Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 0 8 . T Ö L U B L A Ð 1 8 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 8
m við gerum á Dale Carnegie námskeiðinu:Það se
ka þægindahringinn og auka sjálfstraust• Stæk
samskiptafærni og rækta varanleg sambönd• Auka
leiðtogafærni og veita öðrum innblástur• Sýna
na álagi, stjórna og viðhorfi• Stjór
að tala fyrir framan hóp og líða vel • Þora
keið hefjast:Náms
tember – Kvöldnámskeið (uppselt)17. sep
tember – Kvöldnámskeið 27. sep
óber – Kvöldnámskeið 10. okt
ber – Morgunnámskeið2. októ
Næst á dagskrá er
mannlegi þátturinn
Copyright © 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved. 5x5_Ad_083118_ice
Ókeypis kynningartími mánudaginn 12. september –
Skráning á dale.is/einstaklingar
Nánari upplýsingar á dale.is eða 555 7080
Sif Atladóttir og aðrar landsliðskonur voru á fullu við undirbúning fyrir síðasta leik riðilsins í undankeppninni fyrir HM þegar ljósmyndara bar að garði í gær. Ísland leikur gegn Tékklandi
klukkan 15 í dag og getur með sigri eða jafntefli tékkað sig inn í umspilið. Ísland tekur toppsætið ef vinkonur okkar í Færeyjum leggja Þjóðverja. Sjá síðu 10. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
VOPNAFJÖRÐUR Vopnafjarðar-
hreppur gleymdi árið 2004 að upp-
færa iðgjaldaprósentu sem vinnu-
veitandi til Stapa lífeyrissjóðs. Allt til
ársins 2016 greiddi hreppurinn því of
lágt iðgjald til sjóðsins fyrir þá starfs-
menn sína sem eru í lífeyrissjóðnum.
Oddviti Samfylkingarinnar segir að
um mannleg mistök sé að ræða og að
viðræður séu í gangi við sjóðinn um
uppgjör á því sem upp á vantar.
Málið var tekið fyrir á síðasta fundi
hreppsnefndar Vopnafjarðarhrepps
þar sem Þóri Steinarssyni sveitar-
stjóra var falið að vinna að málinu
ásamt lögmanni hreppsins.
„Skuldin nemur um 66 milljónum
króna. Unnið er að því að ganga frá
málinu í samráði við sjóðinn,“ segir
Þór í samtali við Fréttablaðið.
Í upphafi árs voru íbúar sveitar-
félagsins um 650 og hefur þeim
fækkað nokkuð á síðustu árum og
áratugum. Til samanburðar voru á
sama tíma um 126 þúsund íbúar í
Reykjavík. Skuld Vopnafjarðarhrepps
er í samanburði eins og að Reykjavík
skuldaði lífeyrissjóði um 12,5 millj-
arða króna.
„Það var auðvitað smá sjokk þegar
þetta kom í ljós. Þetta eru fyrst og
fremst mannleg mistök sem við
þurfum að vinna úr og leysa,“ segir
Bjartur Aðalbjörnsson, oddviti Sam-
fylkingarinnar í meirihluta Vopna-
fjarðarhrepps
Fjölmargir íbúar hreppsins eru í
lífeyrissjóðnum og því er um stórar
upphæðir að ræða fyrir lítið sveitar-
félag. Bjartur segir að samtalið við
Stapa gangi út á að endurgreiðsla
hreppsins til lífeyrissjóðsins verði
ekki íþyngjandi fyrir sveitarsjóð.
„Hér er um nokkuð langt tímabil að
ræða. Á þeim forsendum snúast sam-
skipti okkar við Stapa um að greiða
þetta niður með einhverjum hætti
sem er hagfelldur fyrir báða aðila,“
segir Bjartur. – sa
Hreppur skuldar tugi
milljóna fyrir mistök
Vopnafjarðarhreppur greiddi Stapa lífeyrissjóði of lágt iðgjald vegna starfs-
manna sinna í rúman áratug. Skuld hreppsins nemur 66 milljónum króna.
Gríðarstór reikningur fyrir svo lítið sveitarfélag. Mannleg mistök segir oddviti.
Bjartur
Aðalbjörnsson.
SKOÐUN Afstaða Lífar Magneu-
dóttur borgarfulltrúa Vinstri
grænna gegn því að gera bólusetn-
ingar að skilyrði fyrir inngöngu
barna á leikskóla í Reykja-
vík, líkt og Hildur Björns-
dóttir borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins hefur
lagt til, stangast á við
grundvallarprins-
ipp sósíalismans
og ruglar Kára
Stefánsson í
ríminu.
Sjá síðu 9
Líf ruglar Kára
LÍFIÐ Fréttablaðið fjallar um ýmis
boð og bönn sem Alþingi hefur sam-
þykkt í ljósi nýrrar reglugerðar heil-
brigðisráðherra um tilkynningar til
Neytendastofu um markaðssetn-
ingu rafrettna og áfyllinga fyrir raf-
rettur sem innihalda nikótín.
Meðal annars er farið yfir frum-
varp Jónasar frá Hriflu um varnir
gegn kynsjúkdómum, hræðsluna
við Kanasjónvarpið og ýmis reyk-
ingabönn. Sjá síðu 20
Boð og bönn
fortíðarinnar
Fréttablaðið í dag
SKOÐUN Þórólfur Matthíasson
skrifar um mjólkurhækkanir. 9
SPORT Kvennalandsliðið þarf
hörku og hugrekki í dag. 10
TÍMAMÓT Fyrsta verk nýs bæjar-
stjóra Hornafjarðar að hitta
Guðmund umhverfisráðherra. 12
PLÚS 2 SÉRBLÖÐ ● FÓLK ● BÍLAR
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
Kári
Stefánsson.
STJÓRNMÁL Alþingi kemur saman
eftir viku og má búast við átökum
um fjárlög, kjaramál og veiðigjöld.
Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar
verður kynnt strax eftir helgi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
formaður Viðreisnar spáir því að
þar að auki verði umræður um heil-
brigðismál áberandi í vetur.
– aá / sjá síðu 4
Stóru málin á
komandi þingi