Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 51

Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 51
og oft sterk hagsmunatengsl sem geta reynst ungum mönnum sem vilja komast áfram mjög dýrmæt. aðrar almennar þjónustustofnanir eru opnar. Sveigjanlegur vinnutími, þó ekki væri nema að mjög takmörkuðu leyti, gæti auðveldað mörgum konum að taka að sér ábyrgðarmeiri störf. í mörgum tilfellum er þetta fyrst og fremst spurning um breyttan hugsunarhátt og örlítinn sveigjanleika. Hvers kyns hugmynda- og skipulagsvinna er ekki bundin stund og stað, hana mætti því allt eins vinna að kvöldi eftir að búið er að koma börnunum niður. Þá getur samfelldur skóladagur allan grunnskólann, þar sem börnin fá máltíð í hádeginu og aðstoð við heimanám, skipt sköpum fyrir möguleika kvenna sem vilja taka að sér viðamikil ábyrgðarstörf án þess að fórna því að stofna fjöl- skyldu. En við óbreyttar aðstæður óttast margir að konur muni standa frammi fyrir þessu vali. Þetta er því miður ekki ástæðulaus ótti. Háskóla- menntaðar konur virðast í auknum mæli kjósa að eiga ekki börn, eða að minnsta kosti fresta barn- eignum fram á miðjan fertugsaldur og eiga þá ekki nema eitt eða tvö. Ymsum finnst þetta ekki óeðlileg þróun meðan vinnumarkaðurinn neitar að laga sig að þörfum fjölskyldunnar. Konu sem eytt hefur mörgum árum til að afla sér há- skólamenntunar hlýtur að langa til að sjá mennt- un sína og hæfileika nýt- ast engu síður en samstú- denta hennar af karlkyni. Konur hafa þó verið áberandi í atvinnurekstri á vissum sviðum. Má þar helst nefna snyrti- og hárgreiðslustofur en einnig verslanir sem flytja inn og selja tísku- fatnað. Ymsar þeirra hafa náð langt og veita fjölda fólks at- vinnu. Hins vegar er þetta ekki nema dropi í hafið þegar litið er til þjónustu og atvinnurekstrar á íslandi í heild. Konur virð- ast eiga mun erfiðara með að komast að í rekstri sem krefst mikils fjármagns. Þá er enn og aftur komið að þeirri staðreynd að konur eru ekki sá hópur sem á fjármagnið. Þær hafa lægri laun en karlmenn og eiga minni eignir. Lengi var ríkidæmi hér á landi metið í fasteignum. Mun færri konur en karlar eru skráðar fyrir fasteignum. Það þarf yfirleitt veð í fasteign til að fá lán hjá bönkum og fjámögnunarfyrirtækjum og því augljóst að konur standa að þessu leyti verr að vígi en karlmenn. Mörg kvenréttindasamtök hafa lagt á það áherslu að fjárhagslegt sjálfstæði kvenna sé ein frumforsenda þess að konur geti stað- ið jafnfætis karlmönnum í nútímasamfélagi. Margar konur hafa vaknað upp við vondan draum um miðjan aldur þegar hjónabandið riðar til falls og þær eru neyddar til þess að fram- færa sig og börnin. Við hjónaskilnað verða oft hrikalegar breytingar á lífsstíl fjölskyldunnar sem nú getur ekki leyft sér nema mjög takmarkað. Konan sem eina fyrirvinna heimilisins er neydd til að auka við sig vinnu vegna lágra launa og þar með minnka þann tíma sem hún getur eytt með börnum sín- um. Börnum, sem þó eru kannski engin börn lengur, er hins vegar nauðsyn að finna stuðning heiman frá og að geta rætt ýmis mál og leyst út flækjum sem koma upp á í lífi unglinga DAVIÐ SCHEVIG THORSTEINSSON ATVINNUREKANDI áðar eldri dætur mínar hafa mun meiri mannaforráð en ég. Önnur er hjúkrunarframkvæmdastjóri á Borgarspítalanum en hin á Landspítalanum. Kona skipar æðsta embætti íslensku þjóðarinnar, tveir af handhöfum forsetavaldsins, forseti hæstaréttar og forseti Alþingis, eru konur, þú ert blaðamaður á blaði þar sem kona er ritstjóri og útgefandi. Það má ekki gleymast að Róm var ekki byggð á einum degi. Konur vinna mörg veigamikil ábyrgðarstörf í íslensku þjóðfélagi og alltaf mjakast málin í rétta átt. Pláss í toppstöðunum losna helst ekki nema við dauðsföll og þess vegna er endurnýjun í þau hæg. Ég er hins vegar viss um að konur munu þegar þar að kemur taka að fylla þau störf jafnt og karlar. Sjálfur leita ég eftir nákvæmlega sömu eiginleikum í fari kvenna og karla þegar ég ræð fólk í stjórnunarstöður. Það eru fyrst og fremst eðlislægir þættir sem ráða vali mínu. Yfirmaður verður að hafa hæfileika til að umgangast aðra, vera duglegur og útsjónasamur, geta fengið aðra til að gera sitt ýtrasta og vera laus við hroka. Það hafa orðið miklar breytingar innan míns fyrirtækis síðustu tíu ár. Yfirmaður rannsóknasviðs er nú kona en var áður karlmaður, það sama er að segja um yfirmenn markaðssviðs og innheimtu, nú er líka einn af fimm verkstjórum kona. Það get ég fullyrt að ég ræð ekki fólk og hækka í stöður eftir lengd þvagrásarinnar, heldur hæfileikum þess. Það hefur aldrei hvarflað að mér að spyrja um heimilishagi umsækjenda eða hvað þeir eigi mörg börn, mér finnst það ekki skipta máli. Ég vildi gjarnan taka mér orð fyrrverandi forstjóra IBM í Frakklandi í munn sem sagði að það væri ósanngjarnt og óeðlilegt ef dætur mínar ættu að hafa lægri laun heldur en synir samstarfsmanna minna.“ í íslensku samfélagi. Konur sem horfast í augu við slíkar staðreyndir eiga ekki sama möguleika og karlmenn til að losa sig út úr ófarsælu hjónabandi. Þær verða fangar aðstæðna sinna. n hvernig stendur á að ungar konur sem hafa allt til brunns að bera sem til þarf gera ekki kröfu til þess strax í upphafi að verða fjárhagslega sjálfstæðir ein- staklingar á sama hátt og bræður þeirra og skólafélag- ar af karlkyni. Skýringanna hlýtur að vera að leita í uppeldi og félagsmótun barna og unglinga. Rann- sóknir sem gerðar hafa verið á hegðan kennara og nemenda í skólum hafa leitt í ljós að drengir fá mun meiri örvun og athygli en stúlkur. Mat á verkum þeirra er HEIMSMYND 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.