Heimsmynd - 01.09.1986, Síða 24
FJÖLMIÐLAR
eftir Sigurð Valgeirsson
)
Nýja myndin á bak við fréttaþulina í
ríkissjónvarpinu, fréttaþulirnir sjálfir
sem lesa blaðlaust og horfa beint framan
í okkur og tríóið Á líðandi stundu (í
beinni útsendingu!). Allt þetta má rekja
til komandi samkeppni í sjónvarpi. Ein-
veldi ríkissjónvarpsins er liðið og búast
má við hörðum sviptingum á næstunni.
íslenska sjónvarpsfélagið hf., STÖÐ 2,
hefur í hyggju að hefja útsendingar á
Faxaflóasvæðinu í lok þessa mánaðar og
áætlar að byggja útsendingar á tvískiptri
dagskrá. Annars vegar auglýsingahluta
frá 18-21, sem verður öllum opinn, og
hins vegar áskriftarhluta frá 21 - 1 eftir
miðnætti hvert kvöld. Til þess að sjá
áskriftarhlutann verður að kaupa sér-
stakan afréttara.
Ný stöð veldur án efa fiðringi á ýmsum
stöðum. Hún hlýtur til dæmis að hafa
einhver áhrif á myndbandamarkaðinn.
Jón Ólafsson er rétthafi fjölda mynd-
banda og rekur stóra myndbandaleigu.
Hann segir um nýja sjónvarpið: „Það er
ljóst að íslendingar eru veikir fyrir nýj-
ungum. En ef við lítum í kring um okkur
til nágrannalandanna má sjá að mynd-
bandamarkaðurinn er alls staðar í sókn.
Þessi nýja rás, sem verður kvikmynda-
rás, verður ekki með nýjar kvikmyndir.
Það verður vissulega ákveðin hreinsun á
myndbandamarkaðinum með tilkomu
hennar en þeir sem meira mega sín munu
standa það af sér.“ Frá STÖÐ 2 heyrist
önnur skoðun. Forsvarsmenn hennar
boða ekki gamlar kvikmyndir heldur fjöl-
breytt efni og segja að kvikmyndir verði
að meðaltali tveggja ára gamlar sem
sendar verði út. Hvað snertir samkeppni
sjónvarps og myndbandaleiga er Hinrik
Bjarnason, forstöðumaður innkaupa- og
markaðsdeildar ríkissj ónvarpsins,
þeirrar skoðunar að sjónvarp og mynd-
bandamarkaður keppi ekki nema í inn-
kaupum. Hann segir álíka fráleitt að tala
um samkeppni milli myndbanda og sjón-
varps og að bera saman plötuspilara og
útvarp.
Ríkissjónvarpið hefur allt undan-
gengið ár undirbúið sig undir komandi
samkeppni. „Ein af breytingunum á sjón-
varpinu með hliðsjón af samkeppni er
breyting á deildarskipun í fyrra,“ segir
Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri
sjónvarpsins. í stað tveggja deilda áður
eru nú komnar þrjár deildir. Deild inn-
lendrar dagskrárgerðar, fréttadeild og
innkaupa- og markaðsdeild sem Hinrik
Bjarnason veitir forstöðu. Þar voru
innkaup á erlendu efni sett undir einn
hatt. Hugsunin með þessu var sú að hægt
yrði að sinna erlendum innkaupum af
meiri snerpu en verið hafði fram að því.
Hugmyndin var líka sú að sjónvarpið
24 HEIMSMYND