Fréttablaðið - 18.05.2019, Page 102

Fréttablaðið - 18.05.2019, Page 102
GRAFÍSK HÖNNUN Lógó bréfsefni bæklingar myndskreyngar merkingar ofl. Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is TÓNLIST Kammertónleikar Verk eftir Prokofjev, Dvorák, Grieg og Piazzolla. Auður Haf- steinsdóttir lék á fiðlu, Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 12. maí Tónlistarnám bætir minni, tungumálafærni og rökhugs-un, svo fátt eitt sé nefnt. Tölu- verð gróska er í tónlistarkennslu á Íslandi enda margir frábærir kennarar starfandi. Sumir þeirra eru einnig einleikarar sem koma reglulega fram á tónleikum, þar á meðal er Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari. Um þessar mundir fagnar hún tvöföldu afmæli, þrjátíu ár eru liðin síðan hún hóf feril sinn sem fiðluleikari og tuttugu ár síðan hún byrjaði að kenna. Af því tilefni hélt hún tónleika í Norðurljósum í Hörpu á sunnudaginn ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanó- leikara. Nokkuð dimmt var yfir byrjun- inni. Tónleikarnir hófust á fyrstu sónötunni eftir Prokofjev, í f-moll op. 80. Byrjunin er grafalvarleg, og eftirleikurinn er það líka, en fram- vindan er þó alltaf spennandi. Lag- línurnar þróast sífellt í óvæntar áttir með verulega mögnuðum hápunkt- um. Tónlistin er ekkert sérstaklega auðmelt, en hún er þó eitt helsta verk tónskáldsins, og gerir miklar kröfur til flytjendanna. Rauði þráðurinn slitnaði ekki Skemmst er frá því að segja að túlkun Auðar og Önnu Guðnýjar var stórfengleg. Hlustandinn var tekinn í andlegt ferðalag þar sem rauði þráðurinn slitnaði aldrei. Slík var einbeitingin og ákafinn í túlk- uninni. Tæknilega séð var leikurinn gríðarlega öruggur. Hljómurinn í fiðlunni var unaðslega safaríkur og hröð tónahlaup beggja hljóðfæra- leikaranna voru skýr og jöfn; allt var á sínum stað. Styrkleikajafn- vægið á milli þeirra var sömuleiðis eins og best verður á kosið. Heildar- útkoman var ógleymanleg. Önnur stór sónata var á dag- skránni, sú þriðja í c-moll op. 45 eftir Grieg. Tónmálið er vissulega öðru- vísi en hjá Prokofjev, rómantískt og fullt af safaríkum melódíum sem grípa mann strax. Atburðarásin er viðburðarík og einnig hér var flutn- ingurinn í fremstu röð. Hljóðfæra- leikararnir fóru beinlínis á kostum. Samspilið var hárnákvæmt og alls- konar heljarstökk eftir strengjum og hljómborði voru listilega fram- kvæmd. Sem dæmi þá var töluvert um áttundahlaup í píanóröddinni, afar hröð og krefjandi, en Anna Guðný hristi þau fram úr erminni eins og ekkert væri. Glæsilegir hápunktar Flutningurinn var þó ekki bara eitt- hvert sirkusatriði, heldur frásögn sem var full af tilfinningum. Þeim var öllum miðlað til áheyrenda á óviðjafnanlegan hátt. Laglínurnar voru mótaðar af næmi og smekkvísi. Hraðavalið var ávallt fyllilega sann- færandi og hápunktarnir glæsilega útfærðir og óheftir. Tvö rómantísk smástykki op. 75 eftir Dvorák voru einnig á dag- skránni, sem og Le Grand Tango eftir Piazzolla. Smástykkin runnu áfram ljúflega og tangóinn var líf- legur, þrunginn ástríðu og snerpu. Útkoman var frábær. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Tónleikarnir voru ein- stök skemmtun. Andlegt ferðalag fullt af spennu Auður og Anna Guðný slógu í gegn, samkvæmt dómnum. Þetta hefur verið stór-kostlegur tími,“ segir Margrét Bóasdóttir um þau fjórtán ár sem hún hefur stjórnað Kvenna-kór Háskóla Íslands. Nú hefur hún ákveðið að stíga til hliðar en rifjar upp tildrög stofn- unar kórsins. „Ég var einu sinni með stúlknakór við Selfosskirkju og þegar hann ákvað að efna til endur- funda árið 2005 kom í ljós að hann var allur kominn í Háskóla Íslands og ég var þar líka við MBA-nám. Þetta var árið sem Kristín Ingólfs- dóttir varð rektor, fyrst kvenna, og líka fyrsta árið sem kvenkyns nem- endur fóru yfir 50% við skólann. Við töldum þetta vera teikn og nú yrði að koma kvennakór! Fyrir var auðvitað Háskólakórinn, stofnaður 1972 og starfar enn, en við bentum á að það væru sjö kórar við Harvard, því mætti ekki minna en að hafa tvo við HÍ.“ Í kórnum hefur alltaf verið umtalsverður fjöldi erlendra stúd- enta, að sögn Margrétar. „Það hefur auðgað starfið að við höfum verið með stúlkur frá öllum heimshorn- um, nú síðast frá Kína. Við vorum boðnar til Kína í fyrra og sungum fjöldann allan af lögum á kínversku. Höfum líka sungið á rússnesku, eistnesku og japönsku, fyrir utan ensku, frönsku, þýsku og Norður- landamálin. Ég hef haft þá stefnu að æfa að minnsta kosti eitt lag á ári á móðurmáli hverrar þjóðar sem á fulltrúa í kórnum. Allar stúlkurnar hafa annaðhvort verið í kór eða lært á hljóðfæri. Þá getum við tekist á við vandasamari verkefni og verið fljótari að vinna.“ Nú víkur talinu að vortónleik- unum í dag klukkan 16 í Hátíða- salnum. „Það var ákveðið, af því að þetta eru þeir síðustu sem ég stjórna, að taka nokkur erlend lög sem kórinn hefur elskað í gegnum tíðina og stelpunum hefur þótt skemmtilegast að syngja. Við erum með spænskt lag og annað amerískt – þetta er pínulítið Júróvisjón!“ Hún segir Þorvald Gylfason hafa gaukað lögum að kórnum gegnum tíðina. „Þegar við urðum 10 ára, 2015, gaf Þorvaldur okkur tíu laga f lokk og nú frumf lytjum við tvö þeirra við sonnettur Krist- jáns Hreinssonar. Erum líka með skemmtilegt lag eftir Þorvald við texta bróður hans, Vilmundar Gylfasonar, það er mikill húmor í því. Við heiðrum minningu Atla Heimis og höfum líka tekið ást- fóstri við lög Jóns Ásgeirssonar. Svo syngjum við lög eftir Pétur Grétars- son, sem er fantafínt tónskáld en betur þekktur sem slagverksleikari og útvarpsmaður. Hann samdi tón- list við Híbýli vindanna sem var sett upp í Borgarleikhúsinu og við syngj- um þrjú lög sem ég fullyrði að hafi aldrei heyrst áður utan leiksviðs. Pétur spilar með á harmóníku, það er nýr tónn hjá okkur.“ Kórinn er svo heppinn að hafa í sínum röðum píanóleikarann Arn- björgu Arnardóttur. „Hún spilar ótrúlega vel og hefði, hæfileika sinna vegna, getað verið á pari við Víking Heiðar, en ákvað að fara í tölvuverkfræði í staðinn,“ segir Margrét. Að endingu getur hún þess að kórinn hafi notið mikillar velvildar hjá Háskólanum og sungið við ýmis tækifæri á vegum hans. Þetta er pínulítið Júróvisjón! „Það hefur auðgað starfið að við höfum verið með stúlkur frá öllum heims- hornum, nú síðast frá Kína,“ segir kórstjórinn Margrét. FRÉTTABLAÐIÐ/HANNA Á tónleikunum í dag syngur hópur fyrri kórfélaga með í nokkrum lögum. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Vortónleikar Kvennakórs Há- skóla Íslands verða í Hátíðasal skólans í dag. Það eru síðustu tónleikar Margrétar Bóas- dóttur sem stjórn- anda kórsins, en hún stofnaði hann 2005 ásamt hópi nemenda þegar hún var í HÍ. ÉG HEF HAFT ÞÁ STEFNU AÐ ÆFA AÐ MINNSTA KOSTI EITT LAG Á ÁRI Á MÓÐURMÁLI HVERRAR ÞJÓÐAR SEM Á FULLTRÚA Í KÓRNUM. ALLAR STÚLKURNAR HAFA ANNAÐHVORT VERIÐ Í KÓR EÐA LÆRT Á HLJÓÐFÆRI. ÞÁ GETUM VIÐ TEKIST Á VIÐ VANDASAMARI VERKEFNI OG VERIÐ FLJÓTARI AÐ VINNA. 1 8 . M A Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R52 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.