Heimsmynd - 01.11.1988, Page 123

Heimsmynd - 01.11.1988, Page 123
Foreldrar Tinnu skildu þegar hún var sautján ára gömul en sjálf hefur hún tröllatrú á hjónabandinu. „Þegar við vorum tvö ein í London um daginn," segir hún hugsi, „fékk ég enn og aftur staðfestingu á því að við eigum vel sam- an. Þetta er það sem hjón þurfa að gera. Þau þurfa að taka sér tíma og sinna hvort öðru af og til. Hjónabandið er krefjandi. í tilfelli foreldra minna held ég þó að það hafi verið gott að þau skildu. Það hentar þeim vel að vera sitt í hvoru lagi. Þótt maður viti ekki hvernig þeim líður innst inni. Við Egill höfum nú verið saman í fjórtán ár og auðvitað hafa það verið misgóð tímabil. En við berum sterkar taugar til hvors annars og líður vel nálægt hvort öðru. Ég held að á því fleiri sviðum sem hjón vinna saman því betur gangi sartibandið. Við höfum svo margt að ræða þegar við erum að vinna saman í stað þess að hittast aðeins ör- þreytt að afloknum ströngum vinnudegi og hafa fátt um að ræða.“ Hlæjandi segir hún að fyrir fólk í sviðsljósinu geti kjaftasögurnar orðið þreytandi. „Meira að segja vinkonur, eða réttara sagt kunningjakonur, voru að reyna að veiða mig í síma hvort eitt- hvað væri til í því að við Egill værum að skilja, þegar sú kjaftasagan gekk. Ég hef líka fundið fyrir því á skemmtistöðum hvernig fólk ryðst upp að manni og segir eitthvað leiðinlegt. Fari ég að ræða við þetta fólk breytist oft framkoman. Og við svörum alltaf símanum þó svo að það séu upphringingar um miðjar nætur frá drukknu fólki úti í bæ.“ „Leikarar eru bara venjulegt fólk,“ segir hún. „Hefur fólk ekki einhverja glansmynd af lífi leikara?" spyr hún enn og svarar sjálf, „mér finnst eins og fólk haldi að leikarar hafi það svo gott. Þeir geti bara labbað niður í leikhús, farðað sig og romsað út úr sér rullunni. En þetta er gífurleg vinna. Ég man hvað það sló mig fyrst þegar ég byrjaði í Þjóðleik- húsinu hvað þetta fólk helgar sig starfinp og gefur sig í það af lífi og sál. Oft fyrir litla umbun. En kannski er spennan fólg- in í því að ná tökum á augnablikinu, að HFIMSMYND 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.