Fréttablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 49
Föstudaginn 15. september síðastliðinn hóf Forseti Indlands, Shri Ram Nath Kovind, tveggja vikna “Swachhta Hi Seva” herferð sem snýr að hreinlæti og snyrtimennsku. Er stefnan allsherjar vitundarvakning og að reyna fá Indverja til að ganga betur um umhverfi sitt. Herferðin byrjaði í Uttar Pradesh (hérað á Indlandi) með því að taka upp metnaðarfulla stefnu ríkisstjórnarinnar hreinlætismála. Herferðin, sem miðar að því að leggja ennþá meira áherslu á hreinlætisráðstefnuna sem Narendra Modi´s ríkisstjórn byrjaði á, sem nefnd var “Swachh Bharat Mission”, og var hleypt af stokkunum frá Kanpur. Forsetinn tók loforð af þegnum sínum um að gera sitt besta að halda umhverfi sínu snyrtilegu. Þjóðarherferðin mun sjá til þess að fólk frá öllum stéttum, þ.m.t. forsætisráðherra, ráðherrar, þingmenn og frjáls félaga samtök, taki allir þátt í “Shramdaan” fyrir hreinlæti og uppbyggingu salernisaðstöðu víða. Takist það mun það bæta umhverfi og minnka úrgang fólks á almannafæri. Jafnframt er stefnt að frekari hreinsun á almennings – og ferða mannastöðum. Þann 17. september tóku Indverjar margir í sjálfboðavinnu þátt í að þrífa og byggja salerni. Varaforseti Venkaja Naidu heimsótti þorp í Karnataka 17. september og boðaði þáttöku fólks úr öllum stéttum Indlands að taka þátt í uppbyggingu salernis og almenns hreinlætis. 24. september tóku almennir þorpsbúar og sveitarfélög upp sjálfboðavinnu. Hinn 25. september voru svo almenningsstaðir, strætóskýli og sjúkrahús hreinsuð af kappi. Sérstök herferð sem snýr að hreinleika og snyrtimennsku var sett afstað á 15 öðrum stöðum þann 1. október. Sjónvarpsstöðin Doordarshan frumsýndi 17. september, sem er fæðingardagur Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, kvikmyndina ‘Salerni: Ek Prem Katha. Þess má svo geta að þann 2. október, var veitt verðlaun fyrir ritgerðir, stuttmyndir og málverk sem tengjast hreinlæti og þrifnaði. 2. október er afmælisdagur Gandhi og einnig Swachh Bharat Diwas, (Hreinsum Indland dagurinn). Swachhta hi Seva (hreinlæti er hæfni) - herferð hreinlætismála á Indlandi Gerðu betri kaup hjá okkur! Hringdu núna í síma 511 2777 w w w . b e t r i b i l a k a u p . i s Ármúla 4-6, Reykjavík|Firðinum, Hafnarfirði|511 2777 - sala@betribilakaup.is 2017 Kia Niro Hybrid Verð frá 3.650.000 kr. 2017 BMW 330e Verð frá 4.595.000 kr. 2017 Toyota RAV4 Hybrid Verð frá 4.590.000 kr. 2017 Toyota Auris Hybrid Verð frá 2.990.000 kr. 2018 Volvo XC60 T8 Verð frá 7.300.000 kr. 2018 Volvo V90 T8 Verð frá 7.740.000 kr. 2018 Volvo XC90 T8 Verð frá 7.650.000 kr. 2018 Volvo S90 T8 Verð frá 7.550.000 kr. 2017 Outlander Instyle Verð frá 5.250.000 kr. 2017 Outlander Arctic Verð frá 4.615.000 kr. 2017 Outlander Sport Verð frá 4.040.000 kr. 2017 Outlander Intense+ Verð frá 5.100.000 kr. 2017 Toyota Yaris Hybrid Verð frá 2.490.000 kr. 2017 Toyota C-HR Hybrid Verð frá 4.150.000 kr. 2017 Kia Optima Hybrid Verð frá 3.990.000 kr. 2016 BMW X5 xdrive40e Verð frá 7.200.000 kr. Sparaðu og pantaðu allar tegundir beint frá verksmiðju! www.facebook.com/betribilakaup.is BÆKUR Grænmetisætan  Han Kang Íslensk þýðing: Ingunn Snædal Útgefandi: Bjartur Prentun: Printon, Eistlandi Kápuhönnun: Arndís Lilja Guð- mundsdóttir Síðufjöldi: 200 Rithöfundurinn Han Kang var fyrir skömmu á meðal áhugaverðra gesta bókmenntahátíðar í Reykjavík en fyrir skömmu kom út skáldsaga hennar Grænmetisætan, í íslenskri þýðingu Ingunnar Snædal, sem sumarið 2016 hlaut breytta útgáfu ef hinum virtu Man Booker bók- menntaverðlaunum. Verðlaunin komu ýmsum á óvart en ættu þó ekki að þurfa að gera það. Græn- metisætan er gríðarlega áhuga- verð skáldsaga. Hún er í senn vel skrifuð og snjöll en býr um leið yfir ákveðinni menningarlegri vídd og breiðri skírskotun inn í líf fólks um víða veröld. Grænmetisætan segir sögu hinnar ofurvenjulegu Yeong-Hye sem í kjöl- far draums tekur þá ákvörðun að hætta að borða kjöt og aðrar dýra- afurðir, eiginmanni og fjölskyldu til mikillar skapraunar og skammar. Kjötát er mikilvægur þáttur í kór- eskri menningu í samfélagi þar sem það er einnig litið hornauga að fara á einhvern hátt á móti straumnum – að vera öðruvísi. „Konan mín brást ekki væntingum mínum, hún var algjörlega venjuleg eiginkona sem sinnti sínu án nokkurs ósmekklegs kæruleysis,“ (bls. 8) segir eiginmað- ur Yeong-Hye og sögumaður fyrsta hluta af þremur en hver hluti á sinn sögumann og sjónarhorn á líf og ákvarðanir aðalpersónunnar. Grænmetisætan er saga sem á sér sögu. Hún byggir á smásögu Han Kang, Ávöxtur konu minnar, frá 1997. Höfundur hefur einnig sagt frá því í viðtölum að hugmyndin eigi sér uppruna á miða sem hún fann í gögnum ljóðskáldsins Yi Sang. Hann var fæddur árið 1910 og lést aðeins 27 ára gamall og hafði mikil áhrif á nútíma- bókmenntir Kóreu. Á miðanum stóð einfaldlega: „Mér finnst að manneskjur ættu að vera plöntur.“ Þetta er í raun grunn- hugmyndin sem sækir á aðalpersónuna og af því leiðir vissulega ákveðin höfnun á mennskunni og allri þeirri grimmd sem henni fylgir. Ákvörðun Yeong-Hye dregur því dilk á eftir sér og gjörbreytir ekki aðeins lífi hennar, heldur á ein- hvern óræðan hátt afhjúpar það ferli samfélag sem er í senn byggt á grimmd og kröfunni um einsleitni. Að auki er þetta lífsákvörðun sem heldur áfram að þróast í gegnum söguna með afleiðingum sem eru í senn eina rétta og óumflýjanlega niðurstaðan. Einfaldlega vegna þess að í ákvörðun Yeong-Hye er fólgin höfnun á ofbeldi og þráin eftir hinu friðsama lífi sem gerir ekki kröfu um að nærast á öðru lífi. Eitthvað sem vissulega á sér víða skírskotun langt umfram menn- ingarsamfélag Kóreu og ákvörðun aðalpersónunnar. Jafnvel höfnun á grunneðli mannskepnunnar og framgangi hennar og ört vaxandi skaðlegri fyrirferð í náttúrunni. Han Kang krefur þann- ig lesendur sína um að leita svara við stórum s p u r n i n g u m s e m mannkynið stendur frammi fyrir í dag en virðist í sífellu hlaupa undan og forðast með öllum ráðum. Spurn- ingum sem eiga ótvírætt erindi til íslenskra lesenda þó svo Grænmetisætan sé langt að komin. Grænmetisætan er gríðarlega vel skrifuð og heillandi skáldsaga. Han Kang hefur ólík stílbrigði eftir sögumönnum auðveldlega á valdi sínu, en verkið er í senn heildstætt, markvisst og krefjandi. Vönduð þýðing Ingunnar Snædal skilar blæbrigðamun á milli sögumanna og vonandi láta íslenskir lesendur ekki þessa frábæru skáldsögu fram hjá sér fara. Magnús Guðmundsson NIÐURSTAÐA: Mögnuð og krefjandi skáldsaga sem á brýnt erindi við samtíma okkar og hug- myndaheim. Að hafna grimmd og gerast planta M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 35F I M M T U D A G U R 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.