Heimsmynd - 01.02.1992, Page 31

Heimsmynd - 01.02.1992, Page 31
Árið 1896 settist hann að í Mora þar sem hann hafði látið reisa sér hús. Hann settist þó aldeilis ekki í helgan stein held- ur ferðaðist jafnt og þétt um Evrópu og til Bandaríkjanna. Hann var mikill unnandi fagurra listmuna og safnaði þeim á ferðalögum sínum. Heimili hans í Mora er nú safn, Zorn Gar- den, og hýsir þessa muni ásamt verkum Zorn. Anders Zorn lést í Mora 22. ágúst árið 1920. Joaquin Sorolla y Bastida fæddist í Valencia á Spáni 17. febrúar 1863. Foreldra sína missti hann þriggja ára gamall í kólerufaraldri sem þá geysaði. Hann var settur í fóstur til móðursystur sinnar og manns hennar sem var lásasmiður. Áhugi hans á teikningu og málun vaknaði snemma og sótti hann kvöldtíma í listaskóla jafnframt því sem hann var lær- lingur á verkstæði fósturföður síns. Árið 1878 hóf hann nám fyrir alvöru í listaháskólanum. Strax að námi loknu tók hann þátt í stórri samsýningu í Madr- id. Verk hans vöktu enga eftir- tekt en Madridförin varð engu að síður mikilvæg fyrir lista- manninn. Hann heillaðist ger- samlega af verkum Velasques sem hann drakk í sig á Pradol- istasafninu. Aðdáun hans á meistaranum skín í gegn, eink- um í þeim verkum sem hann málaði fram að aldamótum. Á stórri samsýningu í Madrid árið 1884 hlaut hann sína fyrstu op- inberu viðurkenningu, silfur- medalíu fyrir málverkið Annar maí, sem er geysistórt verk málað í anda spænsku raunsæis- meistaranna á 17. öld. Ári síðar hlaut hann styrk til framhalds- náms á Ítalíu þar sem hann dvaldi bæði í Róm og Assisi næstu fimm árin. Hann gerði sér oft ferð til Parísar og varð fyrir sterkum áhrifum af þeim hræringum sem þá voru í lista- lífi borgarinnar. Til Spánar kom hann aftur 1890. Sorolla þarfnaðist fjár til að geta helgað sig listinni fullkom- lega. Hann tók þátt í ýmsum samkeppnum og gekk vel en til þess þurfti hann að senda inn verk sem féllu í kramið hjá dómendunum. Frá 1890 til 1894 er félagslegt raunsæi alls ráð- andi í myndum hans enda áhugi mikill á hetjudáðum og sögum úr samtímanum. Síðan sveigjast myndir hans meira að lýsingum úr daglegu lífi fólksins, eink- um sjómanna í Valencia. Bátar og hafið verða algengt mynd- efni. Um aldamótin byrjar hann að mála baðstrandarlífið þar sem hann tekst á við útilífsmálverkið með félagslegu raunsæi. Sorolla tók þátt í heimssýningunni í París aldamótaárið og vann þar til Grand Prix-viðurkenningar. Hann var vel þekktur meðal listamanna og gagnrýnenda í París enda hafði hann komið þar oft og haldið sýningar, bæði einn og með öðrum. Pessi heiðursviðurkenning setti hann á bekk með fremstu mál- urum þessa tíma svo sem Kröyer, Lembach, Sargent, Tadema og Klimt. Viðurkenningin í París veitti Sorolla listrænt frelsi. Nú gat hann málað eins og hann vildi sjálfur, óháð geðþótta og smekk listdómenda í opinberum samkeppnum. Litirnir og birtan verða sterkari í myndum hans, myndefnið einkum sótt til strandanna í Valencia og Alicante en einnig fara að þrengja sér inn senur frá nyrðri héruðum Spánar. í þessum málverk- um kemur fram hversu meistaralega Sorolla tekst að greina milli blæbrigða ljóssins í norðri og suðri. Sorolla gerði víðreist bæði um Evrópu og til Bandaríkjanna. Árið 1908 hélt hann sýningu í London á 278 verkum sem hann ferðaðist með þangað sjálfur. Sýningin mislukkaðist fullkom- lega og seldust aðeins 15 verk. Nokkur þeirra keypti Archer M. Huntington sem stofnaði The Hispanic Society í New York ári síðar. Við opnunina var haldin sýning á verkum Sorolla og hlaut hún einróma lof almennings og gagnrýnenda en 195 verk seldust. Meðan hann dvaldi í Bandaríkjunum vann hann margar andlitsmyndir sem þóttu snilldarvel gerðar. Hann kom aftur til Bandaríkjanna árið 1911 og þá falaðist Huntington eft- ir því við hann að hann ynni að verki sem setja ætti upp í The Hispanic Society, eins konar spænskum minnisvarða. Sorolla tók verkið að sér og vann að því sleitulítið allt til ársins 1919. Petta er gríðarstórt málverk sem nefn- ist Héruð Spánar en eins og nafnið bendir til er þar fjallað um hvert einasta hérað á Spáni. Þann 17. júní árið 1920 sat Sorolla við trönurnar í garðin- um sínum, fékk slag og lamað- ist. Hann náði sér aldrei og lést 10. ágúst árið 1923. Hvers vegna er haldin sam- sýning þessara tveggja málara? Jú, þeir áttu ýmislegt sameigin- legt, bæði sem einstaklingar og listamenn. Merkilegar tilviljanir tengja lífshlaup þeirra. Þeir eru báðir fæddir í febrúar og eiga báðir dánardægur í ágúst. Talan 3 gegnir veigamiklu hlutverki í tengslum þeirra á millum. Sor- olla fæddist þremur árum síðar en Zorn, gifti sig þremur árum síðar en hann og lést einnig þremur árum síðar. Báðir hlutu Grand Pn'x-viðurkenningu á heimssýningunni í París alda- mótaárið. Báðir hrifust ákaf- lega af mikilfenglegri listsköpun Velasques. Áhrifanna gætir í verkum þeirra beggja. Báðir leituðu fanga í samskonar myndefni: Trjálundum, lysti- görðum, fólki að baða sig, vatni og hafi. Báðir voru þeir snjallir andlitsmálarar og uppteknir af því að fanga ljósið og birtuna og koma litbrigðunum til skila í málverkinu. Hafið skipar veglegan sess í verkum beggja. Hvað Sorolla varðar skal engan undra þar sem hann er fæddur og uppalinn við Miðjarðarhafið. Zorn óx hins vegar upp í hjarta sænskrar sveitar, umlukinn skógi og vötnum. Já, Siljan var hafið hans. Síðar heillaðist hann af hafinu á ferðalögum sínum, bæði Miðjarðarhafinu og Atlantshafinu og nær meistara- legum tökum á að skila margbreytileik þess í málverkum sínum. Báðir eru þeir á stöðugum ferðalögum og dvelja oft á sömu slóðum samtímis. Allar líkur benda til þess að þeir hafi fyrst hist á heimssýningunni í París og samstundis orðið vel til vina. Upp frá því áttu þeir í bréfaskiftum, hittust víða á ferðalögum sínum auk þess sem Zorn heimsótti Sorolla til Spánar. Spánn átti sterk ítök í báðum. En þeir koma frá höfum tveim. Jafnvel leikmað- urinn skynjar það strax í verkum þeirra. Ljósið, birtan og litirnir eru miklu heitari og sterkari í myndum Sorolla. Yfir myndum Zoms hvílir tempmð ró hins norræna ljóss.D Sjómannskonur í Valencia eftir Sorolla, 1915. HEIMSMYND 31

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.