Heimsmynd - 01.11.1988, Síða 69

Heimsmynd - 01.11.1988, Síða 69
sjá fatnaðinn en ekki sýningarstúlkurnar. Þarna nýttist danskunnáttan og snyrti- fræðingsprófið Báru vel, hún gat sjálf þjálfað sýningarstúlkurnar og auk þess undirbúið þær að öllu leyti fyrir sýning- una. Leikið var undir á píanó, Tage Möller, Carl Billich og aðrir mætir menn sáu um það og húsfyllir var á sýningun- um „í þá daga gengu sýningarstúlkur ró- lega og ladylike“ segir Bára brosandi. Árið 1955 eignuðust þau yngri soninn Guðjón, en Bára hélt áfram að vinna úti fullan vinnudag eins og hún hefur gert æ síðan. Sjálf segist hún hafa óskaplega gaman af allri vinnu hvort sem það eru afgreiðslu- eða heimilisstörf. Hún segist enda alltaf hafa verið heilsuhraust og leyndardóminn við þann kraft sem hún býr yfir segir hún vera nægan svefn: „Eg hef alla ævi gætt þess að fá nægan svefn. Helst sofna ég ekki seinna en klukkan tíu til ellefu. Þá get ég vaknað eldhress klukkan sjö og komið ýmsu í verk áður en haldið er til vinnu.“ Reyndar viður- kennir hún að hún hafi hug á að minnka við sig vinnuna núna, en einhvern veginn er alltaf eins og eitthvað komi upp á þeg- ar sá draumur er að rætast. Pétur eiginmaður Báru lést snögglega fyrir fimm árum, á besta aldri, og segir Bára að þótt söknuðurinn sé enn mikill finnist henni hún hafa getað tekið sorg- inni á annan hátt. „Ég er ekki eins við- kvæm á þessum efri árum eins og þegar ég var ung,“ segir hún. „Lífið herðir fólk, kennir því að taka engu sem sjálf- sögðum hlut og sorgin er aldrei víðs fjarri. Þegar ég var barn var ég óskap- lega viðkvæm og gat grátið tímunum saman. Útrás fyrir reiði og sorg fékk ég þá í gegnum píanóið. Núna nýt ég þess að hlusta á klassiska tónlist og börnin mín og barnabörn eru mín lífshamingja í dag og eru mér allt.“ Hún segir Pétur hafa verið ynd- islegan persónuleika og góðan ferðafélaga á ferðalagi lífsins: „Hann var hafsjór af fróðleik og lífsglaður maður,“ segir Bára. „Við ferðuðumst mikið og nutum lífsins saman. Því var það hræðilegt áfall þegar ég missti hann - sár sem aldrei grær. Lífið gefur og það tekur en ég hef átt viðburðaríkt líf og er þakk- lát fyrir allt sem lífið hefur fært mér. Ég á mitt mottó sem ég hef haft að leiðar- ljósi allt lífið og vil gjarnan leyfa fleirum að kynnast því: „Andstreymið brosandi bera þú skalt, brosandi, hlæjandi þrátt fyrir allt, þó að þig mæði þúsund raunir það er þitt einkamál og varðar ei neinn.“ Þetta viðhorf hef ég haft allt frá því ég var ung, því auðvitað hafa ýmsir erfið- leikar steðjað að.“ Hún segist ekki geta hugsað sér að framhald á bls. 120 HEIMSMYND 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.