Heimsmynd - 01.11.1988, Qupperneq 50

Heimsmynd - 01.11.1988, Qupperneq 50
ísold (Tinna Gunnlaugsdóttir) og Hjörleifur biskupsson (Egill Ólafsson). Hún hefur valið annan mann og Hjörleifur verður að láta í minni pokann. Hann er fórnarlamb kringumstæðna, fláráður og gunga í senn. Reine Brynolfson og Helgi Skúlason. í öðrum hlutverkum eru Flosi Ólafsson, Sigurður Sigurjónsson, nokkrir sænskir leikarar, ítalskur dvergur og vörumerki Hrafns Gunnlaugssonar, Sveinn M. Eiðsson, sem lék vinnumanninn í Óðali feðranna. Þá er stórt hlutverk í höndum lítillar stúlku, Klöru írisar Vigfúsdóttur, sem leikur Sól, dóttur ísoldar. Ymislegt hefur breyst frá því að Hrafn samdi handritið upphaf- lega. Sjálfur lýsir hann því sem langnákvæmasta handriti sem hann hafi nokkru sinni samið. „Flest samtölin voru skrifuð áður en til æfinga kom, en venjulega þróast samtölin út frá æfingum.“ Formlegur und- irbúningur að töku myndarinnar hófst í janúar 1987 er Hrafn fékk leyfi frá störf- um hjá Sjónvarpinu. Hrafn hafði látið fjármögnunaraðila fá handrit að mynd- inni en framleiðandi var Christer Abra- hamson fyrir hönd Cinema Art í sam- vinnu við sænsku kvikmyndastofnunina. Myndin átti að kosta 13,2 milljónir sænskra króna og lögðu Svíarnir fram 10 milljónir. Úr Kvikmyndasjóði fékk Hrafn 15 milljónir íslenskra króna en kostar það sem á vantar sjálfur. Segist hann þurfa að selja 40 þúsund aðgöngu- miða hér heima til að brúa það bil. Vorið 1987 losaði Hrafn sig við Christ- er Abrahamson og tók sjálfur að sér að vera framleiðandi myndarinnar. Hrafn lét Christer fara vegna ósamkomulags um skipulagningu og aukakostnað sem Hrafn taldi óhjákvæmilegan. Christer Abrahamson vildi fækka upptökustöðum til að lækka útgjöldin. Það gat Hrafn ekki fallist á og flaug um nótt til Svíþjóð- ar án þess að ráðfæra sig við Christer Abrahamson. Þá voru tfu dagar til upp- töku. „Nokkrum dögum fyrir upptöku var ég því orðinn framleiðandi og fjár- hagslega ábyrgur fyrir verki sem ég byrj- aði að vinna að með það efst í huga að þurfa ekki að taka fjárhagslega ábyrgð á,“ segir hann vegna fyrri reynslu af Hrafninn flýgur, sem hann segir hafa næstum gert sig gjaldþrota. Sumir draga fullyrðingar Hrafns, um erfiða fjárhagsstöðu í kjölfar Hrafninn flýgur, í efa. „Faðir minn gekk í ábyrgð fyrir mig, var sjálfur búinn að selja hálft málverkasafnið sitt en það sem bjargaði okkur var velgengni myndarinnar í Sví- þjóð eftir að ég hlaut verðlaun sænsku kvikmyndaakademíunnar sem leikstjóri ársins 1985. Þá fékk ég vel borgað fyrir að leikstýra myndinni Böðullinn og skœkjan og svo hef ég verið í föstu starfi sem dagskrárstjóri Sjónvarpsins í þrjú ár.“ Leikstjórinn ber þess þó ekki merki að vera fjárvana nú. Hann keyrir um á Por- sche-sportbíl, á heimili á Hagamelnum, sumarbústað og glæsilega litla íbúð á Brávallagötunni þar sem hann dvelur einn eða með konu sinni Eddu þegar hann vill slappa af. íbúðin er skreytt fjölda málverka eftir vin hans Erró og heitur marmarapottur er í sama herbergi og stórt sjónvarp þar sem leikstjórinn leyfir mér að fylgjast með þessu nýja af- reki sínu, í skugga hrafnsins, á mynd- bandi með hráu, óunnu hljóði. Ahrifin skila sér samt. Gagnrýnendur Hrafns, og þeir eru margir, hafa stundum sagt að hann stældi ítalska leikstjórann Sergio Leone. Aðrir gagnrýna Hrafn fyrir störf hans hjá Sjónvarpinu eða blanda þessu öllu sam- an. Enginn fer í grafgötur með að hann er umdeildur. Mörgum þykir hann mis- nota aðstöðu sína og pólitísk tengsl, síð- asta dæmið sé fjögurra ára launalaust leyfi frá Sjónvarpinu til að vinna að verkefnum fyrir Nordvision. Hrafn neit- ar þessu öllu. Segir að vinátta hans og Davíðs Oddssonar hafi ekkert að gera með pólitík, Davíð sé einfaldlega hans besti vinur frá barnæsku. Sjálfur hafi hann alltaf átt óvildarmenn en það trufli hann ekki. Með hrossahlátri segist hann halda sínu striki hvað sem raular og taut- ar. Enn eru gagnrýnisraddir sem segja að Hrafn sé svo inn undir hjá Kvikmynda- sjóði að þar séu flestir nánir vinir hans. Það er ekkert launungarmál að Hrafn hefur komið ár sinni vel fyrir borð. Hann hefur ekki eingöngu tengsl á ís- landi heldur einnig í Svíþjóð. Hann hef- ur í fríum heimsótt sjálfan Ingmar Bergman og virðist komast það sem hann vill. Þegar Hrafn hafði rekið framleiðand- ann vorið 1987 réð hann átján ára son sinn, Kristján, sem framkvæmdastjóra myndarinnar. Edda, konan hans, klippti myndina endanlega, „Ég ber botnlaust traust til hennar en hún hefur alltaf verið með í ráðurn." Þeir sem gerst þekkja til segja að Hrafn Gunnlaugsson væri ekki kominn þangað sem hann er hefði hann ekki konu sína sem bakhjarl. Þótt hálf fjölskylda Hrafns hafi unnið að myndinni með hon- um, slítur hann öll persónuleg tengsl meðan á verkinu stend- ur. Hann fer í áfengisbindindi, hleypur á hverjum morgni og hefur fyrir sið að borða ekki með leikurum og öðru starfs- fólki sem er liður í því að halda aga. „Ég lifi hálfgerðu munkalífi utan vinnutíma, sef einn og einangraður út af fyrir mig, langt frá kvikmyndatökuhópn- um.“ Hann þykir mjög kröfuharður og lýsir aðferðum sínum við upptöku svona: „Ég læt sjaldnast nokkurn mann á töku- stað vita hvenær vélin fer í gang, ég æfi senuna aftur og aftur, gef tökumannin- um síðan ákveðið merki sem hann einn 50 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.