Heimsmynd - 01.02.1992, Qupperneq 8

Heimsmynd - 01.02.1992, Qupperneq 8
FRÁ RITSTJÓRA Hróp að kerfinu austið 1987 birtust greinar í HEIMS- MYND um spár hagfræðingsins Ravi Batra og umfjöllun um bók hans The Great Depression of the 1990’s. Umfjöllun þessi kom í miðju góðærinu á íslandi. Raunveruleg kreppa virtist fjarlægur möguleiki en engu að síður hrundi hlutabréfamarkaðurinn á Wall Street þetta sama haust. Smátt og smátt var einnig farið að fletta ofan af fjármálasvindli ýmissa spekúlanta sem staðið höfðu í fremstu víglínu. Og metsöluhöfundurinn Ravi Batra skrifaði nýja bók sem út kom 1988 um hvernig fólk ætti að lifa kreppuna af. Nú svigna hillur bókaverslana á Manhattan, nafla alheimsins, undan bókum um sjálfshjálp á tímum efnahagsþrenginga. Virtir höfundar skrifa lærðar greinar um mikilvægi þess að treysta á sjálfan sig á erfiðleika- tímum. Hin og þessi fjármálaveldi hrynja eins og spilaborgir. Goðin sem hampað var á uppgangsárum níunda áratugarins hrynja nú af stalli sínum hvert á fætur öðru og reynast óábyrg- ir svindlarar, ótíndir glæpamenn sem byggðu veldi sitt á svika- vef. Það er eins og Robespierre hafi tekið sér bólfestu í fjöl- miðlum. Nú skulu hin krýndu höfuð fjúka. Nýr veruleiki blas- ir við. Sá munaður sem hafinn var til skýjanna á síðasta ára- tug, sem nú er kenndur við græðgi, er allt í einu orðinn af hinu illa. Talað er um hrun Wall Street-eiginkvennanna í bandarískum fréttatímaritum. Tíundaður er sá lífstíll sem þær stóðu fyrir og líktist helst munaði á borð við þann sem tíðkað- ist í Rómaveldi til forna. f Bretlandi beinist reiðin gegn kon- ungsfjölskyldunni. f nýlegri útgáfu The Sunday Times má finna einar fimm greinar þar sem gagnrýninni er með einum eða öðrum hætti beint að Windsorættinni. Greinarhöfundur- inn Robert Harris segir að á krepputímum beinist gagnrýni al- mennings að ótrúlegum auði konungsfjölskyldunnar. Umfang þessa auðs er ríkisleyndarmál. Á hinn bóginn hefur drottning- in getað margfaldað tekjur sínar þar sem hún er undanþegin skatti - en sú undanþága var tekin upp á þessari öld. Fyrir er Bretadrottning ríkasta kona heims. Harris segir að óhófið í lífsstíl bresku konungsfjölskyldunnar kalli á fordæmingu og það sé fáránlegt að líta á hana sem fyrirmynd. Harris segir að konungsfjölskyldan geti ekki boðið þegnum sínum að gera eitt meðan hún gefur allt annað fordæmi sjálf. í Bandaríkjunum forðast talsmenn forsetans að tala um kreppu. Blaðafulltrúi Bush talaði nýverið um nokkurs konar samdráttarskeið en fólkið veit betur. Eins og einn greinarhöf- undur orðar það: „Um leið og General Motors fer hverfur bandarísk bjartsýni.“ Skráð atvinnuleysi er um sjö prósent en margir telja að raunverulega sé talan um 13 prósent. Heimilis- lausum fjölgar á götum sem og betlurum. Þrátt fyrir björgunaráætlun Bush og tillögur um hvernig bæta eigi hag fyrirtækja er hann orðinn helsti skotspónn grínista. Dregnar eru upp myndir af honum á kosningaferðalagi þar sem hann tekur í höndina á manni. Sá er búinn að vera atvinnulaus í átján mánuði. Fyrr en varir brýst reiði mannsins út þó hann hafi ætlað sér að vera kurteis. Hann öskrar. Og óp þessa manns bergmálar víða. Örvæntingin brýst með- al annars fram í ótta foreldra við að senda börn sín í skóla þar sem byssueign unglinga hefur færst í vöxt með þeim afleiðingum að þeir leysa ágreining sinn í æ ríkari mæli með því að skjóta hver annan. Skotbardagar milli unglingagengja eru orðin algeng fyrirbæri. Bandaríski seðlabankinn varar við því að ríkisstjórnin eða þingið grípi til örþrifaráða til að bregðast við efnahagsöng- þveitinu en bíði í stað þess eftir áhrifum vaxtalækkana. Verði fjárlagahalli Bandaríkjanna aukinn kann það að hafa ófyrir- séðar afleiðingar. Við höfum nýlega orðið vitni að stórkost- legri valdaröskun á alþjóðavettvangi. Sovétríkin hrundu eins og spilaborg. Engan óraði fyrir þessari skjótu þróun þó svo þau hafi verið álitin herveldi á brauðfótum um nokkurt skeið. Nú er Borís Jeltsín að gera tilraun með frjálsa verðlagningu á matvælum til að blása lífi í staðnað dreifingarkerfi og fá mat- vöru í verslanir. En hungraður almenningur hefur litla bið- lund og skrifræðisbáknið er jafn stíflað og fyrr. Á umbrotatímum sem þessum hrynja gömul kerfi og gildin með þeim. Öfgastefnur til vinstri sem hægri byggja á vissri nauðhyggju þar sem gengið er út frá ósveigjanlegum járnlög- málum. Auðvitað erum við bundin af fortíðinni en frelsið er samt fólgið í þeim valkostum sem felast í framtíðinni. Þeir eru ekki ótakmarkaðir né eru þeir sem leir í höndum hinna vilja- sterku. Líf í nútímasamfélögum er barátta um ólíka valkosti, ólík gildi. Þörfin á ábyrgri forystu hefur aldrei verið meiri, fólki sem þorir að taka málefnalega afstöðu og synda gegn straumnum sé þess þörf, fólki sem er ekki bundið á klafa gam- alla kerfa, gilda eða flokka, fólki sem er laust við tilfinninga- legar öfgar og lýðskrum. FRAMLAG Margrét Sölvadóttir rithöf- undur tók viðtal við Óskars- verðlaunahafann Michael Bla- ke í Chicago sem birtist hér í blaðinu. Michael Blake skrif- aði bókina Dansar við úlfa og síðar samnefnt kvikmynda- handrit, sem hann fékk Óskar- sverðlaun fyrir. Hann þekkir líf og siði Indíána mjög vel og hef- ur leitað ásjár þeirra í baráttu sinni við krabbamein, eins og hann lýsir í þessu viðtali. 8 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.