Fréttablaðið - 04.09.2018, Page 42

Fréttablaðið - 04.09.2018, Page 42
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5800 Ritstjórn 512 5801 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild 512 5401 auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja mest lesna dagblað landsins. ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ. Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu. Fjölskyldu- tilboð 3799 kr. Opið allan sólarhringinn í öllum verslunum Ég starfa sem lögmaður og viðskiptavinir mínir greiða fyrir þjónustuna samkvæmt tímagjaldi sem lögmannsstofan mín setur. Ef þeim finnst gjaldið of hátt, geta þeir leitað til annarra lögmanna eða stofan ákveður að lækka gjaldið. Þannig virkar þetta á flestum sviðum. Fyrirtæki sem selja vörur eða þjónustu reyna að verðleggja sig með þeim hætti að viðskiptavinirnir velji að versla við þau í stað annarra. Þetta fyrir- komulag hefur heldur betur sannað sig í gegnum aldirnar og maður skyldi ætla að það sé orðið nokkuð óumdeilt. Á dögunum samþykkti verðlagsnefnd búvara að hækka heildsöluverð á mjólkurvörum. Verðin hækkuðu mismikið og var það smjörklípan sem var hástökkv- ari vikunnar. Smjörið hækkaði um 15%, takk fyrir. Þess má geta að undanfarin ár hafa mjólkurvörur hækkað langt umfram aðrar mat- vörur. Verðlagsnefndin er að meiri- hluta skipuð aðilum sem koma úr mjólkuriðnaði og hafa því beina hagsmuni af háu verði mjólkur- lítrans. Lögum samkvæmt er þessari nefnd falið að ákveða hversu mikið neytendur eiga að greiða fyrir nauð- synlegar neysluvörur. Þetta er galið fyrirkomulag og er beinlínis ólög- legt í öðrum atvinnugreinum. Fólk hefur meira að segja verið dæmt til fangelsisrefsingar fyrir að ákveða í sameiningu verð á gipsplötum og steinull í Húsasmiðjunni og Byko, svo dæmi sé tekið. Þegar rifjaðar eru upp sögur af gömlum innflutningsnefndum á vegum ríkisins, getur fólk ekki annað en brosað út í annað. Fárán- leikinn blasir beinlínis við og engum dytti í hug að setja slíkar stofnanir á fót í dag. Samt sem áður eru neytendur áfram mjólkaðir á hverjum degi í skjóli gildandi laga og úreltra sjónarmiða. Smurt ofan á reikninginn Hauks Arnar Birgissonar BAKÞANKAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.