Fréttablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 57
Eitt mikilvægasta sambandið sem við eigum og ættum að rækta vel er sambandið við okkur sjálf. Hugurinn er öflugt fyrirbæri og jákvætt sjálfstraust getur fleygt okkur jafn langt og lélegt sjálfstraust getur haldið aftur af okkur. Hvernig kemur þú fram við sjálfa/n þig? Allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Íhugum því vel að hvaða þáttum í fari okkar við beinum orku okkar og athygli. Óraunhæfar kröfur til okkar sjálfra og fullkomnunarárátta ýta undir lélegt sjálfstraust. Hugum að því hvernig við tölum við okkur sjálf þegar erfiðlega gengur. Í stað gagnrýni spyrjum frekar: Hvernig kæmi ég fram við vin minn í sömu sporum? Munum að allir gera mistök og það er hluti af lífinu að stíga feilspor. Hverjir eru styrkleikar þínir? Allir búa yfir hæfileikum sem eiga að geta blómstrað og það er mikilvægt að veita þessum þáttum athygli. Í hverju liggja styrkleikar þínir? Hvað gerir þú vel? Hvað er það sem gerir þig að góðum vini, systkini eða maka? Prófaðu að takast á við nýjar áskoranir, setja þér raunhæf markmið og leyfa þér að finna fyrir stolti þegar litlum áföngum er náð. Fólk með lítið sjálfstraust á gjarnan erfitt með að taka við hrósi. Taktu eftir því hvort sjálf- virka niðurrifið fer af stað þegar þér er hrósað, staldraðu við þá hugsun og skoðaðu hana. Falleg einlæg orð frá öðrum næra sjálfs- traustið og það er mikilvægt að hleypa þeim orðum inn á við. NIÐURSTAÐA: Veittu styrk- leikum þínum athygli, komdu fram við sjálfan þig eins og þú myndir koma fram við þá sem þér er annt um og mundu að hafa markmið þín raunhæf. Lesendum er bent á að senda sérfræðingum okkar spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á heilsanokkar@frettabladid.is. Hvernig efli ég sjálfstraustið? Heilsan okkar Edda Björk Þórðardóttir doktor í lýðheilsu- vísindum svarar heilsuspurning- um lesenda. FÓLK MEÐ LÍTIÐ SJÁLFSTRAUST Á GJARNAN ERFITT MEÐ AÐ TAKA VIÐ HRÓSI. NÝR 4BLS BÆKLINGUR MERKIVÉL Hún er komin aftur ný og endurbætt 1.490 NÝ ÚTGÁFA Eitt eintaká mann! EITT MESTA ÚRVAL LANDSINS AF TÖLVUM OG TÖLVUBÚNAÐI 40 AÐEINS EINTÖK PS4 SLIM 1TB 39.990 FIFA18 8.990 5. O któber 2017 • B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl 5. O któber 2017 • B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 5. O któber 2017 • B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl Sjálfvirk Árekstrar vörn Næsta Kynslóð LI-FI Einstök Spaða Tækni Allt að 50km hraði LEIKJADRÓNI Star Wars leikjadróni 3 gerðir 34.990 Sem nötrar þegar dróni er skotinn, hljóð effectar og Star Wars tónlist, festing fyrir síma með Appi fyrir Android eða IOS. MÖGNUÐFJARSTÝRING Í þættinum Ísland í dag í kvöld fer Vala Matt í leiðangur og talar við innanhússhönnuðinn Höllu Báru Gestsdóttur og Rut Káradóttur innan- hússarkitekt og fræðist um helstu innanhússtilhneigingar vetrarins. Halla Bára segir áhorfendum meðal annars frá því hvaða litir hafa verið mest áberandi og vinsælir innanhúss og deilir í leiðinni nokkrum trixum um hvernig við getum breytt og bætt heimilið með auðveldum og ódýrum aðferðum. „Það er spennandi að sjá hvað hægt er að gera á ódýran og ein- faldan hátt til að ná fram skemmti- legri stemningu og n o t a l e g h e i t u m á heimilinu. Til dæmis sýnir hún okkur koll- inn sem er inni á baði sem fær svo nýtt hlutverk í stofunni. Halla segir okkur frá því hvernig pastellitir hafa verið vinsælir en að karlmennirnir neiti að nota þá sem var dáldið fyndið. Hún sýnir okkur líka hvernig dökkir litir hafa verið óhemju vinsælir að undan- förnu,“ segir Vala sem komst að því að blágrái liturinn hefur verið einn sá allra vinsælasti í vetur. „Svo er farið til Rutar Káradóttur innanhússarkitekts og hún segir okkur frá nokkrum innanhúss-trixum.“ – gha Dökkir litir óhemju vinsælir undanfarið Dökk veggmálning hefur verið aðal- málið undanfarna mánuði. NORDICPHOTOS/GETTY ÞAÐ ER SPENNANDI AÐ SJÁ HVAÐ HÆGT ER AÐ GERA Á ÓDÝRAN OG EINFALDAN HÁTT TIL AÐ NÁ FRAM SKEMMTI- LEGRI STEMNINGU. L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I ÐL Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 43F I M M T U D A G U R 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.