Fréttablaðið - 18.05.2019, Side 77
Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíð og nútími mætast.
Markmið safnsins er að varðveita,
safna og sýna bæði sögulega og
samtímaljósmyndun í listrænu,
félags- og menningarlegu sam-
hengi.
Í Ljósmyndasafninu eru nú um
6 milljónir ljósmynda af ýmsum
stærðum og gerðum. Safneignin
samanstendur að stærstum hluta
af myndasöfnum sem færð eru
Ljósmyndasafninu til varðveislu.
Ljósmyndasafnið varðveitir
bæði myndir frá atvinnumönnum
og áhugamönnum í faginu, þær
elstu eru frá því um 1860 og þær
yngstu frá 2014. Myndefnið er
æði fjölskrúðugt og má þar m.a.
nefna mannamyndir teknar á ljós-
myndastofum, ýmiskonar blaða-,
iðnaðar-, landslags- og auglýsinga-
ljósmyndir auk fjölbreyttrar f lóru
mannlífs- og fjölskyldumynda.
Mikilvægur þáttur í starfsemi
safnsins er að auka aðgengi að
safneigninni. Í gegnum myndavef
safnsins (borgarsogusafn.is) er
hægt að leita eftir myndefni og
ljósmyndurum auk þess að kaupa
myndir í gegnum vefinn. Hluti af
starfi Ljósmyndasafns Reykjavíkur
er að auka við myndavefinn og fer
myndum fjölgandi með hverju ári.
Safnið setur upp fjölda sýninga
ár hvert þar sem markmiðið er að
kynna íslenska ljósmyndara, sýna
verk úr safneign sem og að sýna
verk erlendra ljósmyndara.
Á Alþjóðlega safnadaginn
þann 18. maí, verður opnuð í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur ný
sýning úr safnkosti sem ber heitið
Íslensk kjötsúpa. Myndirnar
á sýningunni eru eftir Krist-
jón Haraldsson (1945-2011) en
Kristjón starfaði sem iðnaðar- og
auglýsingaljósmyndari í Reykja-
vík. Hann lærði ljósmyndun hjá
Leifi Þorsteinssyni í Myndiðn og í
Iðnskólanum í Reykjavík. Kristjón
rak ljósmyndastofuna Stúdíó 28,
fyrstu árin með Kristjáni Pétri
Guðnasyni ljósmyndara.
Flestar myndirnar á sýningunni
eru teknar á áttunda og níunda
áratug síðustu aldar. Á sýningunni
verða bæði myndir sem Kristjón
tók fyrir auglýsingar, t.d. fyrir
ullariðnaðinn og plötuumslög
fyrir íslenska tónlistarmenn, og
einnig myndir sem hann tók af
fjölskyldu sinni og nærumhverfi
í gömlu Reykjavík. Varpa allar
þessar ljósmyndir skemmtilegu
ljósi á tíðarandann og draga fram
hversdaginn sem margir muna.
Kristín Hauksdóttir
Sýningin opnar kl. 15 á Alþjóðlega
safnadaginn laugardaginn 18. maí.
Allir eru velkomnir og ókeypis er
inn á safnið í tilefni dagsins.
Þar sem fortíð og nútíð mætast
ÍMinjasafnsgarðinum stendur stór ljósmynd af garðveislu hjá Oddi C. Thorarensen apótekara
í byrjun 20. aldar. Fyrir framan
Nonnahús stendur par, líklega í
öskudagsbúningi um aldamótin
1900. Það er ekki að ástæðulausu
að ljósmyndirnar bjóða gestum
í safnið. Minjasafnið á Akureyri
býr yfir stórum fjársjóði mynda.
Við safnið hefur verið starfrækt
ljósmyndadeild síðan 1987 og
hefur Hörður Geirsson safnvörður
starfað við hana frá upphafi.
Ljósmyndir hafa verið ríkur
þáttur í bæjarlífi Akureyrar frá
1858 fram til dagsins í dag eins og
ljósmyndakostur safnsins sýnir.
Hann telur nú 3.000.000 eintök,
allt frá glerplötum til stafrænna
frummynda. Glerplötur eru elsta
form ljósmyndasafnsins og eru
29% safnkostarins, filmur 38%,
kópíur 7% og stafrænar myndir
26% og fer sá hluti safnkostarins
sífellt stækkandi eins og gefur
að skilja. Stærstur hluti mynda
kemur frá atvinnu- og áhugaljós-
myndurum en einnig úr fórum
einstaklinga.
Myndefnið er fjölbreytt og það
er einnig notkun safnsins á ljós-
myndunum. Þær eru notaðar í öllu
starfi safnsins við sýningargerð,
safnfræðslu, viðburði og markaðs-
starf. Grunnurinn að því að nota
þær eru rannsóknir og skráning
ljósmyndanna og ekki síst að gera
þær stafrænar. Rannsóknir á ljós-
myndum eru fjölbreyttar, bæði er
verið að skoða myndefnið en jafn-
framt sögu ljósmyndaranna og
ljósmyndatækni. Myndefnið getur
gefið mikilvægar upplýsingar um
þróun byggðar og umhverfis en
ekki síður um daglegt líf fólks, t.d.
fatnað þess og híbýli.
Rannsóknir á ljósmyndarfinum
leiddu Hörð, safnvörð ljósmynda-
deildar, á nýjar en þó gamlar slóð-
ir þegar hann hóf rannsóknir og
tilraunir með votplötutækni, sem
ekki hafði verið notuð á Íslandi
í 125 ár. Áhugi Harðar kviknaði
við rannsóknir á ljósmyndum
Önnu Schiöth. Í safni hennar
fann Hörður tvær glerplötur sem
teknar voru með votplötutækni.
Áhuginn var kviknaður og Hörður
fór að grafast fyrir um aðferðirnar
og efnafræðina á bak við hana.
Hörður lét ekki þar við sitja heldur
smíðaði eigin myndavél.
Hvað eru votplötur?
Votplata er blaut plata með
Collodion upplausn. Collodion er
bómull sem er leyst upp í eter og
alkóhóli. Það límir silfur á plötuna
og gerir hana ljósnæma. Þegar
búið er að taka myndina er hún
framkölluð í framköllunarvökva
sem er vatnsupplausn með járni,
sykri, örlitlu af ediksýru og alkó-
hóli. Þetta þarf að gerast áður en
myndin þornar. Skola þarf efnin
vel af plötunni með eimuðu vatni
áður en hún er böðuð í fixer og
breytist við það úr negatívri mynd
í pósitíva.
Þrjár milljónir ljósmynda allt
frá glerplötum til stafrænna
Heildaráhrif sýningar-innar Börn í 100 ár, sem er í Safnahúsi Borgarfjarð-
ar, er myndræn sem gerir hana
einstaklega aðgengilega. Mikið er
um að skólahópar sæki sýninguna
heim enda eru söguefnin næg og
rýmið sjálft höfðar mjög til barna.
Á bak við ljósmyndirnar eru hólf
þar sem sjá má muni frá Byggða-
safni Borgarfjarðar sem er eitt
safnanna í Safnahúsinu. Í miðju
rýminu er upprunaleg baðstofa
sem verðugur fulltrúi gamla
tímans.
Sýningin er hönnuð af Snorra
Frey Hilmarssyni leikmyndahönn-
uði sem leggur áherslu á læsileika
og hughrif. Í sama húsnæði má
einnig sjá aðra grunnsýningu
Safnahúss, fuglasýninguna
Ævintýri fuglanna sem einnig er
hönnuð af Snorra. Stóri kosturinn
við báðar sýningarnar er að það
þarf ekki tungumál til að „lesa“ sig
gegnum myndrænar frásagnirnar,
heldur tala þær jafnt til allra.
Í Safnahúsi eru alls fimm söfn,
bókasafn og skjalasafn þar með
talið. Þar eru haldnar lista-
sýningar, fyrirlestrar og tónleikar
auk grunnsýninganna tveggja sem
eru opnar allt árið og draga að sér
fjölda gesta. Á safnadaginn 18. maí
verður opnuð þar sýning úr safn-
kosti Listasafns Borgarness sem er
eitt safnanna í húsinu. Sýningar-
stjóri er Helena Guttormsdóttir.
Safnahúsið í Borgarnesi hefur á
liðnum árum öðlast mikilvægan
sess sem menningarmiðstöð fyrir
Borgarfjörð og nærsveitir. Starf-
semin er mikilvæg samfélagslega
þar sem þekkingu er miðlað á
skapandi hátt.
Guðrún Jónsdóttir
Íslensk börn í 100 ár
Kópía 1873,
Fyrsta myndin
af Akureyri
sem vitað
er um, tekin
1873 af Fredik
Löve. Skuggi
ljósmyndarans
og mynda-
vélarinnar sést
hægra megin á
myndinni.
Garðveisla
á Akureyri:
Hallgrímur
Einarsson.
Sýningin Börn í 100 ár í Safnahúsi Borgarfjarðar er áhugaverð og fjölbreytt.
Minjasafnið á
Akureyri býr yfir
stórum fjársjóði
mynda. Við
safnið hefur
verið starfrækt
ljósmyndadeild
síðan 1987 og
hefur Hörður
Geirsson
safnvörður
starfað við hana
frá upphafi.
Fixerinn er skolaður af og
platan sett í þurrkgrind. Að lokum
er hún lökkuð með alkóhóllakki
sem er búið til úr alkóhóli, lav-
ender olíu og trjákvoðu frá Mar-
okkó. Þar með er silfrið lokað inni
og súrefnið kemst ekki að því. Það
er ástæða þess hversu lengi slíkar
plötur varðveitast, jafnvel 500 ár
að talið er.
Það þarf því að hafa hraðar
hendur þegar teknar eru votplötu-
myndir.
Apríl 1974, fermingarveisla Ásgeirs
Ásgeirssonar í fjölskyldu ljósmynd-
ara. Tvær konur og strákur í eldhúsi.
Önnur konan klæðist upphlut.
LJÓSMYND/KRISTJÓN HARALDSSON
Júlí 1982, myndataka fyrir Örtölvu-
tækni sf. Stjórnsalur í Svartsengi,
Svartsengisvirkjun.
LJÓSMYND/KRISTJÓN HARALDSSON
Ljósmyndir nýtast einnig
öðrum en safninu t.d. við endur-
gerð gamalla húsa ef finna þarf
gluggasetningu eða gerð þeirra
svo nýlegt dæmi sé tekið. Útgef-
endur, fjölmiðlar og fræðimenn
notast einnig við ljósmyndir
safnsins. Grunnurinn að því
að nota þær eru rannsóknir og
skráning þeirra.
Ljósmyndirnar eru sá hluti safn-
kostar Minjasafnsins sem mest
er leitað í, ekki síst eftir að hann
er kominn heim í stofu til fólks á
Sarpur.is, sem er gagnagrunnur
sem flest íslensk söfn notast við.
Almennir notendur hafa verið
mikill liðsauki í rannsóknum á
myndefninu gegnum Sarp þar
sem hann býður fólki að senda
upplýsingar um myndefnið. Ljós-
myndir eru stór hluti daglegs lífs.
Þær eru og verða mikilvæg heimild
um fólk og mannlíf. Hvað tekur þú
margar myndir á dag? Ætli allar
matarmyndir, myndir af skóm og
varningi endi á safni í framtíðinni?
Haraldur Þ. Egilsson
KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 1 8 . M A Í 2 0 1 9 SAFNABLAÐIÐ