Fréttablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 3

Fréttablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 3 4 . T Ö L U B L A Ð 1 7 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 FRÍTT Fréttablaðið í dag SKOÐUN Þorvaldur Gylfason segir sjálfstæðisbaráttunni ekki lokið. 19 SPORT Ragnar Sigurðsson hlakk- ar til leiksins gegn Tyrkjum. 28 MENNING Tíu daga tvíæringur í Reykjavík þjófstartar í kvöld. 34 LÍFIÐ Margir héldu að árið 2017 yrðu allir á flugbílum og með vélmennaþjóna en í staðinn fengum við bara „snjallbursta“ og „regnhlífadróna“ svo dæmi séu nefnd. 42 PLÚS SÉRBLAÐ  FÓLK *Samkvæmt prentmiðla- könnun Gallup apríl-júní 2015 K R I N G L U K A S T 20–50% AFSLÁTTUR AF NÝJUM VÖRUM 5.–9. OKT. STJÓRNMÁL Heilbrigðismálin eru það málefni sem skiptir fólk mestu máli í kosningabaráttunni fram undan. Þetta sýna niðurstöður skoðana- könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Rétt rúmlega þriðjungur, eða 37 prósent, þeirra sem afstöðu tóku nefndu heilbrigðismál. Næstflestir eða 12 prósent völdu efnahagsmál, 7 prósent málefni eldri borgara, 6 pró- sent nefndu menntamál og 4 prósent skattamál. Aðrir málaflokkar voru sjaldnar nefndir og til dæmis nefndu einungis 2 prósent svarenda umhverf- ismál og 1 prósent menningarmál. Þegar svörin eru skoðuð eftir kynj- um sést talsverður munur, því 44 pró- sent þeirra kvenna, sem afstöðu taka, nefna heilbrigðismálin en einungis 17 prósent karla. Hins vegar nefna 17 prósent karla sem afstöðu taka efnahagsmálin en einungis 6 prósent kvenna. Heilbrigðismálin eru á meðal helstu bitbeina á Alþingi og hart var tekist á þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar- innar var kynnt snemma í september og staðan varð forsætisráðherra að umræðuefni í stefnuræðu hans. „Það er sérstakt gleðiefni að nú stefni loks í að á vormánuðum verði tekin fyrsta skóflustungan að meðferðarkjarna nýs Landspítala,“ sagði Bjarni og bætti við að gera þyrfti gangskör að bygg- ingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða í framhaldinu. En stjórnarandstaðan sakaði ríkis- stjórnina um að svelta heilbrigðis- kerfið. „Þeir sem þurfa mest á þjón- ustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góð- ærisins,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lag- skiptu úrtaki 2. og 3. október. Svar- hlutfallið var 59,1 prósent. Þátttak- endur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða málefni skiptir þig mestu máli i kosninga- baráttunni fram undan? Alls tóku 80 prósent afstöðu til spurningarinnar, 17 prósent sögðust óákveðin en 3 pró- sent svöruðu ekki. – jhh / sjá síðu 8 Umhverfismál og menning mæta afgangi Menning og umhverfis- mál eru kjósendum ekki ofarlega í huga í kosn- ingabaráttunni, sam- kvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Rúmlega þriðjungur svarenda telur heilbrigðismál skipta mestu máli. Efna- hagsmálin þar á eftir. 44 prósent þeirra kvenna, sem afstöðu taka, nefna heilbrigðismálin en einungis 17 prósent karla. FJÁRSJÓÐSLEIT Skipafélagið Hapag- Lloyd gerir tilkall til þýska skips- ins Minden sem breska félagið Advanced Marine Services (AMS) hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná í verðmæta málma. Hapag-Lloyd yfirtók árið 1970 það skipafélagið sem gerði út SS Minden. Í bréfi félagsins til Umhverfisstofn- unar segir að það hafi orðið þess áskynja í gegn um fjölmiðla að AMS óski leyfis til að rjúfa gat á skrokk Minden til að geta náð út boxi með verðmætum málmi. „Líkt og áður hefur komið fram í samskiptum okkar þá er það ætlun umbjóðanda míns, komi í ljós að verðmæti sé að finna í flakinu, að skila þeim til breskra yfirvalda,” segir Bragi Dór Bragason, lögmaður AMS hér á landi. – gar / sjá síðu 4 Þýsk útgerð vill eiga innihaldið Gróður landsins ber með sér að haustið er komið. Suðvestanlands hafa fyrstu dagar haustsins verið mildir og margir nýtt veðrið til útivistar. Til að mynda þetta fólk sem spókaði sig um í Laugar- dalnum í gær. Suðaustan- og austanlands hefur væta og vindur verið til ama og horfur eru á að slíkt haldi áfram. Stormviðvörun hefur verið gefin út fyrir svæðið á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.