Heimsmynd - 01.02.1992, Síða 12
HEIMSMYND
UPPLJ ÓSTRANIR
ÁFENGISAUGLÝSINGAR í ÍSLENSKUM VERSLUNUM... KÓRANINN ÞÝDDUR...
FJÖLBREYTT
ÞJÓNUSTA
ICELAND
G R E E N L A N D
'íýf/re/fsM.
THE BEST GIN ^ND TONIC IN THE WORLD.
ísland og Grænland eru bakgrunnurinn þar sem Gordons-gin er auglýst í
bókaverslun.D
TVÍSKINNUNGUR
Samkvæmt áfengislöggjöf-
inni er bannað að auglýsa
vín, brennda drykki og
áfengan bjór í tímaritum,
blöðum og öðrum fjölmiðl-
um. Á sama tíma hvetur
Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins fjölmiðla til að fjalla
um vín og áfenga drykki.
HEIMSMYND fékk nýlega
bréf frá ÁTVR þar sem
blaðamanni var boðið að
mæta reglulega í vínsmökk-
un. Þarna er opinber stofnun
að falast eftir ókeypis auglýs-
ingu í formi umfjöllunar.
Forsvarsmenn ÁTVR kunna
að vera þeirrar skoðunar að
umfjöllun blaðamanns um
vín sé síður skaðleg en bein
auglýsing.
Þetta bann við áfengis-
auglýsingum er einnig fárán-
legt í ljósi þess að í hverri
einustu bókaverslun er ara-
grúi erlendra tímarita sem
berst inn á fjölda heimila. í
þessum tímaritum eru ótal
erlendu tímaritl, sem fæst í íslenskri
auglýsingar frá vín- og áfeng-
isframleiðendum. Hvers
vegna mega þessar auglýsing-
ar sjást í tímaritum í íslensk-
um verslunum - ef þær mega
ekki vera í íslenskum tímarit-
um og blöðum. Einn for-
svarsmanna ÁTVR sagði í
samtali við HEIMSMYND
að hugsanleg rök fyrir því að
áfengisauglýsingar væru
bannaðar hér kynnu að vera
þau að þá yrðu fjársterkari
vínframleiðendur ekki ofan á
í samkeppninni. Ber þá ekki
að banna allar auglýsingar?
Rökin fyrir því að banna
áfengisauglýsingar hljóta að
vera þau að áfengi sé skaðleg
vara. Hvers vegna hvetur rík-
ið þá á sama tíma fjölmiðla
til að fjalla um fyrirbærið -
og af hverju stendur það í
sprúttsölunni sjálft?
Kerfið er samt við sig með
annan fótinn á kafi í forsjár-
hyggjunni - gömlu kerfis-
brýnin að hafa vit fyrir lýðn-
um - en á sama tíma teygja
þeir hina ósýnilegu hönd út á
markaðinn til að reyna að
vera í takt við vestrænan tíð-
aranda.D
Þegar Jón Baldvin Hanni-
balsson réð Jakob Magnús-
son til starfa í utanríkisþjón-
ustunni varð víða uppi fótur
og fit. Skömmu áður hafði
utanríksráðherra ráðið Þor-
björn, son Jóns Sigurðssonar
samráðherra síns, til starfa í
ráðuneytinu án þess að sú
ráðning vekti nokkurt umtal.
Þorbjörn hefur nú fengið
leyfi frá störfum í ráðuneyt-
inu til að halda til náms í
París.
Hvaða skoðun sem fólk
hefur á þessum ráðningum
ráðherrans - en honum er al-
gerlega í sjálfsvald sett hverja
hann ræður - þá þykir ýms-
um enn ein ráðningin svolítið
sérkennileg. Það er ráðning
Björgvins Guðmundssonar
flokksbróður ráðherra sem
meðal annars sat sem borgar-
fulltrúi Alþýðuflokks á árun-
um 1970 til 1982. Þá þykir
aldur hinns nýráðna í hærra
lægi borið saman við aðrar
nýráðningar í ráðuneytinu,
því Björgvin verður sextugur
á árinu. Auk Björgvins hafa
verið ráðin þau Bjarni Vest-
mann fyrrverandi fréttamað-
ur á Ríkissjónvarpinu og
Bergdís Ellertsdóttir, stjórn-
málafræðingur.D
Björgvin Guðmundsson, flokks-
bróðir utanríkisráðherra, er kominn
til starfa í Utanríkisráðuneytinu.
AF BÓKUM
Mál og menning er metnaðarfullt útgáfufélag. Nýlega gaf
það út heildarsafn leikrita Shakespeares í þýðingu Helga
Hálfdanarsonar sem og Heimskrínglu Snorra Sturlusonar
með nútímastafsetningu. Fyrir næstu jól er væntanleg á
markaðinn frábær þýðing Helga Hálfdanarsonar á Kóran-
inum og þykir mörgum tíðindum sæta.
Vaka/Helgafell er að undirbúa útgáfu nýrrar bókar um
íslenska samtíðarmenn. Ritstjóri verksins er Vilhelm G.
Kristinsson og hefur hann ásamt útgefandanum Ólafi
Ragnarssyni sent um tvö þúsund núlifandi íslendingum
bréf þar sem þeir eru beðnir að skila inn upplýsingum um
menntun og fyrri störf.
Þórunn Valdimarsdóttir rithöfundur, ljóðskáld og sagn-
fræðingur, sem meðal annars skrifaði verkið um Snorra á
Húsafelli er nú að vinna að nýrri skáldsögu sem Forlagið
mun gefa út. Sagan á að gerast um miðja næstu öld.D
12 HEIMSMYND