Heimsmynd - 01.11.1988, Qupperneq 68

Heimsmynd - 01.11.1988, Qupperneq 68
daga hlýddu dætur feðrum sínum, enda eins gott, því þegar skipið kom til Vest- mannaeyja, kom tilkynning þess efnis að stríð væri hafið. Frekara dansnám lagðist eðlilega nið- ur á stríðsárunum en Bára kenndi dans í Hafnarfirði og Reykjavík, tók nemendur heim í píanókennslu og sá um leikfimi- kennslu í barnaskóla. Hún varð dans- mær í þess orðs fyllstu merkingu og sýndi víða á sýningum, meðal annars í óperettunni Nitouche árið 1941. í blaða- úrklippu frá þeim tíma er viðtal við breskan blaðamann sem sá sýninguna hér og um kan-kan dans Báru og ann- arra segir hann: „Þetta minnir mig á daga mína í París . . Um þetta leyti kynntist Bára ungum manni, Kjartani Sigurjónssyni, sem var aðstoðarmaður söngmálastjóra Þjóð- kirkjunnar. Kjartan átti mikla framtíð fyrir sér í söngnum og eftir tveggja ára trúlofun, eitt ár leynilega og annað ár opinberlega, giftu þau sig með mikilli viðhöfn í Dómkirkjunni þann 10. júní 1943. Um haustið fór Kjartan til söng- náms í London en faðir Báru tók ekki í mál að hún sigldi þangað meðan stríðið stæði yfir. Samvera ungu hjónanna var því aðeins þrír mánuðir þetta sumarið. Næsta vor, vorið 1944, fékk Bára sím- skeyti í gegnum breska sendiráðið þar sem tilkynnt var að Kjartan væri alvar- lega veikur í London. Hvað sem leið öllu stríði var hún ákveðin í að komast til hans og í þetta skipti aftraði faðir hennar því ekki, heldur útvegaði henni pláss um borð í togaranum Tryggva gamla. Hún sigldi með togaranum til Norður-Skot- lands og í fámennu og afskekktu þorpi steig hún á land að morgni 8.maí. Þaðan hélt hún með lest til London, þangað sem komið var síðla kvölds. Sú sjón blasti við henni sem seint gleymist. Fólk var fagnandi á götum úti, gleðitár runnu, stríðinu var lokið. En það voru ekki tár gleðinnar sem Bára sjálf upplifði þetta kvöld. Eftir margra daga ferðalag á hættutímum kom hún of seint á sjúkrahúsið. Kjartan hafði látist um morguninn, á sama tíma og Bára steig á land í Skotlandi. Hjóna- bandið hafði aðeins varað í tæpa ellefu mánuði og engan skal undra að hinni tuttugu og tveggja ára ekkju hafi fundist heimurinn hrynja í kringum sig. Hún komst heim með herflugvél hálf- um mánuði síðar. Um haustið hélt hún enn á ný til Kaupmannahafnar, lærði þar snyrtingu og lauk prófi vorið 1945. Eftir heimkomuna opnaði Bára snyrtistofuna Edmée í Hafnarfirði og hélt áfram píanó- og leikfimikennslu. Þótt sorgin hefði hitt hana fyrir á unga aldri segist hún innst inni hafa vitað að lífið væri rétt að byrja, hún vissi að einhvern daginn ætti hún eftir að hitta annan mann. Sá maður kom inn í líf hennar árið 1947. Hann var Pétur Guðjónsson, og með honum átti Bára eftir að deila lífinu næstu þrjá áratugina og rúmlega það. Þegar þau kynntust var Bára farin að starfa í Feldinum, og ári síðar keypti fað- ir hennar hlut í versluninni Ninon, einni fínustu tískuverslun borgarinnar, af frök- en Ingibjörgu He'.gadóttur. Bára rak verslunina í rúmt ár ásamt frú Friðriks- son, sem oftast var kennd við Hljóðfæra- húsið, og segist fyrst hafa kynnst tísku- bransanum fyrir alvöru í þeirri verslun og því hvernig reka átti verslun. Bára og Pétur giftu sig árið 1949 og ári síðar fæddist þeim sonurinn Sigurjón. Það að verða móðir segir Bára hafa ver- ið eina stærstu stund lífs síns. Þegar Sigurjón var eins árs var Hatta- verslun ísafoldar auglýst til sölu og þau hjónin ákváðu að festa kaup á henni. Sá hængur var þó þar á, að til að reka hatta- verslun varð að hafa réttindi í hatta- saumi. Bára lét sig ekki muna um að setjast á skólabekk í Iðnskólanum og lærði þar hattasaum. Smátt og smátt seg- ist hún svo hafa farið að breiða úr sér, fór að bæta inn blússum, síðan pilsum og kjólum og loks brúðarkjólum sem síðan hafa sett svip sinn á verslun henn- ar. Fyrst keypti Bára brúðarkjólana frá Bretlandi, en Pétur stakk upp á því að þau skiptu heldur við Banda- ríkin, sem hann þekkti frá fyrri tíð. Þau héldu þangað og stofnuðu viðskipta- sambönd, sem mörg vara enn þann dag í dag, auk þess sem Bára gætir þess að fylgjast með nýjungum og skipta við þá sem máli skipta hverju sinni. Símanum í versluninni svaraði starfsfólk gjarnan með orðunum „hjá Báru“ sem varð til þess að verslunin hefur æ síðan gengið undir því nafni, þótt lögskráð nafn henn- ar sé ennþá Hattaverslun ísafoldar. Tískusýningar voru á þessum tíma nánast óþekkt fyrirbrigði. Engin sýning- arsamtök voru til í landinu en Bára fékk vinkonur sínar til að sýna föt fyrir sig á tískusýningum í Sjálfstæðishúsinu, Lídó og á Naustinu. Þá fékk hún móður sína iðulega til að taka þátt í sýningunum, enda segir Bára að þá hafi tískusýningar staðið undir nafni, fólk hafi komið til að Bára lagði land undir fót árið 1938 og sigldi til Kaupmannahafnar til dansnáms Eftir heimkomuna varð hún dansmær í þess orðs fyllstu merkingu og sýndi ballett, stepp og akrobatík. Þessi mynd var tekin fyrir fimmtíu árum, um það leyti sem Bára hafði tekið ákvörðun um að fara í dansnám til Kaupmannahafnar. Eftir margra daga hættulegt ferðalag kom hún of seint á sjúkrahúsið 68 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.