Heimsmynd - 01.02.1992, Síða 21

Heimsmynd - 01.02.1992, Síða 21
s Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkona hefði ekki fæðst í Reykjavík þann 20. febrúar 1949, hvar og hvenær hefði hún þá viljað fæðast? Helst vildi ég vera ófædd. fefc i ■ Hvers vegna? pa5 eru meiri möguleikar í framtíðinni. Hvaða tímabil í sögunni heillar þig mest? Miðaldirnar, ég hef kynnst þeim talsvert í gegnum óperuna og finnst þær ákaflega heill- andi og rómantískur tími. Hvaða persóna í sögunni hefðir þú helst kosið að vera? Ég er ágætlega sátt við sjálfa mig. Hverjum vildir þú helst líkjast í útliti? Helst vildi ég líkjast sjálfri mér. Ég er ágætlega sátt við útlit mitt, ekki vegna þess að ég viti ekki að ég gæti verið miklu fallegri, heldur vegna þess að ég veit að það gæti verið svo miklu verra. Eg er þakklát fyrir það sem ég hef. En innræti? Ég held ég svari þessu á svipaðan hátt. Ég vildi að ég væri ég sjálf en ætíð í stöðugum þroska. Petta þýðir þó ekki að ég geri mér ekki grein fyrir því að það er fólk sem stendur mér svo miklu framar að þessu leyti. Hvaða kona í sögunni hcillar þig mest? Forsetinn okkar, Vigdís Finnbogadóttir. Ég er heilluð af henni sem persónu og allri hennar framgöngu. Hvernig húsgögn viltu hafa í kringum þig? Ég held að mér sé tamast að velja þung og efnismikil húsgögn sem þó eru hlýleg. Sumum finnst það gamaldags, en ég vil hafa þau rúm og í mjúkum litum. Hvernig slappar þú af? Mér finnst afskaplega gott að vera ein með sjálfri mér þegar ég vil slappa af, þó ég sé að öðru jöfnu mjög gefin fyrir að hafa fólk í kringum mig. Pað að aka, þó ekki sé nema spottakorn út fyrir bæinn til að komast út í íslenska náttúru, finnst mér sérlega afslappandi. Hvert er besta leikrit sem þú hefur séð? Þau leikrit eftir Ibsen sem ég hef séð í uppfærslu Þjóð- leikhússins sitja mjög í mér, til dæmis Gjaldið. Mér þótti líka afskaplega gaman að leikritinu Dampskipið sem Nemendaleikhúsið sýndi í fyrra í Borgarleikhúsinu. Hver er eftirminnilegasta kvikmynd sem þú hefur séð? Þar kemur þú að tómum kofanum. Ég fer nánast aldrei núorðið í kvikmyndahús. Ætli Walt Disney-teikni- myndin Fantasía sé mér ekki einna minnisstæðust. Hvaða matur finnst þér bestur? Mér finnst allur matur svo góður. Ég er mjög gefin fyrir að reyna eitthvað nýtt en soðna ýsu með kartöflum er alltaf gott að fá Hverju sérðu mest eftir? Ég sé mest eftir því ef ég brýt gegn þeim sem mér þykir vænst um. Hvaða hlut vildir þú helst eignast? Ég held ég eigi allt sem ég þarfnast og sjálfsagt allt of mikið. Hverjir eru helstu kostir þínir? Þetta ættu aðrir að fjalla um. En veikleikar? Spurðu þá sömu. Hver er ánægjulegasta stundin í lífi þínu? Ég get ekki gert upp á milli, þær eru svo margar. Hvað er það sem helst veldur þér áhyggjum? Ætli það sé ekki neikvæðni og svartsýni sem mér finnst ótrúlega algeng. Við hvað ertu hrædd? Hræddust er ég um að ég og aðrir vinni ekki nógu vel úr þeim möguleikum og tækifærum sem okkur eru veitt. Hvað heldurðu að þú hafir verið í fyrra lífi? Ég hef aldrei hugsað út í það enda finnst mér mikilvægast að lifa þessu lífi án tillits til annars lífs. Hverjar eru rómantískustu aðstæður sem þú getur hugsað þér? Pær eru svo ótrúlega margar rómantísku aðstæðurnar sem heilla mann og flytja inn í draumaheima. Ætli ég seei samt ekki: það þegar þeir einstaklingar sem elskast fá áð eld- ast fallega saman. Ef þú ættir eina ósk, hvers myndir þú óska þér? Að líf mitt hér eftir megi verða eins auðugt og hingað til.D t HEIMSMYND 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.