Heimsmynd - 01.11.1988, Page 102

Heimsmynd - 01.11.1988, Page 102
Að þessu sinni voru það bjartir litir Van Goghs, Matisses og kúbistanna sem hrifu hönnuði, svo sem Saint- Laurent, Lacroix og Bill Blass. Hjá Ungaro og Chanel minntu rósóttu fötin, í daufum bleikum og bláum tónum, óneitanlega á franska mál- aralist átjándu aldar þar sem þessa sömu liti er að finna. ítalski hönnuð- urinn Franco Moschino sótti hug- myndir sínar í allt aðra tegund listar - popplist sjöunda áratugarins. „Ég álít mig ekki vera tískuhönnuð,'1 segir hann. „Ég ætlaði alltaf að verða mál- ari en síðan uppgötvaði ég að ég gæti tjáð listamannshæfileika mína betur með því að sníða og hagræða efni. “ Það er ekki óviðeigandi að tísku- húsin skuli leggja svo ríka áherslu á meistaraverk málaralistar einmitt nú þegar þessi verk eru svo mikið í fréttum. í fyrra var hið fræga málverk Van Goghs af sverðliljum selt á upp- boði fyrir tæpar fimmtíu og fjórar milljónir dollara og „Sólblómin eftir sama listamann á þrjátíu og níu milljónir dollara. (Pallíettujakkarnir sem Yves Saint-Laurent lét gera eftir þessum myndum eru heldur ekki gefins, þeir eru seldir á um tvær milljónir íslenskra króna stykkið!) Skömmu síðar lést popplistamaður- inn Andy Warhol og eigur hans voru seldar á uppboði hjá Sotheby’s og vakti það mikla athygli. Þar að auki hafa stórfenglegar listsýningar í París, Washington og New York leitt verk Matisses svo og átjándu aldar málarans Fragonards fyrir augu al- mennings og aukið vinsældir málara- listar yfirleitt. Fatatískan í vor vísaði til fagurlista á ýmsan hátt. Það heyrði þó til und- antekninga að nákvæmar eftirlíkingar væru gerðar eftir einstaka listaverk- um. Þess í stað voru sameiginleg tákn úr verkum Braques og Picas- sos, svo sem gítar, nótur og dúfur, notuð hér og þar á samkvæmis- klæðnað sem Yves Saint-Laurent hannaði. Christian Lacroix notaði lit- rík mynstruð efni sem líktust grófum pensildráttum hins unga Matisses. Engan skyldi undra að Lacroix skuli skírskota til fagurlista í svo rík- um mæli, því hann nam listasögu áð- 102 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.