Heimsmynd - 01.02.1992, Side 59
Dagblöð og tímarit um heim allan keppast við að tilnefna
fólk njliðins árs ogfer þá eftir jmsu hverjir hljóta þann heiður
sem í sumum tilfellum hljtur að teljast vafasamur. A banda-
rískum listum má meðal annarra finna morðingja og mann-
œtur. Vinsœlt bandarískt mánaðarrit, Vanity Fair, valdi ein-
göngu fólk sem á einn eða annan hátt kom við sögu í Persa-
flóadeilunni. Franska tímaritið Paris Match valdi eingöngu
konur, bandaríska vikuritið People valdi morðingja (fjölda-
morðingjann Jeffrey Dahmer), meintan nauðgara, fórnarlamb
kynferðislegrar áreitni (Anitu Hill) og fórnarlamb alnœmis,
Magic Johnson. Karlaritið Esquire útdeildi vafasömustu verð-
Enn er
það stór
hópur sem
ef til vill
gerir sér
ekki grein
fyrir því
laununum og íslendingar völdu að vanda einn af ráðherrun-
um og einn íþróttamann. Time vikuritið valdi Ted Turner,
eiganda CCN sjónvarpsstöðvarinnar en Time velur til skiptist
menn ársins eða áratugarins en þann heiður hlaut Gorbatsjov
fyrir tveimur árum og þeir hafa líka tilnefnt plánetuna sem
við búum á í tengslum við aukna áherslu á umhverfisvernd.
hvar
mörkin
liggja -
en þeir
cettu að
Þeir einstaklingar sem
helst eru tilnefndir eru þeir
sem mest hafa verið í sviðs-
ljósinu undafarið ár. Einn
þeirra er Clarence Thom-
as, sem var útnefndur í
embætti hæstaréttardómara
þegar fyrrum starfsfélagi
hans, lagaprófessorinn Anita
Hill kom fram á sjónarsviðið
og ásakaði hann í yfirheyrsl-
um á vegum öldungardeildar
Bandaríkjaþings, um kyn-
ferðislega áreitni. í ljósi þess
að Clarence Thomas er ann-
ar blökkumaðurinn í sögu
Bandaríkjanna sem hlýtur
tilnefningu í þetta virðulega
embætti var þetta gífurlegt
áfall. Tugir milljóna Banda-
ríkjamanna fylgdust með yf-
irheyrslunum í beinni út-
sendingu sjónvarps og þarna
var brotið blað í jafnréttis-
umræðunni. Clarence Thom-
as var að vonum miður sín
og taldi orðstír sinn hafa
beðið alvarlegan hnekki en
nú er ef til vill komin skýr-
ingin á því af hverju réttvísin
er blind. Anita Hill, konan
sem hratt af stað þeirri
miklu umræðu, sem fylgt
hefur í kjölfarið á að margra
mati skilið að vera tilnefnd
kona ársins. Það þarf hug-
rekki til að koma fram fyrir
alþjóð og umheiminn allan
til að ræða þá persónulegu
niðurlægingu sem fylgir því
að verða fyrir kynferðislegri
áreitni - almennri staðreynd
sem fæstir hafa gefið gaum
hingað til. Nú keppast konur
út um allt við að bera saman
reynslu sína í þessum efnum.
Frú Clarence Thomas á
meira að segja að hafa tjáð
sig um eigin reynslu í þess-
um efnum. Karlmenn, sem
gerst hafa sekir um kynferð-
islega áreitni og þeir eru
væntanlega margir, munu
líkast til hugsa sig tvisvar um
áður en þeir niðurlægja
konu á þennan hátt. Enn er
það stór hópur sem ef til vill
gerir sér ekki grein fyrir því
hvar mörkin liggja - en þeir
ættu að reyna að setja sig í
spor kvenna og ímynda sér
hvernig það væri ef karlkyns
yfirmaður þeirra klipi þá í
rassinn, klappaði þeim á
rófubeinið eða kallaði þá
dúllur. í stuttu máli kalla
ameríkanar þetta, „fucking
with ones personal spaceíí -
menn hafa ekki rétt á að
reyna að
setja sig í
spor
kvenna og
ímynda sér
hvernig
það vœri
ef...
HEIMSMYND 59