Fréttablaðið - 18.05.2019, Síða 78

Fréttablaðið - 18.05.2019, Síða 78
 Söfn eru í stöðugri endurnýjun í við­ leitninni að verða gagn­ virkari, áhorfendamið­ aðri, samfélagslegri, sveigjanlegri og aðlögunarhæfari. Byggðasafn Dalamanna var vígt á sumardaginn fyrsta 1979 og á því 40 ára vígslu­ afmæli í ár. Hefur safnið verið opið yfir sumarmánuðina og megin­ þorri gesta verið Íslendingar á ferð um Dali. Fljótlega tók Magnús Gestsson, stofnandi safnsins, að safna ljós­ myndum af Dalamönnum og úr Dölum. Fyrstu myndir safnsins voru að mestu myndir af Dala­ mönnum fæddum á 19. öld. Stór hluti þeirra ljósmynda var tekinn af Jóni Guðmundssyni, ljós­ myndara og bónda í Ljárskógum, en hann fór víða um sýsluna og tók myndir af fólki. Síðasta áratuginn hefur jafnframt verið lögð áhersla á að safna myndum af daglegu lífi Dalamanna við leik og störf. Ekki er raunhæft að safna öllu og eru ljósmyndir því mikilvægar heimildir um störf og daglegt líf. Ljósmyndir má finna á sýning­ um safnsins eftir því sem aðstæður leyfa. Aftur á móti er lögð mikil áhersla á að birta sem mest af safn­ kostinum í Sarpi og gefa þannig sem flestum tækifæri á að njóta. Í dag eru birtar þar um 3.500 ljós­ myndir frá safninu og kemur til með að fjölga þegar líður á árið. Valdís Einarsdóttir Mikilvægar heimildir um störf og daglegt líf fólks Safnið er vel í sveit sett en hinn fjölsótti Skógafoss er í næsta nágrenni og Eyjafjallajökull gnæfir yfir staðnum. Safnið hefur notið hinnar miklu fjölgunar ferða­ manna til landsins. Árið 2018 komu rúmlega 52.000 gestir á safnið. Erlendir gestir voru í meirihluta en Íslendingar sem komu voru í kringum 1.200. Í haust eru 70 ár liðin frá því að Héraðsskólinn að Skógum var stofnaður en Skóga- safn var stofnað þar sama ár og var fyrsta sýningarrýmið í skólanum. Ráðgert er að halda upp á tímamót­ in í haust með afmælishátíð. Munu ljósmyndir skipa stórt hlutverk þar sem hægt er að sjá sögu safns og skóla í máli og myndum. Ljósmyndir í eigu safnsins eru um 15.000 og unnið er jafnt og þétt að skönnun og skráningu upp­ lýsinga um þær. Nú þegar hafa verið skráðar um 5.700 ljósmyndir og eru þær aðgengilegar á vefnum Sarpur. is. Mikið er til af merkilegum myndum sem eru heimildir um lífið í landinu á árum áður. Það voru ekki bara teknar myndir inni á ljósmyndastofum af fólki í spariföt­ unum með oft á tíðum alvarlegan svip. Gaman er að sjá myndir af fólki við dagleg störf. Sumar sýna fólk á hestbaki, börn að hjóla eða að leika við hundinn á bænum. Einnig eru til myndir af merkum áföngum í sögu Suðurlands eins og brúar­ smíði og vegagerð fyrir og um miðja 20. öld þar sem vinnutækin voru ansi frumstæð. Ljósmyndir hafa verið notaðar nokkuð í sýningum safnsins en við uppsetningu Sam­ göngusafnsins, sem er hluti af Skógasafni, voru notaðar myndir af ferðafólki og bílum frá fyrri hluta síðustu aldar. Þær eru góðar heimildir um ferðabúnað áður fyrr. Margir stoppa við myndir sem Valgerður Helgadóttir (1896­1981), húsfreyja á Hólmi, tók. Mynd­ irnar hennar sýna fólk í sínu rétta umhverfi og við hversdagslegar athafnir. Þar er að finna fyrir utan Mikið safn af myndum um lífið fyrr á árum Glaðlegar ferðakonur með hesta sína og hund, mynd frá um 1920-1930. LJÓSMYND/VALGERÐUR HELGADÓTTIR Lítill drengur situr úti í blíðviðri, myndin er tekin um 1930. LJÓSMYND/VALGERÐUR HELGADÓTTIR Skógasafnið tók á móti um 52 þúsund gestum á síðasta ári. Héraðsmót Ungmennasambands Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Jóhannes úr Kötlum í ræðustóli. Skjala- og myndasafn Norð-fjarðar varð 40 ára 23. janúar sl. Safnið var í fyrstu eign Neskaupstaðar en eftir samein­ ingu Neskaupstaðar og nágranna­ sveitarfélaganna er það nú eign Fjarðabyggðar. Eitt af verkefnum safnsins frá fyrstu dögum þess var að safna saman öllu því er tengist sögu Norðfjarðar og Neskaup­ staðar og þess fólks sem staðurinn hefur alið. Þessi söfnun hefur farið og fer fram með söfnun skjala og myndefnis bæði í formi ljósmynda og kvikmynda. Safnið er með á annað hundrað þúsund ljósmynda og filma, auk nokkurs fjölda kvikmynda. Þetta myndaefni okkar sýnir glöggt þróun byggðar á svæðinu ásamt útgerð og annarri atvinnustarf­ semi. Einnig erum við með mikinn fjölda mynda af fólki sem hér hefur búið eða dvalið ásamt fjölda af öðru fólki. Allt er þetta efni okkur og komandi kynslóðum mikils virði. Guðmundur Sveinsson Myndefni sem sýnir glöggt þróun byggðar Unnið við fiskþvott. LJÓSMYNDARI/BJÖRN INGVARSSON Söfn um heim allan munu fagna Alþjóðlega safnadeg­inum þann 18. maí 2019 og dagana í kring. Þátttaka í Alþjóð­ lega safnadeginum fer vaxandi meðal safna um heim allan. Árið 2018 tóku yfir 40.000 söfn þátt í atburðinum í 158 löndum. FÍSOS, Félag íslenskra safna og safn­ manna, og Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráð safna, halda utan um kynningu á deginum. Hlutverk safna í samfélaginu er að breytast. Söfn eru í stöðugri endurnýjun í viðleitni sinni til að verða gagnvirkari, áhorfendamið­ aðri, samfélagslegri, sveigjanlegri, aðlögunarhæfari og hreyfan­ legri stofnanir. Þau hafa breyst í menningarmiðstöðvar sem skapa umhverfi þar sem sköp­ unargleði er sameinuð þekkingu. Um leið og söfnin hafa varðveitt meginhlutverk sitt, við að safna, varðveita, miðla, rannsaka og sýna, hafa þau gerbreytt starfsvenjum sínum til að vera áfram nær þeim sam­ félögum sem þau þjóna. Í dag leita þau eftir nýstárlegum leiðum til að takast á við félags­ leg vandamál og átök samtímans. Með því að starfa á staðnum geta söfn einnig barist fyrir og dregið úr alþjóðlegum vandamálum og lagt sig fram um að mæta áskorunum nútímasam­ félagsins að fyrra bragði. Sem stofnanir eru söfn í hjarta samfélagsins og geta þannig komið á samtali á milli menn­ ingarheima, byggt brýr fyrir heimsfrið og skil­ greint sjálf bæra framtíð. Söfn aðlagast hlutverki sínu sem menningarmiðstöðvar í auknum mæli og hafa einnig fundið nýjar leiðir til að heiðra safnmuni sína, söguna og arfleifð, og þannig skapað hefðir sem munu hafa nýja merkingu fyrir seinni kynslóðir og mikilvægi fyrir æ margbreytilegri samtímaviðtak­ endur á heimsvísu. Þessi umskipti, sem munu hafa djúpstæð áhrif á safnafræði og starfsvenjur, neyða okkur einnig til að endurskoða hvaða gildi söfn hafa og endurskoða þau siðfræði­ legu mörk sem skilgreina sjálft eðli starfs okkar sem safnasérfræðinga. Alþjóðlegi safnadagurinn er laugardaginn 18. maí 2019  Skógasafn er að finna á Suðurlandi um 150 km frá Reykjavík. Safnið hefur notið fjölgunar ferðamanna til landsins. ferðakonurnar með hestana sína og litla drenginn í fínu fötunum sínum, margs konar myndir af börnum og fullorðnum við leik og störf. Margar sýna nýsmíðaðar túrb­ ínur Bjarna Runólfssonar í Hólmi sem var eiginmaður Valgerðar. Valgerður hafði mjög gott auga fyrir myndefninu og hefur greinilega átt vandaða myndavél. Helga Jónsdóttir 4 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . M A Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RSAFNABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.