Fréttablaðið - 05.10.2017, Síða 52

Fréttablaðið - 05.10.2017, Síða 52
Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur hvar@frettabladid.is 5. OKTÓBER 2017 Tónlist Hvað? Babies á ljúfu nótunum Hvenær? 21.30 Hvar? Rosenberg, Klapparstíg Stuðboltarnir í Babies verða með tónleika á Rosenberg í kvöld. Sveitin hefur skapað sér orð sem ein öflugasta ballsveit landsins og hefur verið áberandi í sumar. Aðaláherslan í þetta skipti verður hins vegar lögð á lög í ljúfari kant- inum. Á efnislistanum má finna lög eftir Steely Dan, Hall and Oates, Frankie Valli, Roy Orbison og Toto svo eitthvað sé nefnt. Hvað? Agent Fresco Hvenær? 20.00 Hvar? Bæjarbíói, Hafnarfirði Hljómsveitin Agent Fresco heldur tónleika í Bæjarbíói Hafnarfirði. Hljómsveitin hefur legið í dvala undanfarna mánuði að undirbúa sína næstu breiðskífu og hefur ekki haldið tónleika hér á höfuð- borgarsvæðinu síðan í lok síðasta árs. Á tónleikunum leikur sveitin öll sín bestu og vinsælustu lög ásamt því að gestir gætu fengið að heyra eitthvað nýtt sem er í vinnslu. Hvað? Moses Hightower á trúnó Hvenær? 20.00 Hvar? Hljómahöllinni, Reykja- nesbæ Hljómsveitin Moses Hightower sendi á dögunum frá sér sína þriðju breiðskífu, Fjallaloft, og ætlar af því tilefni að halda tón- leika í Hljómahöllinni á nýrri tónleikaröð sem ber nafnið Trúnó. Moses Hightower mun flytja nýju plötuna á tónleikunum í bland við eldra efni. Hvað? Tónstafir Hvenær? 17.30 Hvar? Bókasafni Seltjarnarness Tónstafir er samstarfsverkefni bókasafnsins og Tónlistarskóla Seltjarnarness. Tónleikarnir hefj- ast kl. 17.30 og standa yfir í um hálftíma. Þeir eru ókeypis og allir eru boðnir velkomnir. Hvað? Jóhanna Guðrún á Hard Rock á fimmtudögum í vetur Hvenær? 20.00 Hvar? Hard Rock Café, Lækjargötu Jóhönnu Guðrúnu þarf varla að kynna fyrir landi og þjóð. Hún mun koma fram í Hard Rock Kjallaranum á fimmtudögum í vetur. Frábært tækifæri til að sjá þessa mögnuðu söngkonu á tón- leikum. Hvað? Stopp! Hugvekja/Tónleikar um geðheilbrigði á Gauknum Hvenær? 19.00 Hvar? Gauknum Tryggvagötu Ákveðið hefur verið að slá til hugvekju/minningartónleika á Gauknum. Frítt verður inn á tón- leikana en frjáls framlög eru vel þegin, en þau munu renna óskert til sjálfsvígsforvarnarsamtakanna Pieta. Höldum umræðunni uppi um brotna geðheilbrigðiskerfið okkar og krefjumst úrbóta. Viðburðir Hvað? Menningar- og búsetu- landslag miðalda í Hörgárdal og Svarfaðardal Hvenær? 16.30 Hvar? Lögbergi, Háskóla Íslands Árni Daníel Júlíusson, fræðimaður við Þjóðminjasafn Íslands og Reykjavíkurakademíuna, flytur fyrirlestur hjá Miðaldastofu Háskóla Íslands um menn- ingar- og búsetu- landslag miðalda í Hörgárdal og Svarfaðardal kl. 16.30 í stofu 101 í Lögbergi. Hvað? Sam- félagsleg ábyrgð fyrirtækja Hvenær? 20.00 Hvar? Arion banka, Borgartúni Hvað er sam- félagsleg ábyrgð fyrirtækja og hvernig kemur slík ábyrgð jafnréttismálum í atvinnu- lífinu við? Hafa fyrirtæki yfirlýsta stefnu um samfélagslega ábyrgð og hvernig fylgja þau henni eftir? Þessum og mörgum fleiri spurningum ætla Ungar athafna- konur að reyna að fá svör við með opnum fundi í fyrirlestrasal Arion banka kl. 20.00. Hvað? Kaffismökkun Hvenær? 19.15 Hvar? Te & kaffi, Aðalstræti Verið velkomin á opnu kaffi- smökkunina okkar. Við hellum upp á kaffi hvaðanæva úr kaffi- heiminum, ýmist frá okkur sjálfum eða í bland við kaffi frá öðrum brennslum, íslenskum sem erlend- um. Í smökkuninni gefst frábært tækifæri til að smakka ólíkar kaffi- tegundir hlið við hlið undir hand- leiðslu reyndra kaffibarþjóna, en fólkið sem stýrir smökkuninni sinnir einnig þjálfun fyrir starfs- fólk hjá Te & kaffi. Smökkunin er opin öllum og það kostar ekkert að taka þátt. Smökkunin tekur um það bil eina klukkustund svo gott er að mæta tímanlega. Hvað? Café Lingua | Filippseyjar - Fjársjóður tungumála Hvenær? 17.00 Hvar? Borgarbókasafni Kringlunni Vissir þú að á Filippseyjum eru töluð 187 tungumál? Á þessum viðburði veitir Edison Cabanlit gestum innsýn í tungumál og menningu landsins. Edison er Filippseyingur og hefur búið á Íslandi síðastliðin fimm ár. Hann starfar sem kokkur á veitingastað í miðborg Reykjavíkur. Móðurmál hans er bisaya, en hann talar einn- ig tagalog og ensku og getur tjáð sig á íslensku. Hann er viðskipta- fræðingur að mennt. Hvað? Dagar nætur vikur mánuðir ár / Almanak Hvenær? 20.00 Hvar? Harbinger, Freyju- götu Sequences Art Festival færir ykkur: Þjófstart á Teygjanlegum tímum - Opnun Ragnars Helga Ólafssonar Dagar, nætur, vikur, mánuðir, ár / Almanak (Nokkrar fyrir- framgefnar hendingar) í Har- binger, Freyjugötu 1. Hvað? Hindrun Hvenær? 17.00 Hvar? Listaháskóla Ís- lands, Laugarnesvegi Opnun einka- sýningar Stefáns Hermannssonar í Listaháskóla Íslands Laugarnesvegi 91. Nettar veitingar við opnun. Jóhanna Guðrún verður á Hard Rock í allan vetur. Arnór Dan Arnarson og félagar í Agent Fresco spila og syngja fyrir Hafnfirðinga í tilefni fimmtudags. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ ÁLFABAKKA HOME AGAIN KL. 5:50 - 8 - 10:10 HOME AGAIN VIP KL. 5:50 - 8 LEGO NINJAGO ÍSL TAL KL. 5:40 KINGSMAN 2 KL. 6 - 9 KINGSMAN 2 VIP KL. 10:10 IT KL. 6 - 9 MOTHER! KL. 7:40 - 10:10 SKRÍMSLAFJÖLSKYLDAN ÍSL TAL KL. 5:40 EVERYTHING, EVERYTHING KL. 8 HITMAN’S BODYGUARD KL. 10:10 HOME AGAIN KL. 5:50 - 8 - 10:10 LEGO NINJAGO ÍSL TAL KL. 5:30 KINGSMAN 2 KL. 5 - 7:50 - 10:40 IT KL. 5:15 - 8 - 10:45 MOTHER! KL. 8 - 10:30 EGILSHÖLL HOME AGAIN KL. 6 - 8:10 - 10:20 LEGO NINJAGO ÍSL TAL KL. 6 LEGO NINJAGO ENSKT TAL KL. 5:40 IT KL. 8:20 - 10:20 DUNKIRK KL. 8 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI HOME AGAIN KL. 5:20 - 8 - 10:10 LEGO NINJAGO ÍSL TAL KL. 5:40 IT KL. 7:20 - 10:10 AKUREYRI HOME AGAIN KL. 8 KINGSMAN 2 KL. 10:10 IT KL. 10:10 UNDIR TRÉNU KL. 8 KEFLAVÍK 93% THE HOLLYWOOD REPORTER  Ryan Reynolds Samuel L. Jackson  VARIETY Úr smiðju Stephen King 85% CHICAGO SUN-TIMES  SAN FRANCISCO CHRONICLE  ROLLING STONE  EMPIRE  USA TODAY  INDIEWIRE  Colin Firth Julianne Moore Taron Egerton Channing Tatum Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna Sýnd með íslensku og ensku tali THE TELEGRAPH  THE GUARDIAN  FRÉTTABLAÐIÐ  KAUPTU BÍÓMIÐANN Í SAMBÍÓ APPINU Besta rómantíska gamanmynd ársins! ENTERTAINMENT WEEKLY  NEW YORK POST  CHICAGO TRIBUNE  Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 10 SÝND KL. 6 SÝND KL. 6, 8SÝND KL. 8, 10.20 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 Good Time 18:00, 20:00, 22:45 The Big Sick 17:45 Vetrarbræður 18:00 The Square 20:00, 22:15 Stella í Orlofi 20:00 Ég Man Þig 22:00 Góða skemmtun í bíó 3 d aGar eFtIr 28. SEPT.–8. 0KT. 2017 SÝININGASTAÐIR/VENUES: HÁSKÓLABÍÓ/NORRÆNA HÚSIÐ KYNNTU ÞÉR DAGSKRÁNNA Á RIFF.IS 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.