Heimsmynd - 01.02.1992, Síða 44

Heimsmynd - 01.02.1992, Síða 44
lýsti mig tilbúinn að fjármagna prósent af skuldum, gegn nauðasamning því að hlutafé skiptafræðinni og fannst hún gæfuleg stelpa. En ég kynntist henni fyrst 1984 í Óðali. Við urðum strax mjög hrifin hvort af öðru og höfum ekki slitið sambandi síðan. Mér fannst hún snaggaraleg stelpa, dálítill töffari sem vissi hvað hún vildi. Maður hittir ekki svona stelpur alls staðar," segir hann og hlær. Elín er dóttir Stefáns Hirst lögfræðings og Valdísar Vilhjálmsdóttur starfsmanns Islandsbanka. Eftir að hafa lokið fyrsta ári í viðskiptafræði frá Háskóla ís- lands hélt hún til Noregs þar sem hún lauk fyrri- hlutaprófi í hagfræði frá Oslóar háskóla. „Ég fann mig einhvern veginn ekki í hagfræðinni og ákvað því að fara í nám til Bandaríkjanna. Það varð úr að ég lærði fjölmiðlafræði við University og Florida og út- skrifaðist þaðan með BS, próf í fjölmiðlafræðði." Fyrst eftir að Elín kom heim úr námi vann hún sem blaðamaður hjá Dagblaðinu Vísi en réð sig síðan sem fréttamann á Bylgjuna. Þaðan lá leiðin á frétta- stofu Stöðvar 2 þar sem hún gegnir nú starfi varafréttastjóra. Liðagigtin batt enda á handboltaferil Friðriks sem hafði fengið tilboð um að gerast atvinnumaður með þýsku liði. „Ég held að það lýsi mér ágætlega að þótt að ég hafi haft mikinn áhuga á handboltanum þá tók ég það í raun aldrei neitt nærri mér þótt ég yrði að hætta vegna liðagigtarinnar. Mín markmið í lífinu voru hvort eð er allt önnur. Ég sætti mig við þessa staðreynd og hef reynt að láta þetta ekki hafa áhrif á það sem ég er að gera. Ég hef þó þurft að fara í gegnum ansi erfiða tíma, til dæmis þegar ég varð að skipta um skriftarhendi þegar ég var í Háskólanum. Ulnliðurinn fraus alveg og er búinn að vera þannig síðan. Ég get samt notað hendina, til dæmis skrifa ég heilmikið á tölvur. Þessir erfiðleikar töfðu mig ekkert í náminu, ég tók bara prófin á segulband.“ Eftir að liðagigtin gerði vart við sig tók líf Friðriks nýja stcl'nir Hann einbeitti sér að náminu í viðskiptafræði við Há- skóla Islands og hellti sér út í pólitíkina. Að námi loknu hét hann til Bandaríkjanna í framhaldsnám við Virginia Poly- technic Institute þar sem hann lauk meistaraprófi, fyrst í al- mennri hagfræði og síðar einnig í rekstri fyrirtækja. „Ég valdi þennan skóla samkvæmt ráðleggingu frá mætum manni, Frederick Hayek, sem kom hingað árið 1980. Hann mælti sér- staklega með þessum skóla meðal annars vegna þess hversu góðir kennararnir við hagfræðideildina voru. Aðalprófessor- arnir, Buchanan og Tullock voru þá mjög framarlega á sínu sviði. Buchanan hefur síðan fengið Nóbelsverðlaunin í hag- fræði. Ég kunni mjög vel við mig þarna og var jafnvel að hug- leiða það að setjast að og fara í doktorsnám. En ég held að hingað til hafi ég valið rétt og hlutirnir spilast eins og þeir hafa átt að spilast. Þegar ég tek ákvarðanir þá læt ég gjarnan þá til- finningu sem ég hef fyrir þeim, ráða. Ég læt ekki til skarar skríða fyrr en ég er búinn að fá þá í magann, fyrr en ég er al- veg klár á því hvernig þetta liggur þannig að ég geti ráðið at- burðarrásinni.“ Friðrik kvæntist Helgu Pálsdóttur árið 1977 en þau skildu fimm árum síðar. „Þetta var hálfgert bernskubrek, ég var ekki nema tuttugu og tveggja ára. Þótt hjónabandið hafi formlega staðið í fimm ár þá fór hún til dæmis aldrei með mér út meðan ég var þar í námi.“ Friðrik snéri heim að námi loknu árið 1983. Fyrsta árið gegndi hann starfi framkvæmdastjóra þing- flokks Sjálfstæðisflokksins og tók við því af Þorvaldi Garðari Kristjánssyni. Ari seina var honum boðin staða framkvæmda- stjóri fjármála IBM á íslandi af Gunnari Hanssyni fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. „Þetta var árið 1984, sama ár og Frjálst útvarp var sett á laggirnar. Við Elín vorum þá nýbúin að kynnast og hún var fréttamaður Frjáls útvarps ásamt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og Birni Bjarnasyni. Þetta var mjög dramatískt, við vorum að flytja senda milli húsa á flótta undan Pósti og síma í verkfalli BSRB.“ Friðrik vann hjá IBM til ársins 1990. Sagt var frá því í fréttum Stöðvar 2 að hann hefði hefði farið frá IBM vegna ósættis. „f sjálfu sér var þetta ekkert ósætti. í fyrirtæki þar sem eru tveir afgerandi menn kemur einfaldlega sá tími að ekki er lengur pláss fyrir báða. En þetta var aldrei neitt persónulegt.“ Það getur verið vandasamt að feta veg hlutleysis í frétta- mennsku og mál orðið flókin þegar hjón sitja sitt hvoru megin borðsins. „Ég fann fyrir miklum hagsmunaárekstrum í kring- um Davíðsmálið,“ segir Elín. „Sem fréttamaður var ég ein af þeim sem fjölluðu um kjör formanns Sjálfstæðisflokksins. Ég átti aldrei von á því að maðurinn minn yrði kosningastjóri Davíðs Oddssonar. En hann ákvað sem sagt, án þess að spyrja kóng eða prest og síst af öllum mig, að gerast kosningastjóri Davíðs. Þetta setti öll mín fréttaskrif í annarlegt ljós. Ég fann á fólki að því fannst þetta mjög sérkennilegt og grunsamlegt, eins og ég væri fulltrúi einhvers ákveðins hóps. Það því varð úr að ég fór til fréttastjórans og bað um að þurfa ekki að koma nálægt þessum málum fram yfir landsfund, því ég taldi mig vanhæfa til þess þegar málið var orðið svona.“ Friðrik og Elín vinna bæði mikið. „Við sjáumst allt of lítið, “ segir hann. „Ætli á endanum verði maður ekki sárastur yfir því að hafa ekki gefið fjölskyldunni nægan tíma. En vegna þess hvað ég byrja að vinna snemma á morgnanna er ég mjög oft kominn heim fyrir kvöldmat og hef þá tíma með strákunum. Þetta er bara eins og gengur á þessum aldri, maður er dálítið upptekinn af sjálfum sér og því sem maður er að gera.“ Elín bendir á að þau eigi líka helgamar saman. „Við hittumst ekkert voðalega mikið, en mér finnst það alls ekki svo slæmt, það við- heldur góðu lífi í ástarmálum okkar,“ segir hún sposk á svip. Við erum að mörgu leyti mjög ólík, Friðrik er til dæmis mikill íþróttamaður en mér finnst betra að sitja heima og lesa blað eða fara með strákana í bíó. Svo er hann náttúrulega mjög mikill frjáls- hyggjumaður og á kafi í stjórnmálum. Mín afskipti af stjórnmálum hafa í raun aldrei verið nein. Ég dregst inn í þetta með honum vegna þess að þetta er svo stór þáttur í hans lífi. Það má segja að ég sé hálfgert pólitískt viðrini því ég hef eiginlega enga ákveðna skoðun. Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn á þeim tíma sem ég kynntist Friðriki en sagði mig síðan úr honum tveim árum seinna og hef ekki komið nálægt flokknum síðan. Vinir okkar kalla mig til dæmis alltaf kratann. Friðrik hefur ekki hugmynd um hvað ég kýs og ég ætla ekkert að segja honum það. Við ræðum mjög oft pólit- ík, en mínar skoðanir ráðast mikið af því sem er í fréttum. Ég hef áhuga á því sem er hægt að búa til fréttir um, en hann frekar á því sem er að gerast í þeim flokki sem hann styður. Það verða oft heitar umræður þegar ég er að gagnrýna hans flokksmenn.“ 44 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.