Heimsmynd - 01.02.1992, Síða 18

Heimsmynd - 01.02.1992, Síða 18
Merkið aftan á 501 buxunum var úr ekta leðri á sjötta áratugnum en buxur frá þeim tíma seljast á yfir 100 þúsund krónur í Japan. Hnapparn- ir voru fald- ir undir vasalokinu fram á sjö- unda áratug- inn. Litli rauði miðinn með stóru E-i fram á miðjan átt- unda áratug- inn. ALDURSGREINING LEVIS Safnarar gamalla Levisbuxna rannsaka hvert smáatriði ná- kvæmlega til að aldursgreina buxurnar. a insældir Levis-gallabuxnanna hafa ekki farið fram ' 7 f hjá mörgum. Stykkið af þeim kostar hátt í sjö þús- M J und krónur út úr búð í Reykjavík. En það eru ekki V/ Levis-buxurnar sem fást í búðum hér sem eru að- altískufyrirbærið nú heldur gallabuxur framleiddar af Levi Strauss sem nálgast að vera hálfrar aldar gamlar. Þau ykkar, sem eigið feður eða afa sem gengu í gallabuxum upp úr seinni heimsstyrjöldinni ættuð að grafast fyrir í geymslum eða uppi á háalofti. Á þessum árum og allt fram til sjöunda áratugarins voru það helst verkamenn sem gengu í svona buxum og voru þær þá kallaðar nankinsbuxur. Varla hefur verið til sá aðili svo framsýnn að geyma þær. Hvern hefði órað fyrir því að verð- gildi þeirra yrði orðið þúsundfalt árið 1992. Slík er raunin nú. Fólk virðist tilbúið til að höggva af sér hægri handlegginn, ekki fótlegginn, fyrir gamalt par af gallabuxum. I Japan seljast þær nú fyrir um 120 þúsund krónur stykkið. Japanir fluttu inn frá Bandaríkjunum á fyrstu fimm mánuðum síðasta árs yfir eitt þúsund tonn af notuðum fatnaði. Sérfræðingar á sviði tískunnar grannskoða gallabuxurnar til að staðfesta hvort þær séu ekta antík. Á fertugum Levis-galla- buxum eru ekta leðurmiðar festir aftan á strenginn. Þá voru litlir málmhnappar notaðir til að festa rassvasana en litlu hnapparnir voru að mestu leyti fjarlægðir upp úr 1930 vegna þess að hestamenn kvörtuðu undan því að þeir rispuðu hnakk- inn. Það snið sem nýtur mestra vinsælda nú af Levis-gallabuxum er númer 501. Af antík-buxunum í Japan er það snið 503, sem er vinsælast. Það var upphaflega drengjasnið en hentar hinum lágvöxnum japönsku karlmönnum betur en 501. Ýmsar verslanir í Bandaríkjunum kaupa notaðar Levis- gallabuxur á 700 krónur stykkið og selja aftur á tæpar 2000 krónur - en þá er ekki um að ræða mjög gamlar buxur. Nú vitið þið það. Notið gömlu Levis-buxurnar ykkar, því rifnari og snjáðari því betra, lágbotna leðurstígvél, flott belti og stór skyrta (helst hvít) girt ofaní er útlitið núna, fyrir blanka námsmenn og hina sem fylgjast með.D Tölvugrín Rannsý og Nonni. Ætli lífið í Hvíta húsinu - og áhrif þess á alþjóðavettvangi, hefði ekki verið svolítið öðruvísi ef Nancy Reagan hefði á sínum tíma raunverulega smellt sér í buxur bónda síns. Því hefur statt og stöðugt verið haldið fram að hún hafi stjórnað bak við tjöldin og hefði hún gert það opinberlega hefði þetta verið opinbera mynd- in af forsetahjónunum. Nancy hefði liðið mun betur í svona stórum buxum enda hefði hún getað látið meira ofan í sig en þessi salatblöð sem hún ku hafa nartað af og til í. „This lady is not a tramp“, söng Frank Sin- atra. Svona hefði hann litið út hefði hann fæðst kven- kyns, að mati tölvunnar. Francess Sinatra lítur út eins og hæglát og elskuleg kvenfélagskona í fylgd með manni sínum í samkvæmi Frímúrara. Prinsessa myndi hún ugglaust kalla sig, væri hún ekki karlkyns og gengi und- ir nafninu Prins. Prinsessa kæmist hvergi nálægt Ma- donnu í vinsældum enda hvorki ljóshærð né íturvax- in. En hver veit. Hún hefði ugglaust lagt eitthvað ann- að fyrir sig en sönginn. 18 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.