekist að koma boðskap okkar nægi- lega á framfæri. Við höfum verið lengi í ríkisstjórn eða í einn og hálfan áratug og berum því ábyrgð á mörgu sem hefur miður farið. En á hinn bóginn verður að taka tillit til þess að hagsmunahópar og verkalýðssamtök hafa dregið úr veldi flokkanna og það tel ég miður æskilegt." -Hví þá? „Vegna þess að slík samtök koma aldrei til með að geta barist á breiðara sviði en þau hafa yfirsýn yfir og þau koma aldrei til með að hafa jafnmikla yfirsýn og stjórnmálaflokkar." En hver álítur hann helstu innbyrðis vandamál þingflokks framsóknar- manna.? „Þótt aðeins þrír framsóknarmenn hafi setið lengur á þingi en ég, Ingvar Gísla- son, Stefán Valgeirsson og Steingrímur Hermannsson, er enginn þingmaður Framsóknarflokksins yngri en 35 ára og þar af leiðandi enginn í ungliðahreyfing- unni. Þá eru engar konur í þingliði fram- sóknarmanna. Hins vegar er ekki þessi sundrung innan þingflokks Framsóknar eins og í öðrum flokkum, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Sjálfstæðisflokki. Allir þessir flokkar eru í stöðugri óeiningu um formann sinn. Til dæmis Sj álfstæðisflokkurinn, þingflokkurinn stendur ekki á bak við Þorstein Pálsson og þeir höfðu heldur ekki manndóm í sér til að styðja besta manninn sem þeir hafa átt, Geir Hallgrímsson. Hins vegar er ljóst að okkar flokkur verður að aðlaga sig betur að breyttum tíðaranda. Og það , eiga eftir að verða breytingar innan Framsóknarflokks, sem við verðum að sætta okkur við.“ - Verður hann næsti formaður Fram- sóknarflokks, og fari svo, hvað hyggst hann þá fyrir? „Það er út í hött að skipta um menn bara til að skipta um menn. Mér er það ekkert keppikefli að verða formaður Framsóknarflokksins. Né forsætisráð- herra í framtíðinni.“ -Eru líkur á að Framsókn verði í ríkis- stjórn næst? „Þótt ég haldi að við munum fara þokkalega út úr næstu kosningum, hefur formaður Alþýðuflokks lýst því yfir að hann vilji útiloka Framsóknarflokkinn úr stjórn og þar með leitt líkur að nýrri nýsköpunarstjórn með þátttöku Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags auk Alþýðuflokks. Það er stemmning fyrir þess konar stjórn nú.“ -Sjálfur segist hann gera sér litla rellu út af hvað morgundagurinn beri í skauti sér. Hann hafi ekki mikinn metnað. „Ég hef reynslu af því að hafa dottið út af þingi um skeið, ég tók það nærri mér en hafði gott af því. Minn hugur snýst um að takast á við verkefni dagsins og hafa áhrif á uppbyggingu þjóðfélagsins með einum eða öðrum hætti. Ég get ýmislegt annað gert en að vera í pólitík." 14 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.