Fréttablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 31
Burt með g-strenginn því nú eiga allir að klæðast þægi- legum nærbuxum. Konur ættu að gleyma blúndu-, silki- og g-strengsnærbuxum um þessar mundir. Nú eiga allir að ganga í þægi- legum undirfatnaði, eftir því sem netsíðan Who What Wear segir. Einfaldar og þægi- legar bómullarnærbuxur og brjósthaldarar án spanga og óþægilegs skrauts er málið. Best er að hafa þetta allt sem náttúrulegast. Samkvæmt WWW hafa undirfatafyrirtæki sem leggja áherslu á þægindi og góð efni aukið sölu sína umtalsvert að undanförnu. Óaðlaðandi nærföt eru það heitasta. Sér- staklega hefur lífræn bómull orðið eftirsótt, konur vilja einfaldlega þægileg undirföt. Þótt oft sé því haldið fram að þægileg undirföt séu ömmuleg og ljót er sú ekki raunin. Framleið- endur hafa sett á markað fallegan undir- fatnað sem er um leið notalegt að klæðast. Þegar konur eru að fara eitthvað sérstakt fara þær í glæsilegri undirfatnað en alla jafna velja þær að klæðast vönduðum nærfatnaði úr gæðabómull. Flestar konur hafa prófað g-strengsnærbuxur og eru sammála um að þær eru ekkert sérstaklega þægilegar. Það er því best að taka Bridget Jones á þetta og horfa til nærfataskúffunnar hennar ömmu. Burtu með g-strenginn Hárið er viðkvæmast þegar það er blautt og um 30 prósent teygjanlegra en þegar það er þurrt. Því ætti alls ekki að greiða það fyrr en það hefur fengið að þorna. Af sömu ástæðu ætti ekki að setja það í tagl á meðan það er blautt. Hvort tveggja veldur sliti. Ef hárið á það til að flækjast eftir þvott er gott að renna í gegnum það með puttunum, leyfa því að þorna og móta það svo með bursta og öðrum þar til gerðum hjálpartækjum. Ekki er ráðlagt að byrja að blása hárið á meðan það er rennandi blautt. Best er að um það bil 60 prósent rakans séu gufuð upp. Því lengur sem notaður er hiti á hárið því líklegra er að það skemmist. Best er að þurrka það létt með handklæði og bíða með hárþurrk- una í 15-20 mínútur. Aldrei skyldi nota sléttujárn á blautt eða rakt hár. Það hreinlega brennur upp og eyðileggst. Ekki greiða hárið blautt Stranger Things bolurinn skar sig úr á sýningu Louis Vuitton. NORDICHPHOTOS/GETTY Hönnunarstjóri Loius Vuitton, Nicolas Ghes-quière, er greinilega ekki lítið spenntur fyrir annarri þátta- röð af Stranger Things. Á tísku- sýningu lúxusmerkisins, sem haldin var í París á þriðjudaginn var sást fyrirsæta í stuttermabol með mynd af auglýsingu fyrir þáttinn. Önnur syrpa þáttanna verður frumsýnd á Netflix seint í þessum mánuði og Ghesquière þótti tilvalið að nýta tækifærið til að minna á þá. Bolurinn var svartur og í gamaldags stíl, en skreyttur með lítilli áfastri keðju við hálsmálið. Hönnuðurinn er þekktur aðdáandi vísindaskáldsagna og bauð ungu aðalleikurunum í Stranger Things í skoðunarferð um höfuðstöðvar Loius Vuitton í fyrrahaust. „Við ræddum saman og okkur fannst fyndið að hafa smá vísun í þáttaröðina sem er væntanleg á sýningunni,“ sagði Ghesquière. „Ég held að þetta hafi verið ein vinsælasta flíkin baksviðs.“ Stranger Things á sýningarpalli S O T H Y S D A G A R Í L Y F J U ER HÚÐIN ÞÍN AÐ FÁ RÉTTA MEÐHÖNDLUN? Sothys sérfræðingur veitir þér ráðgjöf og húðgreiningu eftirfarandi daga í Lyfju: Lyfju Smáralind í dag frá kl. 14 -18. Lyfju Lágmúla á morgun, föstudag, frá kl. 14 -18. Lyfju Smáratorgi á laugardag frá kl. 14 -18. Reykjanesbæ Smáralind Smáratorgi Lágmúla Borgarnesi Selfossi 25% AFSLÁTTU R 5. - 8. októ ber V E G L E G G J Ö F ! Sothys snyrtitaska ásamt 75 ml Body Scrub og 75 ml Body Lotion fylgir með þegar keyptar eru Sothys vörur fyrir 5.000 kr. eða meira.* *Gildir meðan birgðir endast. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 F I M MT U DAG U R 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.