Heimsmynd - 01.02.1992, Side 60

Heimsmynd - 01.02.1992, Side 60
Magic Johnson: Snjallasti körfu- boltamaður helms, Nú fórnarlamb al- næmls. ganga of nálægt manneskju sem þeir eru ekki í nánu samneyti við. Og nú er ekk- ert fyrirtæki með fyrirtækj- um sem uppfræðir ekki starfsfólk um hvar mörkin liggja og setur yfirmönnum stífar reglur um umgengnis- hætti við starfsfólk sitt. Jafnréttissinnar fagna at- hyglinni sem málstaður An- itu Hill fékk. Vafasamarari undirtektir fær sá áhugi sem beindist að William Kenn- edy Smith en hann er í hópi þeirra sem tilnefndir sem einn af mönnum ársins. Þessi 31 árs systursonur þeirra Kennedybræðra hlaut heimsfrægð þegar ung kona frá Flórída kærði hann fyrir nauðgun. Wills (samanber gælunafn litla breska krúnu- arfans) eins og kyn- glaði Kenn- edy-inn var kallaður við rétt- arhöldin til að minna kvið- dóminn á rætur hans í bandarískri yfirstétt, er full- trúi hinna nýju kyndilbera Kennedyanna. Aumingja Ted, föðurbróðir hans í öld- ungadeildinni, er orðinn langþreyttur á að halda uppi goðsögninni um kyngetu Kennedyanna. Hann er enn með hneykslið vegna dauða Mary Jo Kopechne á bak- inu, skuggann af kvensemi bróður síns, forsetans, þurfti að sitja þögull í yfirheyrslun- um yfir Clarence Thomas, síðan mæta við réttarhöldin hjá systursyninum og skoða rifnar sokkabuxur meints fórnarlambs. Um líkt leyti birtist mynd af honum í Vanity Fair, allsberum ofan á konu á báti fyrir utan frönsku Rívíeruna. Banda- rískt tímarit sagði Ted Kennedy þó geta verið þakklátan fyrir að hafa fjar- vistarsönnun, þar sem hann var á Palm Beach þegar nauðgunin átti sér stað en á sama tíma fór svonefnd tá- sleikja á kreik í háskól- anum í San Francisco. Þar ruddist karlmað- ur inn á heimavist kvenna, lyfti sæng- um þeirra upp og sleikti á þeim tærnar. Nú mega Kennedyarnir hafa sig alla við að finna fram- bærileg for- setaefni. Willi- am var sýknað- ur og kvennasam- tök óttast afleiðingar niðurstöðu dómsins. Það eru fleiri fórnarlömb en konan sem kærði Kenn- edy og Anita Hill. íþrótta- hetjan Earvin Magic Johnson, dáðasti körfu- boltaspilari Bandaríkjanna, viðurkenndi frammi fyrir al- þjóð að hann væri smitaður af alnæmisveirunni. „Við höfum staðið í þeirri trú að hommar væru helstu fórnar- lömbin,“ sagði hin 32 ára gamla hetja, „en nú segi ég ykkur að þetta getur hent hvern sem er, jafnvel mig, Magic Johnson.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hið virta dagblað New York Times stakk upp á því í leið- ara að Magic Johnson yrði næsti forseti Bandaríkjanna. Benti blaðið á að George Bush hefði reynst lítill leið- togi í baráttunni gegn al- næmi en Bush brást skjótt við og skipaði Magic John- son í nefnd sem fjallar um alnæmi. Þá fór að bera á gagnrýninni. Tennisstjarnan lesbíska, Martina Navrati- lova, benti á að gagnkyn- hneigð kona sem reynst hefði eins fjöllynd og Magic hefði á stundinni verið upp- nefnd dræsa. Ýmsum trú- arleiðtogum fannst Magic einnig hamra um of á notk- un smokksins og Dan Qu- ayle varaforseti lýsti því yfir að auðvitað væri öruggast að fólk héldi sig frá kynlífi. En Quayle kemst hvergi á lista sem maður ársins - og finnst mörgum að hann ætti að halda sig frá stjórnmálum. Aumingja Quayle hefur aldrei borið sitt barr eftir að mótframbjóðandi hans til varaforseta, Lloyd Bentsen, Liz Taylor. Gekk í sitt áttunda hjóna- band á árinu með sjöunda manninum sem er tuttugu árum yngri en hún sjálf. sagði við hann í beinni út- sendingu fyrir forsetakosn- ingarnar 1988: „Senator, þér eruð enginn Jack Kennedy." Það henti Lloyd hins vegar í sumarfríi síðastliðið sumar þar sem hann brá á leik með konu sinni að hann rifbraut hana. Hafði hann skellt frúnni yfir öxlina og ætt með hana inn í svefnherbergi. Þá sögðu blöðin: Senator, þér eruð enginn Jack Kennedy - en þér eruð þó að reyna! George Buslr. Sigraði Saddam og horfði upp á Sovétríkin bíða ósigur fyrir sjálfum sár. Er ekki nóg að flytja út öll þessi vopn, þarf að hann að selja varahluti líka? George Bush er á list- anum yfir menn ársins hjá mörgum blöðum enda í sviðsljósinu árið um kring. Eitt tímaritanna bendir á að Bush hafi horft upp á Sadd- am sigraðan og kommúnis- mann aflagðan - og sjálfur segir Bush í viðtali að nú sé ástandið á alþjóðavettvangi Calherine Deneuve: Var kjörin kona ársins í Frakklandi þar sem hún hefur verið f fremstu víglínu í baráttunni gegn alnæmi.

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.