Fréttablaðið - 05.01.2013, Page 34

Fréttablaðið - 05.01.2013, Page 34
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Frúarleikfimi og líkamsrækt Að loknu jólafríi með tilheyrandi veisluhöldum fyllist fólk gjarnan fítonskrafti og skundar í ræktina. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er að finna margar myndir sem bera líkams- ræktaráhuga fyrri tíma vitni. Hér eru nokkrar frá þeim tíma er líkamsrækt fyrir almenning var að festa sig í sessi. ÞOLFIMI TIL SÝNIS Jónína Ben stóð fyrir þolfimi- sýningu á skemmtistaðnum Broadway í febrúar árið 1984. MORGUNSTUND GEFUR GULL Í MUND Valdimar Örnólfsson stjórnaði morgunleikfimi í útvarpinu um árabil. Þessi mynd er tekin árið 1962. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR SKOKKAÐ Í ÁRBÆNUM Íbúar í Árbæjarhverfi skokka á vegum íþróttafélagsins Fylkis. Mynd úr tökunni birtist í Vísi en þar sagði: „Konurnar og krakkarnir hlaupa 1 km, þarna upp að rauða húsinu og til baka. Karlarnir hlaupa aftur á móti einn hring, sem er um það bil 2½ kílómetri. Þetta sagði skokkfólk i Árbæjarhverfi, sem í framtíðinni ætlar að hittast tvisvar í viku við stíflubrúna á Elliðaánum og hlaupa saman, sér til líkamlegrar og andlegrar upplyftingar.“ Í UPPHAFI ÁRS Myndin var tekin 1. janúar 1985 í líkamsræktinni Brautarholti 22. Í því húsi er í dag karatefélagið Þórshamar. FRÚARLEIKFIMI Leikfimisbolir og sokkabuxur voru staðalútbúnaður í svonefndri frúarleikfimi sem kennd var hjá Júdódeild Ármanns árið 1977. LEIKFIMI Hópur kvenna gerir leikfimisæfingar undir stjórn Eddu Guðgeirsdóttur árið 1983. Myndin er tekin í íþróttahúsi Háskóla Íslands. LEIKFIMI Í LAUGARDAL Konur í leikfimi á gervigrasvellinum í Laugardal undir stjórn Jónínu Benediktsdóttur íþróttakennara árið 1985.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.