Fréttablaðið - 18.05.2019, Síða 14

Fréttablaðið - 18.05.2019, Síða 14
EUROVISION Andrean Sigurgeirsson, dansari og meðlimur Hatara, hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í Eurovision. Evrópa dáist að danshæfileikum hans, framkomu og fatavali. Viktor Stefánsson, kær- asti Andreans, er staddur í Tel Avív og segir ferðina hafa verið ævintýri líkast. „Þetta er einstök upplifun, að fá að fylgja liðinu út og hvað þá að sjá kærastann sinn dansa og „death- droppa“ í leðurbúningi á sviði fyrir framan rúmlega 300 milljón manns,“ segir Viktor og bætir því við að hann sé afar stoltur af hópnum. Viktor er sjálfur mikill aðdáandi Eurovision en segir Andrean ekki vera þekktan fyrir ást sína á keppn- inni. „Andrean mætir í Eurovision- partíin en hann þekkir ekki sigur- vegara fyrri ára eða getur sungið lögin, nema kannski Euphoria. En já, mér finnst þetta skemmtilegt! Hvað getur maður ekki fílað við þetta?“ segir Viktor. Hann segir keppnina hafa gefið heiminum mörg góð lög til að dansa við og að hugmyndin um að Evrópa skuli koma saman einu sinni á ári í keppni sem þessari sé afar jákvæð. Mikið hefur verið rætt um þá staðreynd að keppnin sé haldin í Ísrael þrátt fyrir deilur Ísraels og Palestínu. Viktor segir það alþekkt að stjórnvöld nýti stórviðburði til þess að fegra ímynd sína og að þar séu ísraelsk stjórnvöld engin undan- tekning. Hann segir þversögn fólgna í því að halda viðburð sem táknar sameiningu og ást í landi þar sem þjóðernishópar eru aðskildir og ein- angraðir og ástand sé óstöðugt. „Við fyrstu sýn virðist Tel Avív vera eins og hver önnur frjálslynd stórborg. En það er margt sem liggur þarna að baki sem flestir munu ekki sjá. Gjörningur og list á að vera gagn- rýnin og vekja viðbrögð, þá hefur hún gert sitt. Þetta er vettvangur til þess að skapa umræðu og beina sjónarhorni almennings frá glam- úrnum yfir á raunveruleg málefni.“ Að áliti Viktors hefur Hatara tekist að skapa mikla umræðu. „Hatari er gjörningur sem óneitan- lega skapar viðbrögð, góð sem slæm.“ Hann segir hópinn hafa áhrif á margan hátt og nefnir að þátttaka hans í keppninni hafi til að mynda haft jákvæð áhrif á hin- segin samfélagið með búningavali og sýnileika regnbogafánans. En Hatari veifaði fánanum þegar ljóst var að hópurinn hefði komist í úrslit keppninnar. Hatara hefur verið spáð góðu gengi og jafnvel sigri í keppninni í ár og segir Viktor Ísland vel geta haldið keppnina fari svo að Hatari sigri. „Höllin hér gerir það ljóst að það þarf ekki einhvern ólympíu- leikvang til að halda þessa keppni. Ég held að það séu rúmlega sjö þús- und manns í salnum hér miðað við einhver 40 þúsund þegar Þýskaland hélt keppnina. Þannig að við gætum alveg hundrað prósent haldið keppnina“. Lykilinn segir Viktor vera að Íslendingar tileinki sér aga í stað þess að reiða sig á „reddast- þankaganginn“ sem af mörgum er sagður einkennandi fyrir þjóðina. birnadrofn@frettabladid.is Fylgist með kærastanum á stóra sviðinu Andrean Sigurgeirsson, dansari Hatara, hefur vakið mikla athygli um allan heim. Kærasti hans, Viktor Stefánsson, segir það ein- staka upplifun að fylgja Hatara í keppninni. Hann segist stoltur af hópnum enda hafi hann reynt að vekja athygli á góðum málstað. Viktor er stoltur af sínum manni. Andrean, einn af dönsurum Hatara, heldur hér utan um Matthías Haraldsson söngvara. NORDICPHOTOS/GETTY Benedikt Bóas og Ingólfur tóku vegfarendur tali í Tel Avív. Duje frá Króatíu Tel Avív er ótrúleg borg. Ég kom hingað á þriðjudag og fór beint í Euro village. Síðan höfum við ferðast um og borgin er full af lífi. Hér eru allir svo rólegir, allt er svo frjálst og hefur allt. Sjó, strendur, góðan mat, partí og fólkið er mjög yndislegt. Það er eitthvað sérstakt við þetta land. Hatari er með stórkostlegt atriði. Þeir verða við toppinn en ég er ekki viss að þeir endi sem sigurvegarar. Þetta er ekki endilega tebolli Evr- ópu – þeir eru svolítið rosalegir. Ég skil ekki alveg þessa ást sem Holland er að fá frá veðmálafyrir- tækjum. Ástralía er rosalegt atriði og eitthvað sem maður hefur ekki séð áður í Eurovision og ég hélt ég hefði séð allt í Eurovision. Ég held líka með Sviss og Dan- mörku og Spánn er með gott lag. Hann kom á svið í Wiwibloggs- partíinu og staðurinn fór á hliðina en Spánn vinnur aldrei, maður veit þó aldrei. Gidi frá Tel Avív Bros fólksins kemur frá sólinni og sjónum. Hver er í vondu skapi í svona aðstæðum? Okkar maður Kobi Marimi er mitt uppáhald að sjálfsögðu. Röddin hans er svo rosaleg. Ég er svolítið hræddur við atriði Hatara. Ég skal viðurkenna það. Ronnie frá Ber Shervia Ísrael er mjög fallegt land með góðan mat og gott veður. Sjáðu bara hvar við erum. Ber Shervia er ekki strandbær eins og Tel Avív en það er fallegt þar líka og ég er mjög stolt að koma þaðan. Núna er Ísrael að vakna til lífs- ins og það finnst. Ég hef ekki alltaf horft á Euro- vision en ég get lofað að allir hér munu verða límdir við skjáinn hvort sem það er í útipartíi eða hvar. Allir horfa á Cobi og hann mun standa sig vel. Neil og Sergej frá Rússlandi Við komum 2. maí. Það er ekkert svo langt í burtu. Ísland er lengra frá en þaðan sem við komum. Okkar atriði er frábært og ég get alveg séð okkur vinna. Við elskum Svíþjóð, Kýpur og Ísland. Hatari er með ótrúlega flott atriði og við höfum elskað lagið frá fyrstu hlustun og það gæti vel endað í topp þremur. Ég skil ekki þessa ást á Hollandi. Þetta er leiðinlegt lag miðað við Hatara – sem er með frábært lag. Allir límdir við skjáinn Stór rafverktaki og verslun í eigin húsnæði Velta 2018 265 miljónir. Leiðrétt ebitda um 20 miljónir. Rafverktaki sem byggir á 45 ára reynslu, með ráðandi markaðs- stöðu á stóru landssvæði. Starfsemi þjónustu og að auki versl- unar í eigin 364 fm. húsnæði. Þjónusta: • Allur iðnaður til sjávar og sveita • Eldvarnar, þjófavarnar, loftnets, tölvukerfi og samskipta- kerfi • Skip og báta af öllum stærðum og gerðum. • Allar almennar raflagnir í íbúðarhúsum og fjölbýlishúsum. • Verslun með vörur m.a. frá Heimilistækjum, Smith&Norland, Rönning, ofl • Uppsetningar á fiskleitar og siglingatækjum í skip og báta Verkefni tengjast verkefnum allt frá hinum smæstu til hinna stærstu, m.a.: • Kjöt- og fiskvinnslur • Virkjanir og hótel • Ríki og sveitarfélög • Bankar, verslanir og smáfyrirtæki • Fyrirtæki tengd sjávarútvegi ofl . Möguleikar í kaupum á félaginu. 1. Kaupa félagið í heild með öllum eignum og öllum skuldum. 2. Kaupa rekstur á verktakaþjónustu og verslun út úr félaginu og leigja húsnæðið af félaginu. 3. Kaupa verktakaþjónustuna sér út úr félaginu, og mögulega leigja húsnæði af félaginu. 4. Kaupa verslunarreksturinn sér út úr félaginu og mögulega leig- ja húsnæði af félaginu. 5. Möguleiki að yfirtaka í heild eða hluta skuldir við lánastofnanir upp á 31,4 miljónir sem hluta af fjármögnun. Allar nánari upplýsingar veitir: Óskar Thorberg Traustason, MBA Rekstrarhagfræðingur Kompaní fyrirtækjasala, netfang oskarthorberg@kompani.is. s. 659-2555. Það var mikið stuð á áhangendasvæðinu í Tel Avív þegar Hatari steig á svig á þriðjudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT 1 8 . M A Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.