Heimsmynd - 01.11.1988, Síða 98

Heimsmynd - 01.11.1988, Síða 98
Hann vildi hafa ástkonur sínar barnshafandi, það gerði þær þungar á sér og háðari honum. Hann var líka fljótur að missa áhugann á þeim þegar fæðing var afstaðin fram geðræn vandamál Doru Maar í myndinni, því nokkrum árum síðar fékk hún taugaáfall. Síðar lýsti Picasso því fyrir rithöfundinum André Malraux, sem þá var orðinn fyrsti menningarmálaráð- herra Frakklands, hvað það var í fari Doru sem vakti áhuga hans. „Dora var alltaf hin grátandi kona í mínum huga, alltaf. Einn góðan veðurdag tókst mér svo að koma þessu á striga . . . það er allt og sumt. Pað var mikilvægt að gera það vegna þess að konu eru ekkert ann- að en vélmenni sem þjást í sífellu.“ Francoise Gilot varð arftaki Doru stuttu síðar, eða árið 1943, og bjó með listamanninum fram til ársins 1953 og ól honum tvö börn, þau Claude og Palomu. Ein allra ástkvenna hans sleit hún sam- bandi þeirra áður en honum þóknaðist. Af öllum konum í lífi Picassos var hún jafnframt sú eina sem setti ofan í við hann. Frá upphafi var hún staðráðin í að lúta ekki vilja hans í einu og öllu, jafnvel þótt það kæmi niður á ást þeirra. Pótt hún væri ung að árum vissi Francoise mætavel hvers konar persónuleika hún átti í höggi við. Stuttu eftir kynni þeirra kom Picasso heim til hennar í reiðikasti, greip um handlegginn á henni og hélt logandi sígarettu að vanga hennar. Jacqueline Roque var afgreiðslustúlka áður en hún giftist Picasso. Með henni eyddi hann síðustu árum ævi sinnar og fær hún slæma dóma í bók Stassinopoulos sem mörgum finnst ekki sanngjarnt. Síðustu ár Picassos var Jacqueline ritari hans, umboðsmaður, hjúkrunarkona og fyrirsæta. Francoise minnist þess að Pic- asso leiddi hana eitt sinn á fund Doru. Minnisstæðastar urðu henni ásakanir Doru í garð Picassos. „Þú hefur aldrei elskað neinn nema sjálfan þig. Pú kannt ekki að elska.“ Francoise hélt að hún gæti kennt Picasso hvað það er að elska og virða aðra manneskju, en þrátt fyrir innri styrk fannst henni oft á tíðum erfitt að breyta Picasso. Sameiginlegur vinur þeirra lýsir þessu svo: „Eg sá alltaf hversu erfitt það hlaut að vera fyrir konu að búa með slíkum manni. Látum vera að hann var dálítill sadisti og vísvitandi hrottalegur, en jafnvel að því undan- skildu hlaut að vera erfitt að búa með honum því allt snerist í kringum hann. Hann hafði sína hentisemi og ætlaðist til þess að allir höguðu lífi sínu í kringum starfsvenjur, skapsveiflur og líferni hans.“ Pegar samskipti Picassos og Francoise tóku að versna, hikaði hún ekki við að yfirgefa hann sem fyrst. Eiginkona franska ljóðskáldsins Paul Eluard lýsir þessu þannig: „Francoise vildi að hann liti ekki aðeins á hana sem ástkonu og skírlífisgyðju til skiptis, heldur æskti hún þess að samband þeirra væri annað og meira, þannig að raunveruleg ást gæti þrifist. Ég held að hann hafi aldrei verið þess megnugur að elska konur nema á frumstæðan hátt, eins og mesta karlremba sem hugsast getur.“ Picasso hafði gífurlega sterkan pers- ónuleika, annars hefði hann ekki getað málað jafn vel og raun ber vitni. Dökku hliðarnar á persónu hans voru þörf hans fyrir að ráða yfir öðrum og sanna ágæti sitt í sífellu. Það leikur enginn vafi á því að Stassinopolous hefur margt til síns máls. Vinir og vandamenn listamannsins bera hegðun hans vitni en Stassinopol- ous hefur réttilega verið gagnrýnd fyrir að sniðganga kosti Picassos. John Richardsson, sem var vinur Picassos í ein fimmtán ár, segir að Stassinopolous hafi misst sjónar á einum mikilvægasta eig- inleika Picassos, skopskyni hans. Hann dregur upp mynd af manni sem var skemmtilega duttlungafullur, sagði brandara og fannst hann innst inni vera trúður. Maya, dóttir Picassos og Maríu- Thérese, man hvernig hann lék listir sín- ar fyrir hana þegar hún var barn til að fá hana til að borða. Picasso fann upp leiki börnum sínum til skemmtunar og sýndi þeim töfra- brögð. Hann átti ekki síður auðvelt með að hrífa fullorðna. Picasso gerði það sem honum datt í hug, hann málaði til dæmis á pappírsdúk við matarborðið, rauðvín og sinnep voru litirnir og fingur hans komu í stað bursta. Richardsson, sem hefur unnið að ævi- sögu Picassos undanfarin átta ár, segist svo frá: „Meinið við Picasso sem efnivið í ævisögu, er það að hvað sem sagt er um hann er eins víst að eitthvað þveröfugt sé jafnsatt." Listfræðingurinn James Lord, sem einnig taldist til vinahóps Picassos, hefur bent á andstæðurnar í skapferli hans. „Ég segi ekki að hann hafi verið illgjarn snillingur, en hann gerði sínum nánustu svo sannarlega mein. Á sama tíma gat hann verið bráðskemmtilegur. Hann gat líka verið reglulega indæll, ljúfur og blíður. Þegar honum þóknað- ist.“ Sambandið milli Picassos og barna hans var afar flókið. Honum líkaði vel að barna ástkonur sínar þar sem það gerði þær háðari honum. Francoise rifjar upp: „Hann vildi hafa ástkonur sínar barnshafandi þar sem það gerði þær þungar á sér, hindraði þær í að vera á einhverju flandri og þær urðu háðari honum.“ En hann var fljótur að missa áhugann á þeim þegar fæðingin var af- staðin. Picasso stærði sig eitt sinn af þessu við vin sinn: „Þegar ég barna konu er ég jafnframt að taka völdin og losa mig við allar tilfinningar gagnvart henni. Þú trúir ekki hvað ég hef mikla þörf fyrir að vera óháður.“ Sambönd hans við Olgu, Marie-Thérese og Francoise áttu það öll sameiginlegt að hafa versnað verulega eftir að þær höfðu fætt honum börn. Hvað börnin snerti hlutu þau afar ólíkt uppeldi. Paulo, sonur Picassos af fyrsta hjónabandi, var alla tíð mjög vel klæddur og fékk dýrustu leikföng sem framhald á bls. 120
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.