Fréttablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 36
Það tekur um átta tíma að flétta sítt hár. Maður stendur upp á endann allan tímann en mér finnst það bara gefandi og skemmtilegt. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is Afrófléttur hafa alltaf verið heitar og exótískar, en aldrei í tísku sem nú,“ segir Patience A. Karlsson, eigandi Afro Zone í Hólagarði í Efra-Breiðholti. Þar fást afrískir kjólar, skór og skart, í bland við framandi hráefni til matar- gerðar og brakandi ferskt grænmeti og ávexti sem Patience flytur inn til landsins og fæst margt hvert hvergi annars staðar. Í afvikið horn Afro Zone setjast konur á öllum aldri í stólinn hjá Patience sem er meistari í afrískum hárlengingum og afrófléttum. „Til mín koma litlar stelpur sem vilja fallegar, síðar fléttur með perlum, unglingsstúlkur sem vilja litríkar, skreyttar afrógreiðslur eins og þær sjá stjörnurnar með, og svo konur á öllum aldri sem vilja hárlengingar, fléttur og skraut í hár sitt,“ segir Patience, sem hefur í nógu að snúast í hárgreiðsluhorn- inu, en þar þarf að panta tíma. „Það tekur um átta tíma að flétta sítt hár og maður stendur upp á endann allan tímann. Mér finnst það bara gefandi og skemmtilegt!“ segir hún og hlær dillandi hlátri í einstaklega vinalegu andrúmslofti. Á veggjum Afro Zone er ríkulegt úrval af hárvörum; glansandi hár- lengingar og hárkollur í mörgum litum, perlur, skraut, greiður, sjampó, hárnæringar og hvers kyns stílvörur í hárið. „Afrískar konur leggja mikið upp úr flottum hárgreiðslum því hárgerð þeirra er afar hrokkin, stríð og ómeðfærileg. Erfitt er að greiða og móta hárið, og því nota þær fléttur eða hárlengingar til að gera hárið meðfærilegra. Margar kjósa að flétta hárlengingar saman við hárkollur sem þær setja upp eins og húfur yfir kollinn, sem getur verið mjög hentugt og þægilegt,“ segir Patience á lýtalausri íslensku en hún er fædd og uppalin í Gana. „Hvítar konur eru í meirihluta þeirra sem koma til mín í fléttur því sterk fléttuhefð er meðal svartra kvenna sem margar kunna að flétta sig sjálfar. Tískan segir til sín og ekki spilla fyrir áhrif fræga fólksins sem sýnt hefur sig með fléttur og litríkar hárlengingar að undanförnu. Vin- sælast er að flétta áberandi litum inn í flétturnar, ásamt perlum, skrauti og þykkum snúningum,“ segir Patience sem fylgist vel með afrískum tískustraumum, eins og úrvalið í Afro Zone ber glöggt vitni. Afro Zone er í Hólagarði, Lóuhólum 2-6, í Efra-Breiðholti. Sjá nánar á Facebook, undir Afro Zone. Heitar og exótískar Í afrísku búðarhorni í Efra-Breiðholti stendur Ganamær og fléttar litríka lokka og perlur í hár kvenna á öllum aldri og af mörgum þjóðernum. Hún segir íslenskar konur heillaðar af afrófléttum og fögrum hárlengingum. Patience A. Karlsson í Afro Zone sem er ævintýraheimur þegar kemur að afrískum fléttum og hárlengingum. MYND/ERNIR Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Opið: Virkir dagar 11-18 | Laugardagar 11-15 Ný sending Kjóll á 9.900 kr. - stærð 36 - 46 Kíkið á myndir og verð á Facebook Kjóll á 7.900 kr. - stærð 38 - 44 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Alltaf eitthvað nýtt og spennandi JÓLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Stóra jólablaðið frá Fréttablaðinu kemur út þriðjudaginn 28. nóvember. Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins: Símanúmer 512 5402 Netfang serblod@365.is 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.