Heimsmynd - 01.11.1988, Síða 39

Heimsmynd - 01.11.1988, Síða 39
Guðmundur á vinnustofu sinni. „Byggingarstíll í Reykjavík ber því miður vott um sundurleysi og skort á hefð.“ athygli. Pví er um að ræða eins konar tvíræða lausn á staðarvali fyrir nýbygg- inguna, það er að styrkja áhrifamátt beggja bygginganna samtímis því að staðsetning nýbyggingarinnar verki hvetjandi á garðinn til útiveru. Þrátt fyrir að garðurinn sé stór og í sjálfu sér nokk- uð ágætur í dag þá þarfnast hann lífvæð- ingar og betri nýtingar, ég mun leitast við að ná eins konar samspili milli bygg- ingar og náttúru, að því er ég að vinna núna,“ segir Guðmundur. Hann hefur nú þegar ýmsar hugmynd- ir um sjálfa bygginguna í pokahorninu en hefur valið að byrja á athugun á lóðar- möguleikum. „Fyrsta stigið í slíku verkefni er að líta frjálst á lóðina og umhverfið til þess að athuga hvort þar finnist einhverjir leynd- ardómar sem hægt sé að nýta sér til hjálpar. Ef svo reynist er hægt að spila virkt á slíka þætti í framhaldinu. Þetta fyrsta stig hönnunar er hægt að vinna við án þess að nokkrar byggingarfræðilegar hugmyndir hafi mótast. Þær liggja þó að öllum líkindum að einhverju leyti í und- irmeðvitundinni á þessu stigi, eins konar huglægt skema og samsafn tilfinninga. Þetta er eitt af því skemmtilegra í faginu - að halda jafnvægi á vogaskál óhlut- stæðrar hugmyndar og raunhæfingar í hönnunarferlinu. Það heldur manni opn- um, vakandi og virkum í gegnum ferlið og gefur þar með frjálsræði til að taka á móti innblæstri." Guðmundur er ákafur þegar hann tal- ar um arkitektúr og orðið aktívt eða líf- væðing notar hann mikið. „Þetta er orð sem mér er eðlilegt, kannski meðal annars vegna þess að ég er mjög aktívur sjálfur, ef til vill öfga- maður á vissan hátt í einu og öllu. Eg nota orðið lífvæðing í arkitektúrnum vegna þess að hann snýst ekki einungis um að leysa rýmisforsögn eða fullnægja þörfum fagurfræðinnar. Að mínu mati snýst arkitektúr ekki síst um afstöðu til þess hvaða lífi byggingin á að lifa. Val á arkitektúr og meðhöndlun hans hefur í sér vald yfir notendum, oft án þess að fólk geri sér grein fyrir því. Arkitektinn hefur því eins konar ákvörðunarvald yfir lífsstfl fólk í íbúðunum og er stýrandi lið- ur gagnvart tengslum híbýla við um- hverfið. í þessu samhengi er orðið líf- væðing í hávegum haft hjá mér, að skapa líf og tengsl í stað einangrunar og sundr- ungar. Þetta á ekki síður við í skipulagn- ingu bæjarhverfa," segir Guðmundur. Sjálfur býr hann í raðhúsi utan miðbæj- arins, í nánum tengslum við náttúruna í jaðri Osló-borgar. „Osló býr yfir frábærri sameiningu milli líflegrar stórborgar og náttúrunnar, sem er vel ofin í bæjarmynstur og um- hverfi, með gróðri heim að húsdyrum. Fáar stórborgir hafa slíka sameiningu í svo vönduðum mæli og Osló er fjölþætt vegna þess að hægt er að sameina spenn- andi stórborgarlíf annarri tegund ein- beitingar í náttúrunni. Stjórnvöld í Osló virðast gera sér grein fyrir því að ný byggingarsvæði séu reist á kostnað nátt- úrunnar og að viðhalda beri jafnvægi milli bygginga og náttúru. Á síðustu árum má greina miklar breytingar á úti- og veitingalífi Reykja- víkur, en hún hefur ekki urbanitet eða þétta bæjarímynd sem oft leiðir til sterk- ari borgareinkenna með markvissum bæjarbyggingum, torgum og göngugöt- um. Hversu mikla „stórbæjarvæðingu" Reykjavík þolir er síðan allt annað mál. Umfang „stórbæjarvæðingar" stjórnast af þáttum eins og fólksfjölda og öflum eins og miðstýringu, ásamt skilyrðum fyrir þróun atvinnuhátta. Hvað varðar byggingarstfl í Reykjavík þá ber hann því miður vott um sundurleysi og skort á hefð. Umhverfi og byggingar einkennast af einstaklingshyggju og skortur er á að byggingar og umhverfi séu hugsuð í stærra samhengi. Reykjavík skipar háan sess í hjarta mínu, þó hentar mér vel að búa í borg eins og Osló. Slíkt borgarlíf hefur í sér meira afl og spennu og ég nýt mín vel í slíku umhverfi. Það gerir Rebekka einnig. Nú er hún orðin hlut- hafi í sextíu manna tölvufyrirtæki í Osló og vinnur sem tölvunarfræðingur. Tinna er fædd í Osló og þekkir sennilega Noreg betur en ísland. Það er margt að gerast um þessar mundir og stofnun arkitekta- stofunnar hefur haft í för með sér mikla og spennandi vinnu. Það fer því miður of mikill tími í stjórnun. Það er því mikil- vægt að hafa hæfileika til þess að setja sig inn í það sem fram fer á teikniborð- unum til þess að geta annað hvort leið- rétt eða rætt hlutina. Ég reyni að gefa starfsfólkinu sem frjálsastar hendur til þess að örva sköpunargleðina og fá fram sem bestar niðurstöður. Það kemur að sjálfsögðu fyrir að ég verð einum of ákafur og ráðríkur en þau eru þolinmóð og þetta er samstæður hópur á stofunni. Eins og stendur er því ekki ætlunin að flytja til íslands en það verður þörf á að stofna útibú í Reykjavík á næstunni þar sem stór hluti verkefnanna er íslenskur. Eg heFfagleg tengsl við ísland, meðal annars gegnum Arki- tektaháskólann í Osló þar sem ég er stundakennari við íslensk- an skipulagskúrs sem er vísir að stofnun arkitektaskóla á íslandi. Arkitektaskóli á íslandi mun styrkja faglega umræðu, hafa áhrif á þróun íslenskrar bygging- arlistar og efla meðvitund almennings um tilveru byggingarlistar sem aka- demískrar listgreinar. Það er byggður fjöldi bygginga og húsa, rammi utan um veraldleg gæði og þarfir, en aðeins lítinn hluta af byggðu umhverfi er hægt að kalla „arkitektúr“, enda margar bygging- ar í höndum annarra en arkitekta. Hinn fullkomni arkitektúr liggur í vitsmunun- um. Til þess að nálgast hann þarf meðal annars að skilgreina eiginleika atferlis okkar og skilgreina æðstu tilfinningar. Tilkoma arkitektaskóla á íslandi gæti dregið mig endanlega til íslands vegna þeirrar örvunar sem hann hefði á fag- menninguna, en eins og stendur hentar líf og taktur Oslóar mér vel, líflegt bæj- arlíf með fallegri náttúruumgjörð, stress og ró taka höndum saman. Þannig lifi ég og þannig líður mér best,“ segir Guð- mundur Jónsson og ég trúi honum því hann tekur sig vel út í sólskininu í Vige- landsgarðinum í Osló. □ HEIMSMYND 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.