Heimsmynd - 01.03.1991, Page 51
vorum mjög ástfangin og leið vel árum saman. En það getur
verið mjög erfitt að vera sjómannskona, sérstaklega þegar það
er mikil drykkja í spilinu.“
Todmobile hefur skotist upp á stjörnuhimin íslenskrar
popptónlistar á ótrúlega skömmum tíma. Verið er að leggja
síðustu hönd á enska texta við lögin á síðari plötu þeirra en
slíkir textar eru þegar til við þá fyrri. Andrea segir þau
óhrædd við að reyna fyrir sér á erlendri grundu. Þau
séu miklu heldur spennt en hrædd. Hún bend-
ir á að það sé aðeins brot af íslenskum
popphljómsveitum sem geti lifað af
því að spila fyrir þennan litla mark-
að. Tónleikar hjá Todmobile eru
hins vegar mikið fyrirtæki og því
dýrir. Að minnsta kosti þrettán
manns þarf til að setja upp hverja
tónleika. Það gefur því auga leið
að hljómsveitin
fer ekki í nema
tiltölulega stuttar
tónleikaferðir og
aðeins þangað sem
nokkurt þéttbýli er.
„Okkur finnst við
þurfa stærri markað og
við viljum stærri markað.
Við teljum að það sé ekki
grundvöllur fyrir því að halda hljómsveit eins og
Todmobile á floti hér næstu árin. Tónlist okkar er
ekki eitthvert séríslenskt þjóðlagarokk og því teljum við
okkur eiga erindi út fyrir landsteinana.“ Steinar Berg hefur
unnið að því að koma hljómsveitinni á framfæri erlendis og
hefur hvarvetna fengið mjög góðar undirtektir. Eitthvað hefur
það þó vafist fyrir sumum til hvaða stefnu mætti flokka tónlist
þeirra. „Það sem fólk heyrir á þessum tveim plötum er okkar
stíll. Við erum hiklaust ánægð með það sem við höfum verið
að gera. Ég get hins vegar ómögulega sagt fyrir um hvernig
tónlist okkar á eftir að þróast í framtíðinni, annaðhvort fram á
við eða að við förum að leita í eitthvað gamalt.“
Að sögn Andreu gengur samstarfið ágætlega. Þau reyna að
hafa alla ákvarðanatöku sem lýðræðislegasta og skipta því
sem þarf að gera nokkuð jafnt á milli sín. „Það verða vitan-
lega alltaf einhverjir hagsmunaárekstrar. Við erum þrír mis-
munandi einstaklingar, hver með sínar skoðanir, sem erum að
reyna að vinna saman. Við erum alls ekki alltaf sammála.
Stundum hitnar allhressilega í kolunum og menn verða reiðir
en við erum sem betur fer það góðir vinir að það endar alltaf
vel. Einhver verður að lúffa en það er sem betur fer ekki allt-
af sá sami. Mér finnst það náttúrlega alltaf vera ég sem lúffa,“
segir Andrea og hlær. „En það er ekki þar með sagt að þeir
Eyþór og Þorvaldur séu sammála mér þar.“
Rautt bárujárnshús við Grettisgötu var heimili Andreu
fyrsta árið en hún er fædd í Reykjavík 1962. Hún flutti síðan
ásamt foreldrum sínum, Jóhönnu Sigríði Guðmundsdóttur og
Gylfa Svavarssyni, til Akureyrar. Á Akureyri bjuggu þau
næstu fimm árin en fluttu þaðan til Akraness. Stöðugt bættist í
barnahópinn og þegar Andrea varð 12 ára voru systkinin orð-
in sjö. Andrea efast ekki um að það hefur haft mótandi áhrif á
hana að vera elst sjö systkina. „Maður hafði mikinn félags-
skap af svona stórum systkinahóp. Það var oft mikið fjör en
líka hörkuslagsmál og rifrildi sem gátu orðið að tímabundnu
hatri þegar verst lét.“ í stórum systkinahópi verður baráttan
um athygli óneitanlega mikil. Tíu ára var Andrea farin að
spila undir á orgel í sunnudagaskóla. I dag segist hún ekki
skilja hvernig hún fór að þessu því hún hafi aldrei lært nema
hálfan vetur á píanó, samhliða fiðlunámi. Andrea neitar því
þó alfarið að það hafi verið einhver sviðsbaktería sem dreif
hana til þessa, heldur segir hún að þetta hafi mest þróast
vegna þeirrar miklu ánægju sem hún hafði af tónlistinni.
framhald á bls. 85
„Á endanum var ég orðin svo reið
að ég hvæsti á konuna og sagði
henni að þegja.
HEIMSMYND 51
HEIMSM1-