Fréttablaðið - 18.05.2019, Síða 86
Helena Jónsdóttir f ö r ð u n a r f r æ ð -ingur leggur mikið upp úr náttúru-legri förðun og er sjálf hrifin af húð-
vörum úr lífrænum og náttúru-
legum efnum. Hún sá um förðun í
nýrri herferð 66°N, Swimslow, og
nokkur verkefni í tímaritinu Blæti.
Síðan er margt spennandi fram
undan í sumar. Ég verð í nokkra
daga aðstoðarsminka í bíómynd og
fer í ferð til Hong Kong og Víetnam
með Vesturporti.
Helena farðaði yngri systur sína,
Lindu, og hafði í huga að útlitið
gæti hentað í Eurovision-partí.
„Þar sem Hatari er okkar framlag
til Eurovison í ár er allt leyfilegt.
Ég er svo heppin að eiga yndislega
systur sem var módel fyrir mig og
ég hannaði útlit sem væri geggjað
fyrir kvöldið og punkturinn yfir i-ið
er að nota fallega skartið frá Hildi
Yeoman,“ segir Helena.
Hvaða tískustraumar eru mest
áberandi núna hjá tískuhúsunum?
„Það sem er helst í gangi núna
eru skærir litir á augum eða vörum
þó ekki á sama tíma og mjög nátt-
úruleg húð á móti. Svo er mikið um
milda jarðliti og ljóma í húðinni.
Það var mjög fallegt að sjá
nýjustu Valentino-sýn-
inguna þar sem unnið var
mikið með þessa strauma
og var það meistarinn hún
Pat MacGrath sem sá um
förðunina.“
Hvað finnst þér fallegt?
„Glóandi húð er undir-
staðan í fallegri förðun og
ég gef mér alltaf auka tíma
í hana ef þörf er á. Mér finnst
náttúruleg förðun með kremuðum
highlighter, bronser og kinnalit
koma ótrúlega vel út. Annað sem
ég elska eru dökk augu með kattar-
eyeliner, bleikar kinnar og nude
varir.“
Hver er uppáhaldsfarðinn þinn á
sumrin?
„Ég nota steinefnafarðann frá
Jane Iridale og hef gert það í nokkur
ár. Fullkominn farði fyrir viðkvæma
húð og gefur góðan raka og fallegan
ljóma. Þetta er eins konar farði í
hyaluronic serumi sem vinnur á
fínum línum og róar húðina. Síðan
Náttúruleg
húð og
skærir litir
Þær vörur sem Helena notar
mest sjálf. Steinefna
púður og krem frá Jane
Iredale, Chanel kola
blýantur og augnskuggi
frá MAC. Og náttúru
legar vörur Marie Veronique.
Helena farðar systur sína, Lindu, í anda Hatara. Hún er hrifin af skærum litum á augu eða varir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Helena Jónsdóttir
förðunarfræðingur
gefur hugmynd að
skemmtilegri förðun
fyrir Eurovision
partíið.
nota ég Glow time sem er frá sama
merki sem hyljara. Þessar vörur eru
cruelty free og án allra aukaefna.“
Hvaða húðvörum mælir þú með?
„Daglega nota ég andlitsnæringu
sem ég blanda sjálf, hún inniheldur
lífræna rósaberjaolíu, hreinan
aloe vera safa og haf þyrnisolíu.
Marie Veronique er nýja uppá-
haldsmerkið mitt og var það vin-
kona mín sem er algjör heilsu-
gúru sem benti mér á þær vörur.
Ég elska retinol næturkremið, raka-
maskann, probiotics andlitsspreyið
og pure + E.O. hreinsinn frá
þeim. Þótt það sé mikilvægt
að nota góðar húðvörur skiptir
jafn miklu máli að taka góðar
olíur inn, t.d. kvöldvorrósarolíu
eða omega 3-7-9, og drekka vel af
vatni. Andlitsnudd og köld sturta
er líka eitthvað sem ég hef mikla
trú á.“
Hvaða sólarvörn mælir þú
með til að nota dagsdaglega?
„Sólarvörnin frá Marieveronique
er algjört „must have“ í sumar.
Hún inniheldur brokkólífræolíu
og astaxanthin sem ver húðina nátt-
úrulega fyrir sólargeislum. Einn-
ig er grænt te, þörungar og ferulic
sýra í henni sem vinna gegn öldrun
húðar.“
Hvaða fimm hlutir eru bráðnauð-
synlegir í snyrtibuddunni þinni?
„Rakakrem, farði, augnhára-
brettari, dökkbrúnn Chanel kola-
blýantur, quite natural paint pot
augnskugginn frá Mac og síðan eru
RMS beauty vörurnar í miklu uppá-
haldi. Ég nota þær mikið bæði per-
sónulega og í f lest verkefni. Þær
vörur eru cruelty free, non-gmo,
gluten free og soy free sem er
geggjað, ég legg mikla áherslu á að
nota hreinar vörur.“ – kbg
Helen
a not
aði
meða
l ann
ars O
mbre
Satin
Gree
n mil
e og
Blue
Lago
on sp
arkle
pow
der
frá Cl
arins
á aug
un.
1 8 . M A Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð