Fréttablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 40
Í umræðum um uppreist æru hefur að undanförnu náðst óvenjuleg þverpólitísk sam- staða um forneskju þessa fyrir- komulags. Hefur upphaf laganna þar um verið rakið til feðraveldis og þau sögð eiga heima á ösku- haugum sögunnar. Það getur hins vegar skipt máli að flokka ruslið áður en því er hent á þessa ösku- hauga sem aðra. Almenn hegningarlög 1869 Tilskipun um uppreist æru kom til Íslands árið 1870, árið eftir að almenn hegningarlög höfðu verið lögtekin í kjölfar afnáms Mannhelg- isbálks Jónsbókar og Stóradóms. Þetta hafði þá verið aðallöggjöfin um sakamál í margar aldir, eða frá 1281 og 1564. Almennu hegningarlögin frá 1869 voru hluti stjórnskipunarbreytinga sem stóðu yfir í Danaveldi þar sem ný stjórnarskrá hafði verið staðfest árið 1849. Nýja stjórnskipanin var lýðræðisleg, sem þýðir að í henni var gert ráð fyrir þrískiptu valdi og landsmenn voru skilgreindir sem „borgarar“ í stað þess að vera þegnar konungs sem hafði áður verið deilt í stéttir með mismunandi sérrétt- indi. Skyldu nú allir njóta borgara- réttinda þar sem kosningaréttur var innifalinn. Löggjöfin tók mörg ár og var vandlega undirbúin með afnámi gamalla laga sem vörðuðu glæpi, málsmeðferð og refsingu. Afmark- aður refsiréttur hafði þá aldrei verið fyrir hendi, heldur sagði til um mis- munandi refsingar við brotum eftir því sem þau komu fyrir í lögunum og þar voru geysiflókin ákvæði um vaxandi refsingu fyrir ítrekuð brot. Nýju lögin voru einföld í grunninn; fangavist í tiltekinn tíma fyrir flesta glæpi. Réttindamissir hafði fylgt sektar- dómi frá fornu fari og hélst í hendur við ærumissi sem leiddi einnig af dómi og kölluðust þessi hugtök svo mikið á í lögunum að heita má að þau séu sömu merkingar. Þessu breyttu nýju lögin ekki og afleiðingar sektardóma voru því annars vegar fangavist af ákveðinni tímalengd og hins vegar ævarandi ærumissir. Tilgangur þess að reisa upp æru manna Árið eftir að hegningarlögin komu út voru lög um uppreist æru sett í tvennum tilgangi. Annað var að setja tímatakmarkanir á ærumissi í anda þeirra umbóta sem lögin stóðu fyrir, þar sem aðrar refsingar en ærumissir voru skilmerkilega afmarkaðar. Þetta var leiðrétt með tilskipuninni. Í margar aldir höfðu lög þó gert ráð fyrir að konungur hefði endan- legt vald til þess að taka endanlega ákvörðun um afdrif sakamanna, sem var auðvitað ófært í réttarríki. Þess vegna var hitt markmið til- skipunarinnar að uppreist ærunnar yrði ekki komin undir náð hans, en í staðinn skyldu dæmdir menn allir hafa sama rétt til að reisa við æru sína burtséð frá þjóðfélagsstöðu og broti. Þess vegna staðsetti löggjafinn uppreistina innan framkvæmdar- valdsins en ekki dómsvaldsins sem stjórnsýsluathöfn. Aðferð við að reisa upp æru manna Til þess að æra manns fengist reist upp eftir að fimm ár voru liðin frá lokum afplánunar dóms þurfti að uppfylla nokkur skilyrði og var eitt þeirra að sýna fram á að hegðun hans þessi ár hefði verið „ólastan- leg“. Þetta átti að gera „með vott- orði áreiðanlegra manna, sem hafa átt kost á að taka vandlega eptir breytni hans“. Sá sem uppfyllti öll skilyrði átti rétt á uppreist æru og sá sem vottaði tók þess vegna þátt í að samborgari hans gæti endurheimt réttindi sem honum bar. Þegar samhengis er gætt kemur varla annar skilningur til greina en að með vottorðinu hafi löggjafinn viljað forðast að veita mönnum uppreist æru sem hefðu snúið til fyrri hátta eða ein- boðið væri að yrðu skömmu síðar ákærðir fyrir annað brot og myndu þá missa æruna á nýjan leik. Þetta var þess vegna jafnframt leið til þess að greina milli síbrotamanna og þeirra sem einu sinni höfðu hlotið dóm. Lokaorð – uppreist æru uppreistar æru Lögin um uppreist æru tóku síðar nokkrum breytingum og þau kunna að hafa verið úrelt nú þegar síðast var átt við þau. Þá hefðu þau samt sem áður verðskuldað vandaðri sögulega umfjöllun en raunin varð í greinargerðinni með frumvarpi til breytinganna, því að mikilvægt er að skilja að þegar lýðræði var í mótun á 19. öld voru lög um um uppreist æru hluti þeirra mikilvægu umbóta sem voru þjóðfélaginu öllu til hagsbóta. Sorpið flokkað á öskuhaugum sögunnar – uppreist æru Þetta er fimmta greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við laga- deildina í Berkeley-háskóla í Kali- forníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rök- stuðningi. Enn fremur hvetjum við ykkur til að endurskoða stjórnar- skrána. Í þessari grein beinum við sjónum að gagnrýni sem varðar gæði og gerð stjórnarskrárdraganna. Eitt af því, sem stjórnarskrárdrög- unum hefur verið fundið til foráttu, er að annaðhvort sé þeim ekki lokið, eða þau eru aðeins yfirlýsing um „vilja“ þjóðarinnar. Reyndar eru stjórnar- skrárdrögin fullgerð grundvallar- löggjöf sem markar stjórnvöldum ramma. Þeim er ætlað að eiga við um þjóðina alla án þess að taka fyrir öll ágreiningsatriði samfélagsins. Stjórn- arskrá á ekki að hafa að geyma svör við öllum spurningum, enda væri það ekki hægt, en alltaf má endur- skoða hana og breyta henni er fram líða stundir. Stjórnarskrárdrögunum má breyta með lögum, en annars má leysa mál með opinberum umræðum á Alþingi og innan ríkisstjórnarinnar í heild. Stjórnarskrárdrögin eru annað og meira en viljayfirlýsing. Þetta er sáttmáli sem er í senn svo sterkur og sveigjanlegur að hann getur fleytt íslensku samfélagi til framtíðar. Sumir hafa gagnrýnt stjórnarskrár- drögin fyrir að vera ekki nógu róttæk og benda á að þau breyti ekki miklu um stjórnun Íslands. Reyndar er það jákvætt. Íslenskt samfélag er ekki svo grátt leikið að byltingar sé þörf. Þegar samin er stjórnarskrá þarf að miðla málum, og hefur Ágúst Þór Árnason bent á að almennt hefur ríkt samkomulag um stjórnarskrár- breytingar á Íslandi frá stofnun lýð- veldisins. Þetta er viðeigandi að því er varðar gerð stjórnarskrár. Ef einhver einn hópur nær að ráða fyrirhuguð- um ákvörðunum um stjórnarskrár- breytingar standa aðrir hópar verr. Stjórnarskrárdrögin endurspegla þannig viðeigandi málamiðlun. Það væri sannarlega undarlegt ef stjórnar- skrárdrögin væru róttæk, vegna þess að Stjórnlagaráð hafði úr ýmsu að moða í upphafi. Drögin eru byggð á reynslu Íslendinga af fyrri stjórnarskrám (dönsku stjórnarskránni frá 1849, fyrstu íslensku stjórnarskránni frá 1874, stjórnarskránni frá 1920, og núgildandi stjórnarskrá sem sam- þykkt var í júní 1944). Stjórnlagaráð fylgdi aðferðum við gerð stjórnar- skrár sem hafa þróast um allan heim á undangengnum tveimur öld. Stuðst var við vinnu þjóðfundar og tveggja binda skýrslu frá sérfræðingum í stjórnarskrárnefnd. Því er rétt að líta á stjórnarskrárdrögin sem afleiðingu þróunar en ekki byltingar. Þar er stuðst að stórum hluta við núgildandi stjórnarskrá landsins og þar að auki litið til reynslunnar í öðrum löndum. Aðrir hafa gagnrýnt stjórnarskrár- drögin og sagt að þau væru of róttæk, og borið því við að um sé að ræða gagngerar breytingar á stjórn lands- ins. Það er ekki rétt. Þrátt fyrir að almenningur hafi tekið virkan þátt í að semja stjórnarskrána, sem er eins- dæmi, er þar enn í gildi venjulegt þingræði eins og í núverandi stjórnar- skrá. „Róttækustu“ atriðin eru þrjú ný ákvæði: 65. grein, sem heimilar að lög, sem Alþingi hefur samþykkt, séu borin undir þjóðaratkvæði; 66. grein, sem heimilar kjósendum að leggja mál beint fyrir Alþingi; og loks 113. grein, þar sem kveðið er á um stjórnarskrárbreytingar skuli stað- festar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Að öðru leyti er gert ráð fyrir stjórn- kerfi í líkingu við það sem tíðkast í öðrum þingræðisríkjum í Evrópu. Þátttaka almennings Vissulega er í ríkari mæli en áður gert ráð fyrir markvissari þátttöku almennings með þessum ákvæðum til beins lýðræðis, en þar er ekki kveðið á um að löggjafarvaldið sé fært til almennings með beinum hætti. Frumkvæði er ekki bindandi og því leiða ákvæði af þessu tagi til auk- inna skoðanaskipta og samstarfs, en þjóðin fær ekki að segja Alþingi fyrir verkum hvað varðar lagasetningu almennt. Þetta er framför miðað við núgildandi fyrirkomulag, þar sem kjósendur hafa lítil sem engin ráð til þess að hafa áhrif á völd Alþingis. Alþingi er elsta þjóðþing í heimi. Slíkri hefð lýkur ekki með stjórnar- skrárdrögunum. Þvert á móti eru þau merkur áfangi til að efla lýðræði á Íslandi. Núgildandi stjórnarskrá Íslands var til dæmis breytt árið 1995 til að samræma hana evrópskum mannréttindaákvæðum, og í stjórnar- skrárdrögunum eru þau ákvæði efld enn frekar í átt að nútímalegum kröf- um um frelsi einstaklingsins. Í stjórn- arskrárdrögunum birtist nútímalegur skilningur á mannréttindum. Eldri ákvæði eru skýrð og skerpt, en þeim er í raun ekki breytt. Í stjórnarskrár- dögunum er að finna sveigjanleika og möguleikann á breytingum. Það sem skiptir ef til vill mestu er að þar er eflt hlutverk og réttur íslensku þjóðar- innar til samtarfs við yfirvöld og eftir- lits með þeim. Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fimmti hluti Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur visir.is Ítarlegri útgáfa þessarar greinar er á visir.is Stephen M. Duvernay sérfræðingur við lagadeild Berkeley háskóla Í stjórnarskrárdrögunum birtist nútímalegur skiln- ingur á mannréttindum. Eldri ákvæði eru skýrð og skerpt, en þeim er í raun ekki breytt. Í stjórnarskrárdrögunum er að finna sveigjanleika og möguleikann á breytingum. Það sem skiptir ef til vill mestu er að þar er eflt hlut- verk og réttur íslensku þjóðarinnar til samtarfs við yfirvöld og eftirlits með þeim. GEFÐU VATN gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 - 20 % Verð áður 2999 kr. kg 2399kr.kg Lamba mínútusteik Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi Sími 557 4848 / www.nitro.is Þarf kki próf, tryg ja eða skrá! MIKIÐ ÚRVAL AF RAFMAGNSREIÐHJÓLUM RafmagnsReiDhjól- Electric system CHASSIS Frame: Aluminium,Al6061 Front Fork: Aluminium,T40,26” Head Set: VP-A41AC Brake: F/R:TEKTRO DISC BRAKE,MD-M300,TR180/MD- M300TR-160 DRIVETRAIN Motor: 8FUN,SWXH2,36V,250W / 350W Max Speed(KM/H): EU: 25km/h, Mileage: From 40-60km, depending on usage & conditions Crank Set: PROWHEEL,Al6061,- PRO-E48PP,3/32*48T*170mm Derailleur Level: SHIMANO,SL-M310 Derailleur: SHIMANO,ARD-TX55D WHEELSET Rim: DS75G,26”X4.0 Tire: KENDA K1151 26*4.0 Hub: MODUS/MD-JA165F-DSE- 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HJÓLUM 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R26 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.