Heimsmynd - 01.09.1986, Blaðsíða 34

Heimsmynd - 01.09.1986, Blaðsíða 34
„Mín eina ósk er að halda nægilega góðri heilsu til að sjá yngstu dóttur mína komast á legg. Stefanía yngri er sex mánaða og yngst sex barna hans af tveimur hjónaböndum. Fyrri konu sína missti 4 hann úr hvítblæði frá þremur börnum. að hafa rölt niður í verksmiðju einn sunnudaginn. „Og það lágu allir í sól- baði. Ég varð æfur. Hvað var að gerast, átta manns úti á stétt og enginn inni á gólfi. Eitthvað hafði farið úrskeiðis í sambandi við vélarnar. Steffí var hins vegar fljót að koma mér í jarðsamband og benda mér á að sökin væri mín, ekki þeirra. Þannig er hún alltaf. “ Það er erfitt að ímynda sér að þessi maður, sem virðist vera úti um allt, í nefndum, ráðum og stjórnum fyrir utan fyrirtækið, hafi verið feiminn og hlédræg- ur unglingur. En svo segir hann sjálfur. „Heimili foreldra minna á Laufásvegin- um var mjög glæsilegt. Þau voru vel efn- uð og þar var ætíð mikill gleðskapur og tónlist í hávegum höfð en mamma var lærður tónlistarkennari og spilaði á pí- anó. Þau kunnu að njóta lífsins, þar var mikill gestagangur en á sumrin héldu þau til í sumarbústað og ef eitthvað kom upp í fyrirtækinu lét pabbi menn hitta sig þar en ekki öfugt. Ég þekki engan fram- kvæmdastjóra í dag sem lifir eins grand og pabbi gerði. Ég var rúmlega tvítugur þegar mamma dó úr krabbameini. Nokkrum árum síðar kvæntist pabbi aft- ur, Sigríði Briem sem hafði verið kennari * Eg veit ekki hvað er að mörgu þessu fólki af minni kyn- slóð. r> í Kvennaskólanum. Hann var kominn yfir sextugt og hún kom eins og sólar- geisli inn í líf hans.“ Stefanía kona hans segir að hann sé mikill fjölskyldumaður. Sjálfur segist hann vera hamingjusamur. „Ég veit ekki hvað er að mörgu þessu fólki af minni kynslóð,“ segir hann. „Annað hvort áfengisvandamál, framhjáhöld eða hjónaskilnaðir. Ég bara skil þetta ekki. Hins vegar er töluverð vinna fólgin í því að halda hjónabandi gangandi og auðvit- að eru ekki allir jafn heppnir þar.“ Með þetta glansandi yfirborð og sterka stöðu í atvinnulífinu hefur það hvarflað að mörgum að Davíð Scheving hyggði á sitthvað fleira. Hann segist vera fæddur , inn í Sjálfstæðisflokkinn, hefur setið í miðstjórn hans í nokkur ár og telur nú- verandi formann í hópi sinna bestu vina. „Stefanía segist alltaf vita á hvaða fundi ég hef verið þegar ég kem af miðstjórnar- fundi flokksins. Það eru leiðinlegustu fundir sem hægt er að sitja. En þar sit ég eingöngu vegna þess jarðsambands sem ég hef í atvinnulífinu. Þó get ég ekki hugsað mér að fara út í pólitík. Hef margsinnis verið beðinn um að fara í prófkjör á Reykjanesi eða í Reykjavík og nú síðast fyrir nokkrum dögum. Reynsla mín er sú að það er gífurlegur munur á samskiptum fólks í stjórnmálum og í við- skiptum. Á síðara sviðinu eru trúnaðar- samtöl yfirleitt trúnaðarsamtöl. í pólitík- inni er hins vegar allt notað gegn manni ef unnt er. Hér snýst pólitíkin um næsta prófkjör og það vantar áþreifanlega leið- toga.“ Hann hefur hins vegar ekki áhuga á að gefa sig út í slíkt. Öðru máli gegnir um forystu í viðskiptalífinu. Þar hefur hann komið víða við sögu. Auk þess sem hann hefur setið í stjórnum ýmissa samtaka og fyrirtækja, hefur hann gegnt mikilvægum störfum sem formaður félags íslenskra iðnrekenda og verið í samningaráði vinnuveitendasambandsins. Síðasta vet- ur sagði hann sig svo úr stjórn Þróunar- félagsins vegna „afskipta forsætisráð- herra af félaginu og ráðningar fram- kvæmdastjóra þess.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.