Heimsmynd - 01.02.1992, Page 52
KONUR TIL VALDA - Því verður ekki neitað að konur eru ódýrt vinnuafl. Ef farið væri að greiða
gjöld. Er raunverulegur vilji fyrir hendi?
jafnframt annars konar en það mat sem kennarar láta í ljós á
verkum stúlkna. Hól fyrir verk drengja beinist í ríkara mæli að
hæfileikum þeirra og námsgetu en hrós til stúlkna frekar að
því að verkið sé vel unnið en ekki greind þeirra. Það þarf vart
að taka fram að sjálfsmat stúlkna eflist tæpast jafnt og pilta
við slík skilaboð.
Bent hefur verið á að aðgreining kynja í skólum geti eflt
sjálfstraust stúlkna. Þá þurfi þær ekki að keppa við pilta um
athygli kennara, fái aukna örvun og þjálfun í að tala í kennslu-
stofu og svara spurningum kennara. Ymsir benda á að stúlkur
sem útskrifast frá þeim fáu kvennaháskólum sem enn eru við
lýði í Bandaríkjunum þyki að jafnaði öruggari og sjálfstæðari
en kynsystur þeirra sem útskrifast úr blönduðum háskólum. I
kvennaskólunum gegna stúlkur af augljósum ástæðum öllum
embættum innan nemendafélaga og koma fram sem fulltrúar
skólans út á við. Þær hljóta því ómetanlega þjálfun í að koma
fram, standa fyrir máli sínu og gegna ábyrðastörfum. Hér á Is-
landi er verið að gera athyglisverða tilraun í þessum efnum,
það er að segja með breyttar áherslur í uppeldi kynjanna. I
leikskólanum við Hjallabraut í Hafnarfirði hefur börnum ver-
ið skipt í hópa eftir kyni undanfarin tvö ár. Markmiðið er að
efla stúlkunum kjark og ekki síður að efla sjálfstraust þeirra
en auka samkennd og hóptilfinningu drengja.
Til að gera konum kleift að standa jafnfætis karlmönnum á
vinnumarkaði þarf margt að koma til en gundvöllur allra
breytinga er þó ávallt skilningur og vilji til þess að breyta hlut-
unum. I jafnréttislögum er heimild sem kveður á um lögmæti
sérstakra tímabundinna aðgerða sem ætlað er að bæta stöðu
kvenna til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna. Til
eru þeir sem hræðast slíka mismunun og lýsa yfir ótta um að
vopnin muni snúast í höndum þeirra sem þau hyggjast nota,
því að með slíkum tilhliðrunum sé verið að mismuna kynjun-
um. En þarf að óttast um stöðu karla þótt lítillega sé létt undir
með konum? Islendingar eru aðilar að sáttmála Sameinuðu
þjóðanna um afnám alls misréttis gagnvart konum. Nú eru að
verða um tíu ár liðin síðan Sameinuðu þjóðirnar fóru þess á
leit við aðildarríki sín að þau beittu sér fyrir því að setja lög
sem veittu konum forgang fram yfir karlmenn ef umsækjendur
reyndust að öðru leyti
jafnhæfir til að gegna til-
teknu starfi. íslendingar
hafa ekki orðið við þess-
ari tillögu líkt og Banda-
ríkjamenn, Norðmenn og
Hollendingar svo dæmi
séu tekin. Astæðan er sá
misskilningur að slík
ákvæði feli í sér misrétti
gagnavart karlmönnum.
Svipaðar raddir hafa
heyrst í Bandaríkjunum
þar sem reynt hefur verið
að bæta stöðu minni-
hlutahópa eins og svartra
með því að lögfesta
ákvæði um að þeir skuli
teknir fram yfir hvíta
þegar sýnt er að báðir að-
ilar séu jafnhæfir til að
gegna starfinu. Þeir sem
hvað best þekkja til vísa
slíkum vangaveltum á
bug sem algjörri fjar-
stæðu. Staða svartra er
mun lakari en hvítra og
því full ástæða til að taka
sérstakt tillit til þeirra
þegar sá möguleiki er fyr-
ir hendi. Vissulega verð-
ur staða hvítra að einhverju leyti verri fyrir vikið þegar þeir
sitja ekki lengur einir að störfunum. Það má að nokkru leyti
bera konur saman við svarta. Þegar þær taka að sækja í topp-
stöður hljóta einhverjir karlmenn að verða að láta sér lynda
lægri stöður.
Ef ætlunin væri að taka að greiða konum sömu laun og
karlmönnum og meta störf þeirra til jafns við störf
karlmanna myndi það kosta atvinnurekendur og op-
inbera aðila meiri útgjöld. Því verður ekki neitað að
konur eru ódýrt vinnuafl sem hafa ekki gert sömu
kröfur og karlmenn til starfsframa. Hvað getur þá
sannfært atvinnurekendur, sem í langflestum tilfellum
eru karlmenn, um að breytinga sé þörf? Margir hafa
bent á að það hljóti að vera konurnar sjálfar. Reynsla atvinnu-
rekenda í Noregi og í Bandaríkjunum af konum í stjórnunar-
og ábyrgðarstörfum er, svo dæmi séu tekin, svo góð að þeir
vinna markvisst að því að ráða sem flestar konur til slíkra
TRYGGVI PÁLSSON
BANKASTJÓRI ÍSLANDSBANKA
onur eru mun bundnari af heimilinu en
karlmenn á því aldursskeiði sem ræður oft
mestu um hver frami í starfi verður. Sennilega
hefur það líka einhver áhrif á vinnuveitandann
þegar hann þarf að velja á milli umsækjenda,
hvort kona er með stórt heimili og mikla
ábyrgð heimafyrir. Það er nú einu sinni svo að konur eru
meira bundnar af börnum og búi og hafa frekar
samviskubit ef álagið verður mikið. Annað atriði sem ég
held að skýri líka hvers vegna konur eru síður í efstu
stöðunum í fyrirtækjum og stofnunum er að þær sækja í
annað nám en það sem yfirleitt er talið nýtast best í
þessar stöður, það er að segja lögfræði, viðskiptafræði, verkfræði og tæknifræði.
Það hafa orðið miklar áherslubreytingar í jafnréttisbaráttu kvenna frá því ég var í
háskóla. Þá átti að þurka út allan kynjamun en nú er frekar lögð áhersla á að þótt
munur sé á körlum og konum eigi þau að hafa sama rétt. En það má vara sig á að
gera of mikið úr þessum mun. Þeir sem fást við ráðningar verða að líta á hverja
persónu fyrir sig og meta kosti hennar og galla. Það á að gera sömu kröfur til karla og
kvenna sem gegna stjórnunarstöðum. Stjórnandi þarf að hafa þekkingu á sínu sviði og
stjórnunarhæfileika. Ég held að konur hafi það fram yfir karlmenn að þær bera mun
meira skynbragð á mannleg samskipti og get ekki séð neitt því til fyrirstöðu að kona
komist í bankastjórastöðu. Nú þegar er fjórðungur af útibússtjórum hjá íslandsbanka
konur.
'
52 HEIMSMYND