Heimsmynd - 01.03.1991, Page 81

Heimsmynd - 01.03.1991, Page 81
* stóru og mjúku efrivör, Andie Macdowell verður myndarlega, heill- ynda stúlkan um hríð, Meg Ryan leikur villtu stelpurnar sem Melanie Griffith lagði grunninn að í Eitthvað villt\ Melan- ie Griffith fær hins vegar tækifæri til að leika ólík hlutverk. Laura San Giacomo sérhæfir sig í druslulegu, óseðjandi villi- köttunum, Ellen Barkin stelur öllum kynæsandi dræsunum frá Theresu Rus- sell, Madonna hættir að herma eftir Marilyn Monroe vegna þess að hún gerir sér grein fyrir að MM var betri leikkona en M. Sigourney Weaver leikur löngu kynlausu konurnar, Jamie Lee Curtis mjóu skemmtilegu konurnar, Kathleen Turner leikur freku, þungu og óánægðu, fyrrverandi kynbomburnar, Isabella Rosselini heldur áfram að reyna að leika, en nær aldrei fullkominni afslöpp- un (nema á ljósmyndum sem auglýsa snyrtivörur). Kim Basinger þreytist á kynbombuhlutverkunum en sleppur aldrei undan útlitinu (að minnsta kosti ekki í 91/2 ár) og Laura Dern, reynir eins lengi og hún kemst upp með það, að halda áfram á brautum kynþokkans sem hún byrjaði að feta sig eftir í Trylltri ást; óvenjulegt úthald hennar í þessari týpu byggist á lögmálinu sem segir að maður- inn fái aldrei leið á að fást við það sem hann ekki nær fullum tökum á. Kvik- myndavélarnar halda áfram að elska andlitið á Michelle Pfeiffer, sérstaklega þegar hún leikur nútímakonur, en sú sem mestar vonir má binda við þegar steypa á saman í eitt sígildri kvenlegri fegurð og góðum leik er Amanda Pays vegna þess að hún býr yfir karakterstyrk sem fáar leikkonur hafa í dag.D Signý. . . framhald af bls. 89 Við einfaldlega uxum frá hvort öðru. Vinkonur mínar, aðallega þær sem eru ógiftar eða fráskildar, hvöttu mig til að skilja en það er ekki auðvelt mál fyrir yf- irlýsta kaþólikka. Mér fannst það skylda mín að halda saman hjónabandinu til að vernda aðstöðu barnanna minna. Auð- vitað er hjónabandið fyrst og fremst til- komið til að vernda rétt konu og barna en oft er það þó samúðin með makanum sem heldur því líka gangandi. Jafnvel innan kaþólsku kirkjunnar ríkir ágrein- ingur í afstöðunni til hjónabands og skilnaðar. Guðfræðingar eru stöðugt að rökræða þessi mál suður í Róm. Þegar ég loksins skildi fannst mér þungu fargi af mér létt. Síðustu árin fórum við hvort í sína áttina en ekkert utanaðkomandi þrýsti sérstaklega á okkur að taka þessa ákvörðun." ar til Signý varð ástfangin. „Ég hafði þekkt hann í nokkrar vikur og einn daginn hringdi ég í bróður minn, sem er lögmaður, og spurði hann hvað maður þyrfti að gera til að sækja um skilnað. Hann sagði að maður þyrfti sáttayfirlýs- ingu frá presti, skiptingu á forræði barn- anna og skiptingu á eignum og skuldum. Skömmu síðar gekk eiginmaður minn inn í stofuna og ég bar upp erindið við hann. Honum var hvergi brugðið og eftir að við höfðum talað við prest, en það var sá þáttur sem ég kveið mest fyrir, gekk allt eins og í sögu. Börnin sýndu fá- dæma skilning. Yngsta dóttir okkar, sem er þrettán ára, sagði við mig: Mamma, ykkur Melkorku hefur alltaf langað að búa í Vesturbænum og mig langar að fara í skóla þar, getum við ekki flutt þangað? Miðbarnið, fimmtán ára sonur okkar, vildi ljúka skólanum í Kópavogi og ákvað að búa hjá pabba sínum. Þann- ig má segja að krakkarnir hafi leyst þessi mál fyrir okkur og allir unað glaðir við. Skiptingin á eignum og skuldum gekk einnig hnökralaust. Við gengum um íbúðina og sögðum: þú færð þetta og ég LANCÖME FORTE-VITAL SERUM Geldropar meö þrefalda virkni. Gera húöina stinnari, veita raka og byggja upp húövefina. LANCÖME PARIS

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.