Fréttablaðið - 18.05.2019, Qupperneq 92
Elsku mamma,
tengdamamma og amma,
Soffía Ólafsdóttir
frá Syðra-Velli, Gaulverjabæjarhreppi,
áður til heimilis að Engjavegi 12,
Selfossi,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Fossheimum,
Selfossi, þriðjudaginn 14. maí. Útförin fer fram frá
Selfosskirkju þriðjudaginn 21. maí klukkan 14.
Elínborg Jónsdóttir
Rannveig Jónsdóttir Bjarni Guðmundsson
Kjartan Jónsson Hieke Bakker
Margrét Jónsdóttir Jón Ágúst Jónsson
Jarþrúður Jónsdóttir Guðmundur Gils Einarsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Björn Þ. Guðmundsson
fyrrum lagaprófessor,
lést á Landakoti 16. maí.
Þórunn Bragadóttir
Guðmundur Björnsson Hekla Valsdóttir
Bragi Björnsson Ragna Björk Ragnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum
þeim sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
Sigrúnar Óskarsdóttur
Ágúst Óskar Sigurðsson Anna María Úlfarsdóttir
Anna Þórdís Sigurðardóttir Rainer Lischetzki
Edda Björk Sigurðardóttir Jón Ármann Guðjónsson
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Brynja Unnur Magnúsdóttir
frá Súgandafirði,
lést á heimili sínu í Kópavogi
laugardaginn 11. maí. Útförin fer fram frá
Háteigskirkju þriðjudaginn 21. maí kl. 13.
Magnús B. Erlingsson Kristín Guðmundsdóttir
Þorsteinn Erlingsson Elin Anita Nilsen
Hjálmar Erlingsson Scarlet Cunillera
Unnur Sig. Erlingsdóttir Einar Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg systir okkar og frænka,
Guðný Höskuldsdóttir
Kistuholti 5c, Bláskógabyggð,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
fimmtudaginn 9. maí. Útför fer fram
frá Skálholtsdómkirkju fimmtudaginn
23. maí kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elín Höskuldsdóttir
Tinna Dögg Tryggvadóttir
Hildur Ýr Tryggvadóttir
Inga Hanna Gunnarsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigurbjörg Sæmundsdóttir
frá Stóru-Mörk,
lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð
12. maí sl. Útför hennar fer fram frá
Seljakirkju 23. maí nk. kl. 15.00.
Anna María Bjarnadóttir Ingvar Þorvaldsson
Ásmundur Bjarnason
Hafþór Bjarnason Brynja Dadda Sverrisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, systur, ömmu
og langömmu,
Vigdísar Guðfinnsdóttur
sem lést 26. apríl. Sérstakar þakkir
færum við starfsfólki Hrafnistu í
Reykjavík fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Marta Loftsdóttir Gunnar Jóhannsson
Svava Loftsdóttir Ásmundur Kristinsson
Pétur Guðfinnsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðrún Guðjónsdóttir
lést 12. apríl síðastliðinn. Útförin fór
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð.
Guðjón H. Bernharðsson Helga Jónsdóttir
Guðmundur Bernharðsson
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir
börn og barnabörn.
Stuðningsfélagið Kraftur er tvítugt á þessu ári og heldur upp á þau tímamót í heilt ár. „Afmælið er ekki fyrr en 20. október en við byrjuðum strax í janúar að fagna því og erum
með viðburð í hverjum einasta mánuði,“
segir nýkjörinn formaður Krafts, Elín
Skúladóttir sem búin er að vera í stjórn
félagsins í eitt ár.
Hlaupið Lífið er núna sem verður á
morgun, sunnudag, er maíviðburður
inn. Það er ætlað almenningi og fer fram
við Háskólann í Reykjavík, sunnan í
Öskjuhlíðinni. „Þá hvetjum við alla til
að koma og njóta líðandi stundar með
okkur,“ segir Elín. Hún bendir á að
skemmtidagskrá hefjist klukkan 15 þar
sem Jón Jónsson og Sirkus Íslands komi
fram og hoppkastalar verði á staðnum
auk þess sem boðið verði upp á upp
hitun með Elísabetu Margeirsdóttur
hlaupakonu.
„Fólk ræður svo hvort það labbar eða
hleypur en það borgar fyrir að taka
þátt og allur ágóði rennur að sjálfsögðu
til Krafts,“ tekur Elín fram. „Með þátt
tökunni fær það boli með áletruninni
Lífið er núna sem er okkar slagorð.
Einnig velur það hvort það ákveður að
fara einn og hálfan kílómetra eða fimm
kílómetra. Þetta er spurning um að
vera með okkur, koma saman og hafa
gaman.“
Hlaupið verður frá HR, út með Naut
hólsvíkinni, fyrir f lugvöllinn og vestur
á Ægisíðu, að sögn Elínar. Þar verður
snúið við. „Það eru verðlaun fyrir 1. sæti
karla og kvenna en aðalatriðið er að vera
með og við erum með fullt af frábærum
útdráttarverðlaunum.“
Elín áréttar það að afmælisdagskráin
standi allt árið og lýsir því sem þegar
hefur farið fram. „Í janúar vorum við
með „festival“ fyrir alla félagsmenn þar
sem fólk gat valið úr fimmtán vinnu
stofum og svo var skemmtun um kvöld
ið. Í febrúar sendum við í loftið fyrsta
hlaðvarpsþáttinn okkar í samstarfi við
Herbert Geirsson. Hann tekur viðtal við
einhvern félagsmann Krafts sem segir
frá sinni reynslu og aðra hvora viku
kemur nýr þáttur í loftið. Við endurút
gáfum líka bókina Lífskraftur, í henni
er fjölmargt sem fólk vill vita þegar
krabbamein er annars vegar. Bókin
kom fyrst út 2003 en við ákváðum að
gefa hana út aftur og nú í annarri mynd,
gerðum hana að handbók sem er auð
veldari aflestrar. Út frá henni settum við
líka efni á vefinn okkar, kraftur.org þar
sem fólk getur fengið svör við alls konar
spurningum á fræðsluvefnum.“
Í lokin bætir hún við lýsingu á mars
viðburðinum. „Við vorum með örráð
stefnu í Stúdentakjallaranum sem bar
það skemmtilega heiti Fokk, ég er með
krabbamein – það er stundum það
fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það
greinist.“ gun@frettabladid.is
Það er kraftur í Krafti
Lífið er núna, er slagorð Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með
krabbamein og aðstandendur og líka yfirskrift hlaups á vegum félagsins á morgun.
Elín Skúladóttir er nýkjörinn formaður Krafts, hún er búin að vera í stjórn í eitt ár.
„Þetta er spurning um að vera með okkur, koma saman og hafa gaman,“ segir Elín.
1 8 . M A Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R42 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð