Heimsmynd - 01.02.1992, Síða 46

Heimsmynd - 01.02.1992, Síða 46
KONUR TIL VALDA Er ekki allt í himnalagi með valdahlutföll kynjanna í ís- lensku samfélagi? Er ekki forseti íslands kona og hvað með forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar? Jú þetta eru vissulega konur í valda- og ábyrgðarstöðum, en ekki er allt sem sýnist. Konur hafa í gegnum aldirnar fyrst og fremst verið mæður og eiginkonur. Þær hafa staðið í skugga karlmanna, helgað sig heimili, börnum og maka. Þær hefur skort fjárhagslegt sjálf- stæði, menntun og rétt til þátttöku í stjórnmálum. Það eru ekki nema rétt rúm hundrað ár síðan Bríet Bjarnhéðinsdóttir hélt opinberan fyrirlestur, fyrst íslenskra kvenna, og var efni hans „Kjör og réttindi kvenna“. Þetta þóttu mikil tíðindi árið 1887 enda voru þá aðeins þrjátíu ár síðan Katarín Booth varð fyrst breskra kvenna til að tala opinberlega. Nú hafa konur öðlast lagalegan rétt til jafns við karlmenn en tækifærin hafa látið á sér standa. Konur hafa til þessa verið valdalitlar í ís- lensku atvinnulífi. Þær afla sér menntunar til jafns við karl- menn og eru nær helmingur allra launþega. Engu að síður telj- ast hátt í níutíu prósent kvenna á vinnumarkaðinum til ófag- lærðs verkafólks eða afgreiðslu- og skrifstofufólks samkvæmt skýrslu Þjóðhagsstofnunnar frá árinu 1989. eftir Laufeyju Elísabetu Löve Hún þarf helst að vera barnlaus Börn verða veik og þau þarf að sækja í leikskólann og koma til dagmömmunnar. Þau vilja hafa mömmu heima á kvöldin og um helgar. Móðir sem er þjökuð af samviskubiti þykir ekki vera með allan hugann við starfið. KONA EFTIR HÖFÐI KARLMANNA Á VINNUMARKAÐINUM Konur þurfa að berjast við Elli kerlingu Það þykir sjarmerandi þegar karlmenn eld- ast, gefa þeim aukinn virðuleika ef eitt- hvað er. Konur þurfa hins vegar að gæta þess að lita hár sitt reglulega og halda sér í formi. Vinnumarkaðurinn hefur fordóma gagnvart eldri konum. 46 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.