Heimsmynd - 01.11.1988, Síða 6

Heimsmynd - 01.11.1988, Síða 6
Frá ritstjóra Nóvember '88 Það er árið 1786 í Frakklandi. Lúðvík sextándi er konungur og María Antoinette er drottn- ing hans. Þau búa í höll og lifa hátt eins og aðrir franskir aristókratar. ólíkt svöngum al- múganum. Venjulegur dag- launamaður getur unnið sér inn einn franka á dag en á einu ári eyðir drottningin að minnsta kosti 272 þúsund frönkum í fal- leg föt sem samsvarar 60 millj- ónum franka á núvirði eða 11 milljónum dollara. Drottning fer fimmtíu prósent fram úr eigin fjárlögum. Það er dýrt að vera drottning og halda uppi ákveðnum lífsstfl, burtséð frá því hvort skrfllinn borðar kökur eða brauð. Samt er drottningin í ákveðnum vanda. Hún þarf að horfast í augu við leiðinlegan fjárlagahalla. Hún eyðir tvöfalt meira en hún aflar með sköttum. Fjármálaráðherrann hennar hefur á laun undanfarin ár fengið að láni milljónir frá hinum ríku til að drottningin geti staðið undir þessum útgjöldum. Árið 1786 er þetta leyndarmál afhjúpað. Fjárlagahalli drottningar hefur aldrei verið meiri og aumingja fjármálaráðherrann, sem ekki fær meiri lán, reynir að fá samþykki þingsins til að mæta þess- um útgjöldum. Franskur almenningur hefur fengið smjörþef- inn af því hvað konungsfjölskyldan, með sína rúmlega tvö þúsund þjóna og fjögur þúsund aðra starfsmenn, kostar þjóð- ina. Héðan í frá verður ekki aftur snúið. Hennar hátign María Antoinette gengur framvegis undir nafninu Madame Déficit eða frú fjárlagahalli. Þessir atburðir áttu sér stað í Frakklandi fyrir tvö hundruð árum. Þetta gæti alveg eins verið saga úr íslenskri stjórnsýslu níunda áratugarins. Því miður. Við vit- um það núna hvernig aumingja María Antoinette fékk að gjalda fyrir heimsku sína. Hennar fagra höfuð, með hvítum slöngulokkum, fékk að fjúka. Sagan seg- ir okkur líka frá því hvernig óráðsía í stjórnartíð Maríu Antoinette leiddi til kreppu franska hagkerfisins í lok níunda áratugar 18. aldar og loks til frönsku stjórnarbyltingarinnar 1789 og ógnar- stjórnarinnar undir aldarlok. íslenskur Monsieur Déficit, hverju öðru nafni sem hann nefnist, ætti að hafa þessa dæmisögu hugfasta þegar hann tekur ákvarðanir um útgjöld á vegum ríkisins eða aðrar efna- hagslegar ákvarðanir er varða þjóðarhag. Allir þessir háæru- verðugu herrar ættu að hafa nokkrar áhyggjur af því hvert stefnir. Þeir þurfa ekki að óttast fallöxina en þeir eru ekkert í þægilegu hlutverki. Það er ekki auðvelt að vera Monsieur Déficit í kerfi hefðhelgaðra sérhagsmuna þar sem allar að- gerðir til úrbóta eru sársaukafullar. Sumir kunna að sjá fram- tíð sem nútíð í rósrauðum bjarma. Það er gaman að vera ráð- herra á balli. Það er hins vegar of stór hópur fólks sem er bú- inn að fá leið á að fylgjast með þessum tryllta dansleik. Enginn Monsieur Déficit kemst upp með að sniðganga þann hóp of lengi . . . Nóvember 1988, 5. tbl. 3. árg. ÚTGEFANDI Ófeigur hf. Aðalstræti 4, 101 Reykjavík • SÍMI 62 20 20 og 62 20 21 • AUGLÝSINGASÍMI 2 19 81 og 2 89 66 • RITSTJÓRI Herdís Þorgeirsdóttir • FRAMKVÆMDASTJÓRI Ragnhildur Erla Bjarnadóttir • RITSTJÓRNARFULLTRÚI Anna Kristine Magnúsdóttir • STJÓRNARFORMAÐUR Kristinn Björnsson • AUGLÝSINGAR Júlíana Erlendsdóttir og Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir • ÚTLIT HEIMS- MYND • PRÓFARKALESTUR Helga Magnúsdóttir • INNHEIMTA OG ÁSKRIFTIR Elísa Þorsteinsdóttir • LJÓSMYNDARAR Friðþjófur Helgason, Bragi Þ. Jósefsson, Stefán Karlsson, Jim Smart • UMBROT, LITGREINING OG PRENTUN Oddi hf. • ÚTGÁFUSTJÓRN Herdís Þorgeirsdóttir, Kristinn Björnsson, Sigurður Gísli Pálmason, Helgi Skúli Kjartansson, Jóhann Páll Valdimarsson • HEIMSMYND kemur út sex sinnum árið 1988. Verð þessa eintaks í lausasölu er kr. 397. Sé áskrift HEIMSMYNDAR greidd með EUROCARD er veittur rúmlega 40% afslátt- ur af útsöluverði en annars 20%. 6 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.