Heimsmynd - 01.03.1991, Page 84

Heimsmynd - 01.03.1991, Page 84
hans af plötunni er sígilt og yfir því hvflir blær goðsögunnar. Lög Bubba voru beinskeytt blúsrokk sem skar sig frá snyrtilegri iðnaðarframleiðsiu annarra dægurlagasmiða um þær mundir enda kom Bubbi eins og sprengja inn í ís- lenska dægurlagatónlist, nýr og ferskur, kraftmikill og hrár, skítugur og illskeytt- ur. Múgæði myndaðist í kringum hann og stelpurnar féllu nánast í yfirlið við að sjá þessa tattóveruðu kynímynd. Hann var heldur ekki að fela líkama sinn, söng gjarnan ber eða hálfber að ofan og níð- þröngar buxurnar drógu fram kyntákn hans. Krakkar út um allan bæ tóku til við að koma á fót afar frumlegum pönk- og rokkhljómsveitum í anda Bubba. BREYTT LÍFERNI Og Bubbi fór hamförum, bæði í tónlist sinni og einkalífi. Eftir því sem velgengni hans varð meiri á ytra borði og sigrarnir glæstari því neðar dróst hann í eiturlyfj- aneyslu og sukki. Utangarðsmenn sprungu í loft upp eftir hálft annað ár enda áttu félagar Bubba erfitt með að þola stjörnuhlutverk hans. Þá tók við hljómsveitin Egó og Bubbi var áfram ós- koraður rokkkóngur íslands. Hann gerði árið 1983 plötuna Fingraför og nú var Megas kominn til liðs við hann og saman sungu þeir Fatlafól við miklar vinsældir. Árið 1984 leystist Egóið upp og Bubbi smalaði saman í nýja hljómsveit sem hann kallaði Das kapital. En nú var hann að þrotum kominn. Vinir hans fengu hann til þess að fara í meðferð og það gerði hann með sama krafti og ann- að sem hann tekur sér fyrir hendur. Síð- an hefur hann verið ímynd hreysti og heilbrigði, stundar líkamsrækt af miklum krafti, er verðlaunahafi í olympískum lyftingum, og þeytist um fjöll og firnindi. Bubbi sneri sér nú í auknum mæli að kassagítar og sólósöng og sköpunarkraft- ur hans, sem áður var kominn í öngst- ræti, blossaði upp á nýjan leik. Bubbi gerði sér ljóst að hann skorti undirstöðu í bragfræði og hefur síðan unnið hörðum höndum að því að bæta texta sína. Reyndar upphófst fræg ritdeila í Þjóð- viljanum árið 1980 þar sem lærðir bók- menntafræðingar deildu um gildi texta- smíði Bubba Morthens, eins og hún var þá, og hitnaði þar mörgum í hamsi, Bubba sjálfum og félögum hans til mik- illar skemmtunar. Bubbi Morthens hefur gefið út hverja plötuna á eftir annarri og eru þær orðnar um 30 talsins. Sumar þeirra hafa selst í ævintýralegu upplagi á íslenskan mæli- kvarða og síðast nú fyrir jólin átti hann metsöluplötuna Sögur af landi. Svo miklum vinsældum á þessi fyrrverandi utangarðsmaður í íslensku þjóðfélagi að fagna nú um 10 árum eftir að hann kom fyrst fram að ævisaga hans varð metsölu- bók fyrir jólin og hann hafnaði jafnframt í þriðja sæti í kosningu um mann ársins sem efnt var til á Rás 2 í útvarpinu, næst á eftir þeim Steingrími Hermannssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni. Kona Bubba Morthens er Brynja Gunnarsdóttir. EMANÚEL OG HÚBERT Og er þá komið að því að segja frá bræðrum Hauks Morthens og föður- bræðrum Bubba sem enn er ógetið. Emanúel Morthens (f. 1921) heitir sá næstelsti. Hann var bílstjóri framan af en stofnaði síðan hjólbarðaverkstæðið Barðann, sem varð stórfyrirtæki, og stjórnaði því. Hann hefur nú selt fyrir- tækið. Jafnframt kaupsýslu varð Eman- úel virkur Alþýðuflokksmaður eins og reyndar Haukur, bróðir hans, og komst til nokkurra áhrifa þar, var meðal annars gjaldkeri flokksins um nokkurra ára skeið. Kona hans er Þorbjörg Morthens og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru Þórey Morthens (f. 1947), gift Jónasi Þór Steinarssyni, framkvæmdastjóra Bíl- greinasambandsins, Ólafur Edward Morthens (f. 1950) framkvæmdastjóri heildverslunarinnar Gásar, giftur Unni Hauksdóttur, Hörður Thor Morthens (1954-1985) verslunarmaður, fórst í bíl- slysi, og Björn Ragnar Morthens (f. 1956) verslunarmaður í Reykjavík. Húbert Rósmann Morthens (f.1926) er yngstur þeirra Morthenssystkina sem upp komust. Hann var áður sjómaður en hefur nú um margra ára skeið verið véla- maður hjá Sundlaugum Reykjavíkur. Fyrri kona Húberts var Ásbjörg Har- aldsdóttir en hún dó ung frá þremur börnum þeirra. Þau eru Valgerður Mort- hens (f. 1954) kennari í Hveragerði, gift Stefáni Halldórssyni kennara, Hinrik Morthens (f. 1955) verslunarmaður í Reykjavík, kvæntur Elínu Vigfúsdóttur, starfsmanni Flugleiða og Bergþór Mort- hens (f. 1959) sjónvarpsstarfsmaður og tónlistarmaður, í sambúð með Helgu Guðlaugu Einarsdóttur kennara. Berg- þór var tekinn í fóstur til Kristins og Grethe Morthens og var því alinn upp sem bróðir Bubba og þeirra bræðra. Hann var í hljómsveitinni Egó með Bubba. Seinni kona Húberts Morthens er Auður H. Welding og eiga þau tvö börn sem bera nöfn ömmu sinnar og afa: Rósa Morthens (f. 1967) bankamaður, gift Þresti Jónssyni iðnnema, og Edward Morthens (f. 1975).□ Hvernig á. . . framhald af bls. 30 una á öllum framleiðslustigum og það skapar sjálfkrafa hert eftirlit og gerir að verkum að skatturinn skilar sér betur en söluskatturinn gerði. Mörður segir líka að hertar innheimtuaðgerðir fjármála- ráðuneytisins hafi gert það að verkum að menn séu hættir að líta á skattinn sem einhverja afgangsstærð sem unnt sé að láta sitja á hakanum. Nú líti menn á skatt fyrirtækis rétt eins og hverja aðra skuld sem verði að greiða, ef komast eigi hjá vandræðum eða lokun. AÐ AUÐGAST Á SKATTSVIKUM Pétur er iðnaðarmaður um þrítugt. Við látum vera að segja frá því hvaða iðngrein hann stundar, enda skiptir það ekki öllu máli. Hann vinnur á eigin veg- um og stundar meðal annars viðgerðir í sínu fagi. Hann er samviskusamur og ná- kvæmur, vinnur fljótt og vel og fyrir bragðið er mikið leitað til hans af fólki sem þarf á skjótri og góðri þjónustu að halda. Pétur er þokkalega reglusamur, þó ekki svo að skilja að hann leyfi sér ekki að njóta gæða lífsins eins og flest annað fólk. Eiginlega er hann ósköp venjulegur að flestu leyti og til dæmis ekki sérstaklega sparsamur á neitt nema eitt - eyðublöðin í kvittanaheftinu. Pétur tók nefnilega þá ákvörðun þegar hann lauk sveinsprófi og fór að vinna fyrir 10 árum að skattpeningarnir væru betur komnir hjá honum sjálfum en í ríkiskass- anum, þannig að hann gefur helst aldrei kvittun fyrir þeim launum sem hann fær fyrir vinnu sína. Heildartekjur Péturs hafa verið um fjórar milljónir á ári en þar af hefur hann þurft að borga eina milljón fyrir efni sem hann notar við vinnu sína. Tekjur hans eru því um þrjár milljónir á ári. Pétur hefur alltaf tamið sér að leggja jafnharð- an í banka þá peninga sem ættu að fara í skatt. Hann skilar skattaframtali á hverju ári og tilgreinir þar um 100 þús- und á mánuði eða um 1.200 þúsund á ári. Af þessum tekjum greiðir hann skatt. Skattareglur hafa vissulega breyst á síðustu árum en til að gera málið ekki of flókið, skulum við bara miða við núver- andi kerfi. Samkvæmt því eru fyrstu 600 þúsundin eða þar um bil, skattfrjáls en Pétur þarf að borga um 40 prósent af því sem umfram er í skatt. Árstekjur hans eru eins og við sögðum um þrjár millj- ónir þannig að hann ætti að borga 40 prósent af 2 milljónum og 400 þúsundum eða um 960 þúsund. Hann telur hins vegar bara fram 1.200 þúsund og borgar því ekki skatt nema af 600 þúsundum, sem sagt 240 þúsund krónur. Afganginn, 720 þúsund geymir hann í bankanum sín- um á há-sérkjara-gull-öryggis-ábótar- reikningi, sem gefur honum háa vexti á hverju ári. Nú á Pétur yfir 10 milljónir króna inni á þessum reikningi. Auk þessa hefur Pétur komið sér upp húsnæði eins og flest annað fólk. Hann á núna litla íbúð í Árbænum en skuldar að vísu eitthvað í henni. Hann á líka nýleg- an bíl og keypti sér í fyrra ásamt tveimur kunningjum sínum eyðijörð vestur á Snæfellsnesi. Þar er ágætis íbúðarhús sem nýtist vel sem sumarbústaður og 84 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.