Heimsmynd - 01.09.1986, Side 85
FAÐIR minn óö út í hókarla-
vööuna og lyfti mér upp ó axlir sér og
óö meö mig í land. En þegar hann lét
mig niöur í fjöruna þó spólaöi hann í
sandinum.
Heimingway og Gregory sonur hans hvíla sig á andaveiðum í Idaho árið 1940.
Ásamt Mary Welsh Hemingway árið 1958.
gegnum þetta sér til ánægju, því maður
er jú eitt sinn forfallinn Hemingway-isti.
Gregory, sonur Hemingway, segir frá
því að eitt sinn er hann dvaldi hjá föður
sínum hafi hann farið snemma morguns
að veiða fisk. Ernest hafði lagt ríkt á við
hann að vaða ekki út í sjóinn, en ef hann
þyrfti endilega að álpast til þess að vaða,
að gæta þess þá að blóðga alls ekki fisk-
inn því krökt væri af hákörlum. En
Gregory, strákur á tólfta ári og ákafur
veiðimaður, blóðgaði aflann jafnóðum
og festi við belti sér. Eftir nokkra stund
var komin væn blóðbrák í kringum hann.
Honum varð litið til lands og sá bakugg-
ana standa upp úr sjónum. Honum segist
svo frá: Faðir minn óð út í hákarlavöð-
una og lyfti mér upp á axlir sér og óð með
mig í land. En þegar hann lét mig niður í
fjöruna þá spólaði hann í sandinum. Pað
var í eina skiptið sem hann reiddist mér
verulega, í hitt skiptið sem honum mislík-
aði við mig, var þegar hann var að vinna
að bók, ég hafði komið mér fyrir undir
glugganum í herbergi hans og lamdi þar
öskutunnulok í ákafa með spýtu. Þá veit
ég ekki fyrr en faðir minn stendur á
svölunum og öskrar niður; Viltu hætta
þessum djöfulsins hávaða drengur, ég er
að reyna að skrifa.
A.E.Hotchner segir frá fyrsta fundi
sínum og Hemingway. Hann hafði verið
sendur til Kúbu til að reyna að fá Hem-
ingway til að skrifa grein fyrir tímaritið
Cosmopolitan en hafði ekki kjark til að
berja uppá hjá skáldinu, heldur sendi
honum kort og bað hann vinsamlegast að
senda sér kort til baka, þess efnis að
hann hefði ekki tíma til að taka á móti
sér svo Hotchner fengi að halda vinn-
unni. Næsta morgun hringdi síminn: Er
þetta Hotchner, Dr. Hemingway hér,
það er engin leið til þess að við látum þig
missa vinnuna, kondu á Flórídita-barinn
klukkan 5.
Á Flórídita-barnum var það til siðs að
drekka blöndu sem kölluð var Papa Dou-
ble eða tvöfaldur Papa. Hemingway
drakk sextán tvöfalda Papa þetta kvöld
og tók einn með sér í bflinn til að hafa
eitthvað á heimleiðinni. Hotchner kom
niður sjö og setti persónulegt met.
Það var við þetta tækifæri sem bar-
þjónninn lét skál með ópilluðum rækjum
á borðið fyrir framan þá: Fyrir nokkrum
árum, sagði Hemingway, stofnaði ég
hinn Konunglega Rækjuklúbb. Viltu
vera með?
-Og hvað á maður að gera til að fá
inngöngu, spurði Hotchner.
-Félagar í klúbbnum verða að éta rækj-
una eins og hún kemur úr hafinu, með
haus og öllu saman, sagði Hemingway og
tók rækju og beit af henni hausinn og
bruddi hamingjusamur.
Hotchner gerði slíkt hið sama.
Bók Hotchners er full af dæmigerðum
HEIMSMYND 85