Heimsmynd - 01.02.1992, Qupperneq 65

Heimsmynd - 01.02.1992, Qupperneq 65
hann eitt sinn smyglaði sæði fransks bola inn í Kanada. Niðurstaða fjölmiðla: Hann er samt leeeeiðinlegur! Sum- ir eru svo penir að þeir komast upp með alls konar sukk og svínarí án þess að nokkur nenni að ypta öxl- um. Á meðan karlarnir í Ál- verinu eta sætabrauð í menguninni vegna niður- skurðar ku iðnaðarráðherra hafa keyt nýja muni á skrif- stofuna sína fyrir hálf árs- laun eins þeirra. En hvaða hópur fólks þykir athyglisverðastur á síð- asta ári? Sumir erlendir fjöl- miðlar segja þau tæpu fjöru- tíu prósent sem greiddu nýnasistanum David Duke atkvæði í ríkisstjórakosning- unum Louisiana fylki. Við gætum skotið á þann tug þúsunda sem festi kaup á bókinni um Árna Tryggva- son vegna „svarta hundsins" eða þingmennina okkar í desembermánuði nú eða borgarfulltrúanna sem voru þeir einu sem komu okkur í heimsfréttirnar á síðasta ári með opnun göngugötunnar í Austurstræti fyrir bílaum- ferð. Ted Turner, maður árs- ins að mati Time, var ekki eingöngu í fréttum vegna velgengni CNN og sam- bandsins við Jane Fonda heldur einnig vegna þess að hann sofnaði þegar heims- meistarkeppnin stóð yfir og lið hans Atlanta Braves var að spila. Blöð skýrðu frá því að leikurinn hefði staðið yfir á þeim tíma sem Ted dottaði venjulega yfir útsendingu CNN. Kannski finnst Ted CNN jafn leiðinlegt og Jóni Baldvini Hannibalssyni sem lýsti því yfir í útvarpi á gamlársdag en Jón er líka glúrinn við að koma sér í fréttirnar með árásum á sjúklinga og konur. Og ef hann væri utanríkisráðherra í einhverju stærra þorpi en íslandi væri hann ugglaust á hverju kvöldi í fréttum CNN. Eða hvað myndi CNN gera ef James Baker fengi morðhótun, týndi töskunni sinni með öryggisskjölum á ferðalagi eða byði brytanum í Hvíta húsinu að skjótast með sér á ráðstefnu í Genf í Air Force Onel Það er bók- að að hann væri ekki bara stöðugt í fréttum CNN. Hann væri maður ársins en ekki Ted. HEIMSMYND tilnefnir engan sérstakan mann ársins eða áratugarins en minnir hins vegar á Leif Eiríks- son sem einn athyglisverð- asta einstakling síðustu þús- und árin nú þegar nýtt þús- und ára tímabil gengur bráðum í garð. Leifur Eiríksson var fyrsti Evrópu- búi sögunnar til að stíga fæti á ameríska jörð. Við minn- um á hann þar sem Norð- menn reyna stöðugt að eigna sér hann án þess að um- heimurinn taki eftir því. Þó vakti eftirtekt þegar Tor Busch Sannes, norskur sagn- fræðingur, hélt því fram að Kristófer Kólumbus hefði (einnig) verið norskur! Leifur Eiríksson þurfti ekkert vegabréf inn í 20. öldina, bara útsjónarsemi, dug og kjark.D dögum Doors og Jims Morrison, nefnilega há- spennu/lífshættu. „Áhorf- endur vilja sjá hve langt við þorum að ganga,“ segir Axel sem verður þrítugur á árinu. Á tónleikum í St. Louis stakk Axel sér inn í þvöguna til að ná myndavél af aðdá- anda, sló síðan öryggisvörð og yfirgaf sviðið. Uppþot urðu í kjölfarið þar sem sex- tíu manns slösuðust. Axel sleit átta mánaða gömlu hjónabandi sínu á árinu, hóf nýtt ástarsamband með fyrir- sætunni Stephanie Seymour, sleit fimmtán ára samvinnu við gítarleikara hljómsveitar- innar, Izzy Stradlin, en náði tveimur plötum hljómsveit- arinnar á toppinn. Axel hef- ur sjálfur viðurkennt að hann þjáist af þunglyndi og ofvirkni og hefur verið í meðferð fimm klukkustundir á dag undanfarna mánuði. Þrátt yfir miklar yfirlýsing- ar í nýútkominni ævisögu kanadíska forsætisráðherrans Brians Mulroney nær hann ekki að komast á listann yfir athyglisverðasta fólk ársins. í bókinni egir meðal annars frá mikilli drykkju Mulron- eys á árum áður, kvennafari, lygum um námsárangur í há- skóla og að hann hafi gerst brotlegur við lögin þegar Zachary Taylor. Madonna: Stöðugt í Flottasta end- sviðsljósinu og æ yfir- urkoma ársins. lýsingaglaðari en hvergi tilnefnd. Donald Trump: Þegar viðskiptanet- ið sprakk reyndi hann að byggja upp ástarnet en Marla gerði upp- steyt. Ted Turner. Eigandi CNN sjónvarpsstöðvar- innar sem sumir kalla eina sigurvegarann í Persaflóadeilunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.