Heimsmynd - 01.02.1992, Side 41

Heimsmynd - 01.02.1992, Side 41
*t Stjórnmál eru eitt helsta umrœðuefnið á heimilinu. Friðrik Friðriksson hefur að undanförnu verið að brjótast til áhrifa í íslensku viðskiptalífi. Hann hefur séð sér leik á borði, keypt fyrirtæki sem hafa staðið höllum fæti eða verið komin til gjaldþrotaskipta. Hann lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og sér hagnaðarvon þar sem fáum dytti í hug að leita. Kaup hans á vikublaðinu Pressunni hafa vakið mikla athygli ekki síst fyrir það að Friðrik er einn af dyggustu stuðningsmönnum Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra. Kona Friðriks er Elín Hirst varafrétt- astjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Pau hafa búið sam- an nánast allar götur síðan Friðrik tók undir arm Elínar á veitingahúsinu Óðali fyrir átta árum og eignaði sér hana. I dag búa þau ásamt sonunum tveimur, Friðriki Árna sex ára og Stefáni fjögurra ára, í fallegu raðhúsi á Seltjarnar- nesi sem þau eru nýbúin að kaupa og láta gera upp. Elín og Friðrik eru glæsilegt par. Hún er þvengmjó með glansandi dökkt hár og mikla útgeislun, hann íþróttamannslega vaxinn, sjálfsöruggur og ber með sér að hann er þrekmikill. Þau eru sportlega klædd heimavið, í gallabuxum og bol, og að mörgu leyti ólík þeirri ímynd sem maður gerir sér af einbeittum at- vinnurekanda og fréttastjóra sjónvarpsstöðvar. Friðrik er vogaður þegar hann gengur til samninga og gerir tilboð sem mörgum finnst jaðra við að vera ófyrirleitin, líkt og þegar hann gerði stjórn Almenna bókafélagsins tilboð um að fjármagna nauðasamninga fyrirtækisins gegn því skilyrði að níutíu og fimm prósent af hlutafé þess yrði afskrifað. Mörg helstu stórfyrirtæki landsins, þar af nokkur almenn- ingshlutafélög, hlupu undir bagga með stjórn AB í fyrra og dældu inn tugum milljóna króna í nýju hlutafé á þeirri for- sendu að verið væri að bjarga útgáfufélaginu fyrir horn eða frá gjaldþroti. Mörgum þykir súrt í broti, jafnvel vafasamt, að láta þetta fé af hendi fyrir ekki neitt. Öðrum þykir hann tefla djarft en sjálfur segist hann hugsa hlutina vel og lengi áður en hann lætur til skarar skríða. Það sé ekki hending hvaða fyrirtæki verði fyrir valinu. Hann til- heyrir nýrri kynslóð athafnamanna sem styðst við hugmynda- fræði frjálshyggjunnar, grípur tækifærin þegar þau gefast án þess að depla auga. Hann vinnur mikið, mætir til vinnu milli fimm og sex á morgnanna og vill sífellt vera að takast á við erfið verkefni. Að reisa við rekstur gjaldþrota fyrirtækis, eins og Skrifstofuvéla sem hann keypti í hlutafélagi við Óla Kr. Sigurðsson, er í hans augum heillandi viðfangsefni, sem tapar glansinum þegar hlutirnir eru farnir að ganga. „Ég held að það myndi ekki henta mér að reka fyrirtæki sem stæði styrk- um fótum. Ég þarf helst alltaf að vera að takast á við erfið verkefni, eins og það að endurreisa gjaldþrota fyrirtæki og gera eitthvað úr þeim.“ Friðrik er mjög pólitískur og reynir ekki að draga dul á það. Hann er yfirlýstur stuðningsmaður Davíðs Oddssonar og var kosningastjóri hans í formannsslagnum gegn Þorsteini Páls- syni í fyrra. Ymsir litu hann hornauga vegna þessa því átta ár- um áður, 1983, hafði hann verið kosningastjóri Porsteins Páls- sonar. „Á þeim tíma var ég starfandi í Sjálfstæðisflokknum, framkvæmdastjóri þingflokksins og gott ef ég var ekki vara- formaður ungra sjálfstæðismanna. Ég var beðinn um að vera kosningastjóri Þorstcins og tók verkefnið að mér, en með því var ég ekki að skrifa upp á hollustueið við hann til æviloka. Þegar Þorsteinn fór fram buðu þeir Birgir ísleifur Gunnarsson og Friðrik Sophusson sig fram á móti honum. Þá var ljóst að Þorsteinn stóð fyrir þær hugmyndir sem ég trúði sjálfur á. En þótt ég hafi stutt Þorstein í formannsslagnum 1983 var það al- veg ljóst að sá maður sem ég trúði á til að leiða flokkinn til lengri tíma var alltaf Davíð. Svo má ekki gleyma því að menn voru ekki ánægðir með Þorstein og töldu að hann hefði ekki staðið sig nægilega vel sem formaður. Ég vil taka það fram að samband okkar Þorsteins hefur ekki verið neitt í gegnum árin. Hann var maður sem ég heilsaði e'n okkar samskipti voru eng- in. Ég hef í raun aldrei verið neitt nálægt honum.“ Kaup Friðriks á vikublaðiðnu Pressunni af Blaði hf., hluta- félagi sem hefur staðið í nánum tengslum við Alþýðuflokkinn, hafa að vonum vakið mikla athygli. Þegar tilkynnt var um kaupin tóku menn að gera því skóna að með þessu hygðust stuðngsmenn Davíðs, hópur sjálfstæðismanna sem nefndur hefur verið Eimreiðin, tryggja hinum nýja formanni greiðari aðgang að fjölmiðlum. Ekki var það til að draga úr þessari kenningu þegar Friðrik ákvað að kalla hlutafélagið sem hann stofnaði í kringum kaupin á Pressunni Eimreiðina, þótt endir- inn yrði sá að hann þurfti að breyta nafninu í Heimreiðin. „Auðvitað eru ekki allir sáttir þegar ungum formanni flokks er kippt niður af stalli og hann settur til hliðar. Davíð tók áhættu þegar hann fór fram gegn sitjandi formanni og ég teng- ist honum bæði sem stuðningsmaður hans og kosningastjóri. En Pressan er ekki til stuðnings einhverjum einstaklingi, hlut- irnir gerast einfaldlega ekki þannig. Á endanum eru þetta mínir peningar og það er ég sem tek áhættuna. Ég veit að reksturinn getur aldrei gengið upp nema blaðið seljist. Ég er stoltur af því að vera talinn til vina Davíðs Oddssonar því hef tröllatrú á manninum. En það breytir því ekki að þetta blað er skrifað eins og ritsjórinn vill skrifa það. Ég get sagt það í al- gjörri hreinskilni að ég hef ekki haft áhrif á eina einustu frétt í blaðinu. Vissulega hafa verið gerðar breytingar á Pressunni en þær eru fyrst og fremst hugsmíð ritstjórans, Gunnars Smára Egilssonar, en hann hefur nú loksins fengið einhvern til að ræða við því nýi eigandinn hefur áhuga. Hingað til hefur Pressan verið eins og munaðarlaust barn, sem öllum hefur verið sama um. Ég vil hins vegar að blaðamennirnir viti að mér er ekki sama og það held ég að veiti þeim aðhald. Ég leyni því ekki að ég hef áhuga á að þetta blað geti átt þátt í því að bæta Island. Pressan er fyrst og fremst málsvari litla mannsins í þjóðfélaginu, blað neytenda og skattgreiðenda, blað sem vinnur á móti sjóðasukki og ríkisbákninu. Hún verð- ur að vera blað sem þorir og þarf ekki að taka tillit til of mik- illa hagsmuna. Ef okkar rödd getur hjálpað til við að opna þetta þjóðfélag þá muni það að mínu mati bæta ísland.“ riðrik hefur verið einn af skeleggustu talsmönnum frjálshyggjunnar á íslandi. Það var árið 1979 að hann og félagar hans stofnuðu Félag frjálshyggju- manna til heiðurs einum helsta lærimeistara sínum Hayek á áttugasta afmælisdegi hans og tóku að gefa út tímaritið Frelsið. Ásamt Friðriki stóðu þeir Hannes Hólmsteinn Gissurason lektor, Auðun Svavar Sigurðsson læknir, Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson lögfræðingur og Skafti Harðarson verslun- armaður að stofnun félagsins. Fljótlega bættust í hópinn þeir Árni Sigfússon borgarfulltrúi og Hreinn Loftsson aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn af f HEIMSMYND 41

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.