Heimsmynd - 01.02.1992, Síða 33

Heimsmynd - 01.02.1992, Síða 33
réttindi til að kenna kripalu-jóga og hefur verið með jógatíma í Mætti fjórum sinnum í viku undanfarið ár. Par kemur saman hópur fólks á öllum aldri til að stunda þessa líkamsrækt. Sum- ir eru langt komnir, aðrir eru nýliðar. „Fólkið sem kemur þarna saman er ekki að keppa um hver getur teygt mest, heldur er hver og einn að finna sín mörk. Með tímanum liðkast fólk og getur smám sam- an teygt sig lengra og lengra. Jóga er mjög góð Kkamsrækt því þótt æfing- arnar séu hægar þá fer öll starfsemi líkamans af stað. Það er líka mjög hentugt að því leyti að það þarf lítið pláss til að stunda jóga, dá- lítill gólfflötur nægir.“ Mikil áhersla hefur verið lögð á að hver og einn finni sér líkamsrækt sem hentar og helst eitthvað sem hægt er að stunda þótt mesti æskublóminn sé farinn að dofna. Jóga hefur þann kost að fólk getur haldið áfram að stunda það alla ævi. „Ég held að það sé eitthvað til í því að fólk yngist upp þegar það fer að stunda jóga reglulega. Það er til dæmis kona í tímunum hjá mér sem ég hélt að væri í mesta lagi um fimmtugt en jón en sWótnmu aðnt en sinn' wS'W'*'- komst síðar að því að hún er á áttræðisaldri. Mér fannst líka hreint ótrúlegt hvað það fólk sem ég sá á setri kripalu-jóganna í Bandaríkjunum var unglegt. Það hefur líka komið á daginn að jóga er mjög gott fyrir þá sem þjást af háum blóðþrýstingi.“ Jón Ágúst ráðleggur þeim sem vilja kynna sér jóga að byrja á því að sækja sérstaka tíma sem ætlaðir eru byrjendum. Þar eru kennd ýmis grundvallaratriði sem auðvelda fólki að kom- „Hann grenntist um þrjátíu kíló og er nýr og betri maður eftir að hann tók að stunda jógað," „í jóganu er manni kennt að losa um spennu þannig að orkan geti flætt um allan líkamann,11 „Það hefur komið á dagmn að jóga er mjög gott fyrir þá sem þjást af háum blóðþrýstingi." „Fólk yngist upp þegar það fer að stunda jóga reglulega." „Hún leit út fyrir að vera um fimmtugt en reyndist í raun vera komin á áttræðisaldur." ast inn í jógað. „Mér hefur aldrei fundist ég þurfa að lesa mér til um jógað til að skilja það sem slíkt. Þetta eru aðferðir sem Indverjar hafa verið að þróa um þúsundir ára og reynslan hef- ur sannað gildi þeirra. Ég held að jógað eigi allt eins að geta höfðað til Islendinga þótt að þeir komi úr allt öðrum menn- ingarheimi en Indverjar. Við erum öll með líkama. Það er hins vegar mjög misjafnt hvers konar líkamsrækt hentar hverj- um og einum, sjálfum finnst mér til dæmis gott að blanda þessu með öðru, eins og lyftingum og dansi.“D
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.