Heimsmynd - 01.02.1992, Síða 63
þeim árangri sem Campell
hefur frá því að Iman kom
fram á sjónarsviðið fyrir ein-
um og hálfum áratug.
Naomi Campell var í sviðs-
ljósinu beggja vegna Atlants-
ála síðastliðið ár. Hún mætti
of seint í 21 árs afmælið sitt í
New York þar sem Ma-
donna og Donna Karan biðu
óþolinmóðar. En ef manna-
siðum hennar er ábótavant
bætir hún þá upp með geisl-
andi persónutöfrum. Naomi
Campell prýddi forsíðu Time
síðastliðið sumar þar sem
fjallað var um frægar fyrir-
sætur. Frami hennar hefur
gert það að verkum að nú er
ekki lengur hringt á um-
boðsskrifstofu erlendis og
beðið um fagra svarta stúlku
eða fyrirsætu - aðeins um
fallega fyrirsætu, eins og hún
orðar það stolt. Naomi stóð
í ástarsambandi við hnefa-
leikakappann umdeilda
Mike Tyson en er nú kær-
asta stórleikarans Robert de
Niro - sem biður eingöngu
um fagrar, svartar . . .
Norman Schwartz-
kopf er ekki eins leggja-
langur og Naomi Campell en
nærvera hans og áhrif fóru
ekki fram hjá neinum í
Persaflóadeilunni í upphafi
síðasta árs. Hann er af
mörgum valinn einn af
mönnum ársins. Hann hefur
nú snúið til borgaralegs lífs
eftir að hafa leitt 800 þúsund
manna her bandamanna til
sigurs í stríðinu gegn Sadd-
am. Nú segist hann eiga í
erfiðleikum með að fá pípu-
lagningamann til að mæta
tímanlega heima hjá sér.
Þrátt fyrir bakþanka um-
heimsins vegna stríðsins,
Jeltsíns við ferð í rússíbana
þar sem best er að loka aug-
unum og halda sér fast.
Eins langt frá ímynd Jelts-
íns og hugsast getur eru
frægar ljósmyndafyrirsætur.
Þær hafa svo sannarlega sett
svip sinn á síðasta ár. Þær
eru betur launaðar en marg-
ar kvikmyndastjörnur, hvað
þá þjóðarleiðtogar og tákn-
gerfingar glæsimennsku og
munaðar samtímans. Sú fyr-
irsæta sem mesta athygli
vekur á alþjóðavettvangi er
breska blökkustúlkan
Naomi Campell. Clarence
Thomas hæstaréttadómari
kann að hafa gert öðrum
blökkumönnum erfitt fyrir í
að hasla sér völl innan
stjórnsýslunnar en Naomi
Campell hefur á hinn bóginn
rutt brautina fyrir svartar
fyrirsætur. Hún þiggur um
eina milljón íslenskra króna
fyrir eitt skipti á sviðinu á
tískusýningu í París. Leggir
hennar eru um þrír fjórðu af
líkamshæðinnni og andlitið
geislar af kynþokka. Engin
svört fyrirsæta hefur náð
Naomi Campell: Tutt-
ugu og fiins árs og ein
hæst launaða Ijós-
myndafyrirsæta heims.
„Nú er ekki spurt hvort
fyrirsætan sé svört eða
hvít“ segir hún.
Jodie Foster. Ein af
konum ársins. Sló í
gegn í Lömbin þagna
og leikstýrði eigin
kvikmynd.
það hefur sýnt sig að hann
er valdagírugur og hann hef-
ur neytt önnur lýðveldi til að
fylgja í kjölfar sitt. Þó verð-
ur að gefa honum tækifæri
og benda á þátt hans í af-
lögn hins kommúníska hag-
kerfis, djarfra aðgerða hans í
að gefa vöruverð frjálst og
að hafa fyllt upp í ákveðna
eyðu sem þurfti til að koma
afar sársaukafullum efna-
hagsumbótum á laggirnar.
Til þessa þarf mikinn kjark
og umheimurinn vonar að
Rússar og önnur sovésk lýð-
veldi geti fylgt fordæmi Pól-
verja, þolað það áfall sem
breytingin hefur í för með
sér og náð einhverjum ár-
angri á næstu mánuðum þótt
meðferðin sé mörg ár að
skila árangri.
Þó er vitað mál að hin
fyrrum Sovétríki munu ólga
á næstu mánuðum. Búast
má við uppþotum í mið-
Asíulýðveldunum þar sem
hungursneyð og farsóttir
munu herja á hina músl-
imsku íbúa. Og þótt náðst
hafi breitt samkomulag um
yfirstjórn kjarnorkuvopna-
búrsins er ekki búið að úti-
loka að hluti þeirra komist
í rangar hendur né að
uppþot vegna verð-
stríðs geti stigmagnast
í alvöru styrjöld. Þá
er heldur ekki úti-
lokað að nýtt
valdarán eigi sér
stað í Rússlandi og
vandinn sem blasir
við Jeltsín er marg-
þættur. Economist
líkti framtíð
hörmulegra afdrifa Kúrd-
anna og þeirrar staðreyndar
að Saddam er enn við
stjórnvölinn er Norman
Schwarzkopf enn vinsæll.
Næsta haust koma endur-
minningar hans út á bók hjá
Bantam-útgáfunni sem
greiddi honum um 300 millj-
Norman Scwartzkopt Herfor-
ingi í Persaflóadeilunni. Nú er
mesti Ijóminn farinn af „afrek-
um“ bandamanna þar en
Norman er enn vinsæil og hef-
ur selt útgáfuréttinn af minn-
ingum sínum fyrir 300 milljónir
íslenskra króna.
ónir íslenskra króna fyrir út-
gáfuréttinn. Þar með hefur
Schwartzkopf afsannað um-
mæli MacArthurs, herfor-
ingjans í seinni heimsstyrj-
öldinni sem sagði: „Gamlir
hermenn deyja ekki, þeir
visna aðeins upp.“
Þótt Time hafi valið Ted
Turner, eiganda CNN, mann
ársins, eru sumir aðrir fjöl-
HEIMSMYND 63