Heimsmynd - 01.11.1988, Qupperneq 52

Heimsmynd - 01.11.1988, Qupperneq 52
bæjardyrunum með Sól litlu í fanginu og þau Trausti horfast í augu sekúndubrotið sem faðir hennar fellur. Það líður yfir hana og einhver réttir honum drykkjar- fang sem hann ber að vörum hennar. Það er grænn vökvi sem hann bergir sjálfur á í forundran. Hún hrækir vökv- anum framan í hann en hún veit að þetta er ekki eitur heldur ástardrykkur. Móðir hennar var norn eins og ísold segir stolt frá síðar. Nornablærinn er yfir henni sjálfri þar sem hún síðar ríður hvítum hesti sem fer eins og brimbrjótur í gegn- um storminn. Trausti reynir að sannfæra Isold um að faðir hennar hafi verið veginn gegn hans vilja. Isold svarar honum í átakasenu og segir: „Nú er faðir minn fallinn og það er ég sem ræð.“ Trausti segir henni að hann muni svara til saka. Þegar hún reynir að stinga hann með rýtingi ver hann sig ekki. Þá koma til sögu biskupinn og frú hans Sigríður (Kristbjörg Kjeld) og son- ur þeirra Hjörleifur (Egill Ólafsson). Sigríður vill fá ísold, og hennar heiman- mund, sem kvonfang Hjörleifs. Hjörleif- ur ögrar Trausta en hann bregst kristi- lega við, býður honum hinn vangann. Trausti ákveður að dæma allar sínar eig- ur ísold í þeirri von að hún fyrirgefi hon- um og gangi að eiga hann, sem hún loks ákveður. „Hann verður minn,“ segir hún og biskupsfrúin bregst ævareið við. Hún færir ísold ask sem í er hraungrjót. „Fyrst þú getur kyngt því að giftast morðingja föður þíns, getur þú kyngt þessu.“ Sagan gengur síðan út á það hvernig frú Sigríður bruggar launráð til að fá Is- old aftur ellegar koma henni fyrir kattar- nef. Isold gerir sér grein fyrir þessu og segir á einum stað: „Það er Sigríður sem stjórnar. Gegn henni hef ég betur.“ Hrafn Gunnlaugsson notar Flugumýr- arbrennu úr Sturlungu sem fyrirmynd einnar senu í þessari mynd. Það er mikil brúðkaupsveisla sem endar með ósköp- um líkt og fyrr. Launráð Sigríðar bisk- upsfrúr koma henni sjálfri í koll þegar Hjörleifur sonur hennar uppgötvar að hann hefur myrt yndið sitt. Hann verður fráhverfur móður sinni, fullur af hatri og beiskju. I örvæntingu reynir hún að ná til hans í magnaðri senu. Sumir segja fyrirmyndina að þessu vera samband leikstjórans sjálfs við eigin móður. „Hjörleifur er ofdekraður en einnig kúgaður af móður sinni. Samband mitt og móður minnar hefur aldrei verið náið. I æsku gat hún lítið sinnt mér þar sem hún var önnum kafin leikkona. Hún var af fátæku fólki og setti sér hátt mark- mið í veraldlegum gæðum. Hún vann ómanneskjulega mikið. Þegar hún kom heim seint á kvöldin var ég sofnaður. Ég var elstur fjögurra systkina og því oft minnstur tími fyrir mig. Kannski erum við einnig of lík.“ Starfið hjá Hrafni hefur setið í fyrir- S js.]eia; neiur gengio oi tangt 1 valdabaráttu sinni. Hjörleifur myrti yndið sitt þar sem móðir hans blekkti hann. Hún reynir í magnaðri senu að ná sáttum en allt kemur fyrir ekki. þekkir og þýðir startaðu vélinni. Þá sér hljóðmaðurinn ljós á tækinu hjá sér. Leikarar og flestir aðrir hafa ekki hug- mynd um hvað fer á filmu." eikstjóri verður að halda áætlun, ■ „alveg sama hvernig maður er upplagður. Leikstjóri í svona mynd er eins og sól í litlu sól- kerfi, það fer eftir því hversu mikla útgeislun hann hefur, hve reikistjörnurnar í kringum hann eru bjartar. Það veit enginn annar Um, en leikstjórinn hvað er að gerast, hann verður að gefa línuna um fram- kvæmdir dagsins, halda stíft um stjórn- völinn því um leið og hann slakar á getur allt hrunið. Ég geri miklar kröfur til þeirra sem vinna með mér og geri þeim ljóst að þeir eru að taka á sig ákveðinn kross sem þeir mega ekki sligast undan. Ég lít á kvikmyndir mínar sem ákveðnar herferðir og menn sem ætla að vinna með mér verða að vera tilbúnir til að berjast til síðasta blóðdropa, jafnvel falla.“ Upphaflega hafði Hrafn ætlað Agli Ólafssyni að vera í aðalkarlhlutverkinu á móti Stephanie Sunnu Hockett en Tinna skyldi leika það hlutverk sem Kristbjörg Kjeld fékk síðar og var Tinna þá sett í aðalhlutverkið en Sunnu vikið úr mynd- inni. Á síðustu stundu víxlaði hann karl- hlutverkunum, lét Reine Brynolfson leika elskhuga Tinnu en setti Egil í hlut- verk Hjörleifs biskupssonar, sem er flá- ráður og gunga, fórnarlamb kringum- stæðna. Fyrir Reine, og sérstaklega Egil, var þetta ákvörðun sem var nokkuð erf- itt að kyngja. / skugga hrafnsins hefst þegar Trausti (Reine Brynolfson) siglir til íslands og sleppir lausum hröfnum þegar hann lendir í hafvillu. Kvikmyndatakan á hafi úti, þar sem fengið var að láni fornt skip frá Byggðasafni Húsavíkur, var víst sú erfiðasta í allri myndinni. „Mennirnir um borð í gamla skipinu voru í bráðri hættu,“ segir Kristján Hrafnsson, „þar sem þeir voru ekki í björgunarvestum." Trausti hefur tekið vígslu í Noregi og er á heimleið. Faðir hans er heiðinn en móðirin írsk ambátt. Það er Edda, leikin af Helgu Bachmann. Átökin hefjast þeg- ar Trausti kemur í land. Tilefnið er dráp hvalar sem menn berjast um. Faðir Is- oldar er veginn og fyrir misskilning telur hún Trausta eiga sökina. Hún birtist í 52 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.